Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2018 22:22 Donald Trump, ásamt Michael Flynn, á kosningafundi fyrir kosningarnar árið 2016. Vísir/Getty Einn af lögfræðingum Donald Trump forseta Bandaríkjanna ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar forsetans yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar, að því er New York Times greinir frá.Ráðgjafarnir sem um ræðir eru Michael Flynn og Paul Manafort. Sá fyrrnefndi samdi við Mueller, sem fer fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Játaði Flynn að hafa logið að FBI en samþykkti að aðstoða teymi Muellers í rannsókninni.Manafort var einnig ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, um peningaþvætti og að gefa rangar yfirlýsingar til yfirvalda. Hann neitar sök. Í frétt New York Times segir að John Dowd, þáverandi lögmaður Trump, hafi rætt við lögfræðinga Flynn og Manafort um að þeir yrðu náðaðir af forsetanum. Segir í fréttinni að þetta vekji upp spurningar um hvort með þessu hafi verið reynt að hindra framgang réttvísinnar. Ekkert bendir þó til þess að að Dowd hafi rætt um það að náða þá félaga við Trump sjálfan. Þó er einnig greint frá því í fréttinni að Trump hafi spurt nánustu ráðgjafa sína um vald sitt til þess að náða einstaklinga. Dowd, sem hætti óvænt sem lögmaður Trump í síðustu viku, þvertekur fyrir að hafa rætt náðun við lögfræðinga Flynn og Manafort. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Einn af lögfræðingum Donald Trump forseta Bandaríkjanna ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar forsetans yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar, að því er New York Times greinir frá.Ráðgjafarnir sem um ræðir eru Michael Flynn og Paul Manafort. Sá fyrrnefndi samdi við Mueller, sem fer fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Játaði Flynn að hafa logið að FBI en samþykkti að aðstoða teymi Muellers í rannsókninni.Manafort var einnig ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, um peningaþvætti og að gefa rangar yfirlýsingar til yfirvalda. Hann neitar sök. Í frétt New York Times segir að John Dowd, þáverandi lögmaður Trump, hafi rætt við lögfræðinga Flynn og Manafort um að þeir yrðu náðaðir af forsetanum. Segir í fréttinni að þetta vekji upp spurningar um hvort með þessu hafi verið reynt að hindra framgang réttvísinnar. Ekkert bendir þó til þess að að Dowd hafi rætt um það að náða þá félaga við Trump sjálfan. Þó er einnig greint frá því í fréttinni að Trump hafi spurt nánustu ráðgjafa sína um vald sitt til þess að náða einstaklinga. Dowd, sem hætti óvænt sem lögmaður Trump í síðustu viku, þvertekur fyrir að hafa rætt náðun við lögfræðinga Flynn og Manafort.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42
Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10
Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30