Draga í land um aldurstakmarkanir við kaup árásarvopna Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2018 10:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Starfsmenn Hvíta hússins hafa kynnt nýja áætlun til að koma í veg fyrir skotárásir í skólum í Bandaríkjunum. Ætlunin fylgir ekki orðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka lágmarksaldur kaupenda hálfsjálfvirkra riffla upp í 21. Þess í stað vill ríkisstjórnin vopna kennara og styrkja bakgrunnsskoðanir við kaup skotvopna. Þar að auki vill ríkisstjórnin hjálpa einstökum ríkjum að greiða fyrir þjálfun kennara og stofna nefnd um skólaöryggi sem ætlað verður að finna lausnir. Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, mun stýra nefndinni sem einnig mun kanna hvort að tölvuleikir og umfjöllun fjölmiðla hafi áhrif á fjölda skotárása í Bandaríkjunum. Embættismenn segja áætlunina til marks um loforð Trump að grípa til aðgerða í kjölfar skotárásarinnar í Flórída þar sem sautján manns létu lífið. DeVos sagði blaðamönnum í nótt að um þýðingarfullar aðgerðir væru að ræða, sem hægt væri að fara í nú þegar. Eftir fyrri árásir hefði umræðan of oft snúist um umdeildustu atriði byssueignar í Bandaríkjunum. Áætlun þessarar ríkisstjórnar væri „raunsæ“.Passa sig að ergja NRA ekki Stuðningsmenn hertrar löggjafar gagnrýndu aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segja þær ekki ganga nógu langt. Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans í öldungadeildinni, sagði ríkisstjórnina einungis taka barnaskref svo þeir myndu ekki ergja samtök byssueigenda, NRA. Stærstu kennarasamtök Bandaríkjanna hafa sömuleiðis gagnrýnt harðlega þær hugmyndir um að vopna kennara í skólum. Í kjölfar árásarinnar í Flórída hélt Trump nokkra fundi þar sem hann ræddi við eftirlifendur, nemendur, kennara og fleiri. Á einum slíkum fundi sagði hann réttast að velta vöngum yfir því að hækka lágmarksaldur kaupenda svokallaðra árásarvopna. „Sko, þetta er ekki vinsæl skoðun, innan NRA. En ég ætla samt að segja þetta. Þú getur ekki keypt skammbyssur fyrr en þú ert 21 árs. En þú getur keypt vopn eins og notað var í árásinni þegar þú ert 18 ára. Ég held að það sé eitthvað sem þú þarft að hugsa um.“ Starfsmenn Hvíta hússins segja nú að sú umræða verði að eiga sér stað í hverju ríki fyrir sig og að nefnd DeVos myndi skoða málið.Þar að auki kemur áætlunin ekkert að því að gera bakgrunnskannanir skilyrði fyrir kaupum skotvopna á byssusýningum og á internetinu. Það verður einnig skoðað af nefndinni.Ekki hrifinn af nefndum Trump virðist þó ekki hrifinn af nefndum því, eins og Washington Post bendir á, hæddist hann að nefnd um fíkniefnavanda Bandaríkjanna á kosningafundi um helgina.„Haldið þið að fíkniefnasalar, sem drepa þúsundir á lífstíð sinni, haldið þið að þeim sé ekki sama um nefndir? Eina leiðin til að leysa fíkniefnavandann er með hörku,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Vopnaður kennari handtekinn í Bandaríkjunum Lögregla í Georgíu-ríki Bandaríkjanna hefur handtekið kennara sem hleypti af byssu í kennslustofu. 28. febrúar 2018 22:40 Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Tilbáðu hríðskotabyssur í fjöldabrúðkaupi Athöfnin var á vegum söfnuðarins World Peace and Unification Sanctuary. 1. mars 2018 10:30 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23 Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins hafa kynnt nýja áætlun til að koma í veg fyrir skotárásir í skólum í Bandaríkjunum. Ætlunin fylgir ekki orðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka lágmarksaldur kaupenda hálfsjálfvirkra riffla upp í 21. Þess í stað vill ríkisstjórnin vopna kennara og styrkja bakgrunnsskoðanir við kaup skotvopna. Þar að auki vill ríkisstjórnin hjálpa einstökum ríkjum að greiða fyrir þjálfun kennara og stofna nefnd um skólaöryggi sem ætlað verður að finna lausnir. Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, mun stýra nefndinni sem einnig mun kanna hvort að tölvuleikir og umfjöllun fjölmiðla hafi áhrif á fjölda skotárása í Bandaríkjunum. Embættismenn segja áætlunina til marks um loforð Trump að grípa til aðgerða í kjölfar skotárásarinnar í Flórída þar sem sautján manns létu lífið. DeVos sagði blaðamönnum í nótt að um þýðingarfullar aðgerðir væru að ræða, sem hægt væri að fara í nú þegar. Eftir fyrri árásir hefði umræðan of oft snúist um umdeildustu atriði byssueignar í Bandaríkjunum. Áætlun þessarar ríkisstjórnar væri „raunsæ“.Passa sig að ergja NRA ekki Stuðningsmenn hertrar löggjafar gagnrýndu aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segja þær ekki ganga nógu langt. Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans í öldungadeildinni, sagði ríkisstjórnina einungis taka barnaskref svo þeir myndu ekki ergja samtök byssueigenda, NRA. Stærstu kennarasamtök Bandaríkjanna hafa sömuleiðis gagnrýnt harðlega þær hugmyndir um að vopna kennara í skólum. Í kjölfar árásarinnar í Flórída hélt Trump nokkra fundi þar sem hann ræddi við eftirlifendur, nemendur, kennara og fleiri. Á einum slíkum fundi sagði hann réttast að velta vöngum yfir því að hækka lágmarksaldur kaupenda svokallaðra árásarvopna. „Sko, þetta er ekki vinsæl skoðun, innan NRA. En ég ætla samt að segja þetta. Þú getur ekki keypt skammbyssur fyrr en þú ert 21 árs. En þú getur keypt vopn eins og notað var í árásinni þegar þú ert 18 ára. Ég held að það sé eitthvað sem þú þarft að hugsa um.“ Starfsmenn Hvíta hússins segja nú að sú umræða verði að eiga sér stað í hverju ríki fyrir sig og að nefnd DeVos myndi skoða málið.Þar að auki kemur áætlunin ekkert að því að gera bakgrunnskannanir skilyrði fyrir kaupum skotvopna á byssusýningum og á internetinu. Það verður einnig skoðað af nefndinni.Ekki hrifinn af nefndum Trump virðist þó ekki hrifinn af nefndum því, eins og Washington Post bendir á, hæddist hann að nefnd um fíkniefnavanda Bandaríkjanna á kosningafundi um helgina.„Haldið þið að fíkniefnasalar, sem drepa þúsundir á lífstíð sinni, haldið þið að þeim sé ekki sama um nefndir? Eina leiðin til að leysa fíkniefnavandann er með hörku,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Vopnaður kennari handtekinn í Bandaríkjunum Lögregla í Georgíu-ríki Bandaríkjanna hefur handtekið kennara sem hleypti af byssu í kennslustofu. 28. febrúar 2018 22:40 Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Tilbáðu hríðskotabyssur í fjöldabrúðkaupi Athöfnin var á vegum söfnuðarins World Peace and Unification Sanctuary. 1. mars 2018 10:30 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23 Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59
Vopnaður kennari handtekinn í Bandaríkjunum Lögregla í Georgíu-ríki Bandaríkjanna hefur handtekið kennara sem hleypti af byssu í kennslustofu. 28. febrúar 2018 22:40
Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30
Tilbáðu hríðskotabyssur í fjöldabrúðkaupi Athöfnin var á vegum söfnuðarins World Peace and Unification Sanctuary. 1. mars 2018 10:30
Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14
Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23
Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44