Tala látinna eftir flugslys á alþjóðaflugvellinum í Katmandú, höfuðborg Nepals, hefur hækkað upp í 50. Að því er fram kemur í frétt Reuters beygði vélin skyndilega þegar hún var að koma inn til lendingar í skýjuðu veðri á flugvellinum um klukkan 14:20 að staðartíma.
Alls voru 71 um borð en vélin var á vegum flugfélagsins US-Bangla sem er frá Bangladess. Þegar vélin brotlenti kviknaði í henni. 33 farþeganna voru frá Nepal, 32 frá Bangladess, einn frá Kína og einn frá Maldív-eyjum. Enn er ekki vitað um afdrif níu þeirra sem voru um borð í vélinni.
„Allt í einu hristist vélin mjög mikið. Ég sat við gluggann en gat ekki brotist út um gluggann,“ sagði Basanta Bohora, einn af þeim sem lifði slysið af, í samtali við dagblaðið Kathmandu Post.
Vélin var af gerðinni Bombardier Q400 og var 17 ára gömul.
Tala látinna hækkar eftir flugslysið í Nepal

Tengdar fréttir

Að minnsta kosti 38 létust í flugslysi í Nepal
Að því er fram kemur í frétt Guardian voru 67 farþegar um borð og fjórir í áhöfn vélarinnar.

Flugvél brotlenti á flugvellinum í Katmandú
Vélin var á vegum flugfélagsins US-Bangla frá Bangladess