Fylkir mætir Fjölni í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir sigur á 10 mönnum KR í undanúrslitunum í Egilshöllinni í kvöld.
Andre Bjerregaard fékk rautt spjald snemma leiks fyrir að sparka í mótherja þegar þeir lágu báðir í grasinu. KR þurfti því að spila manni færri í rúman klukkutíma.
Þrátt fyrir það ríkti jafnræði með liðunum og þau gengu markalaus til leikhlés. Fylkismenn komust yfir á 76. mínútu með marki frá Orra Sveini Stefánssyni eftir hornspyrnu.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og unnu Fylkismenn sigur og mæta því Fjölni eins og áður segir í úrslitunum á mánudaginn.
Fylkir og Fjölnir spila til úrslita
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1
