Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 23:45 James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, hefur tjáð sig um minnisblaðið umdeilda. Vísir/Getty James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag.„Er þetta allt og sumt?“ spyr hann á Twitter. „Óheiðarlegt og afvegaleiðandi minnisblað sem eyðilagði njósnamálanefndina, rauf trúnað við njósnasamfélagið, skemmdi sambandið við FISA-dómstólinn og afhjúpaði leynilega rannsókn í þágu þjóðarinnar og til hvers?“Líkt og greint var frá í dag hefur njósnamálanefnd Bandaríkjaþings birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð FBI og dómsmálaráðuneytisins.That's it? Dishonest and misleading memo wrecked the House intel committee, destroyed trust with Intelligence Community, damaged relationship with FISA court, and inexcusably exposed classified investigation of an American citizen. For what? DOJ & FBI must keep doing their jobs.— James Comey (@Comey) February 2, 2018 Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi, ásamt fleirum, heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum fyrrverandi starfsmanni framboðs Donald Trump á vafasömum og pólitískum grundvelli. Viðbrögð helstu stjórnmálaskýrenda í Bandaríkjunum við efni minnisblaðsins virðast vera á þá leið að efni þess sé léttvægt og sanni lítið sem ekkert um að FBI né dómsmálaráðuneytið hafi verið á pólitískum veiðum með rannsókn á tengslum framboðs Trump hans við Rússland.Washington Post bendir á það að í minnisblaðinu sjálfu segi að upphaf rannsóknarinnar megi ekki rekja til rannsóknar á fyrrverandi starfsmanni Trump sem minnisblaðið snýst í meginatriðum. Í minnisblaðinu stendur að rekja megi rannsókn FBI til vegna upplýsinga sem það fékk um George Papadopoulos, sem starfaði fyrir framboð Trump og varð í október fyrsti einstaklingurinn til þess að játa sök í tengslum við sérstakri rannsókn á meintum tengslum framboðs Trump við Rússland.Demókratar hafa bent á að það eitt og sér sýni að rannsókn á hinum meintu tengslum hafi hafist jafn vel þó að starfsmenn FBI hefðu aldrei fengið aðgang að umdeildri skýrslu sem minnisblaðið fjallar að mestu leyti um. Í greiningu CNN á þýðingu minnisblaðsins segir að minnisblaðið sanni lítið sem ekki neitt nema sá sem lesi það sé sannfærður um að einhvers konar samsæri sé í gangi til þess að koma Donald Trump frá völdum. Í vikunni hefur það verið talið líklegt að Trump muni nota birtingu minnisblaðsins til þess að grafa undan Rússarannsókninni og mögulega nota minnisblaðið sem átyllu til að reka Rod Roseinstein, aðstoðardómsmálaráðherra og æðsta yfirmann rannsóknarinnar. Demókratar hafa varað Trump við að gera slíkt og segja að með því myndi hann skapa mestu stjórnarkreppu í Bandaríkjunum frá því að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lét reka sérstakan saksóknara sem rannsakaði Watergate-málið á áttunda áratug síðustu aldar. Donald Trump Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag.„Er þetta allt og sumt?“ spyr hann á Twitter. „Óheiðarlegt og afvegaleiðandi minnisblað sem eyðilagði njósnamálanefndina, rauf trúnað við njósnasamfélagið, skemmdi sambandið við FISA-dómstólinn og afhjúpaði leynilega rannsókn í þágu þjóðarinnar og til hvers?“Líkt og greint var frá í dag hefur njósnamálanefnd Bandaríkjaþings birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð FBI og dómsmálaráðuneytisins.That's it? Dishonest and misleading memo wrecked the House intel committee, destroyed trust with Intelligence Community, damaged relationship with FISA court, and inexcusably exposed classified investigation of an American citizen. For what? DOJ & FBI must keep doing their jobs.— James Comey (@Comey) February 2, 2018 Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi, ásamt fleirum, heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum fyrrverandi starfsmanni framboðs Donald Trump á vafasömum og pólitískum grundvelli. Viðbrögð helstu stjórnmálaskýrenda í Bandaríkjunum við efni minnisblaðsins virðast vera á þá leið að efni þess sé léttvægt og sanni lítið sem ekkert um að FBI né dómsmálaráðuneytið hafi verið á pólitískum veiðum með rannsókn á tengslum framboðs Trump hans við Rússland.Washington Post bendir á það að í minnisblaðinu sjálfu segi að upphaf rannsóknarinnar megi ekki rekja til rannsóknar á fyrrverandi starfsmanni Trump sem minnisblaðið snýst í meginatriðum. Í minnisblaðinu stendur að rekja megi rannsókn FBI til vegna upplýsinga sem það fékk um George Papadopoulos, sem starfaði fyrir framboð Trump og varð í október fyrsti einstaklingurinn til þess að játa sök í tengslum við sérstakri rannsókn á meintum tengslum framboðs Trump við Rússland.Demókratar hafa bent á að það eitt og sér sýni að rannsókn á hinum meintu tengslum hafi hafist jafn vel þó að starfsmenn FBI hefðu aldrei fengið aðgang að umdeildri skýrslu sem minnisblaðið fjallar að mestu leyti um. Í greiningu CNN á þýðingu minnisblaðsins segir að minnisblaðið sanni lítið sem ekki neitt nema sá sem lesi það sé sannfærður um að einhvers konar samsæri sé í gangi til þess að koma Donald Trump frá völdum. Í vikunni hefur það verið talið líklegt að Trump muni nota birtingu minnisblaðsins til þess að grafa undan Rússarannsókninni og mögulega nota minnisblaðið sem átyllu til að reka Rod Roseinstein, aðstoðardómsmálaráðherra og æðsta yfirmann rannsóknarinnar. Demókratar hafa varað Trump við að gera slíkt og segja að með því myndi hann skapa mestu stjórnarkreppu í Bandaríkjunum frá því að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lét reka sérstakan saksóknara sem rannsakaði Watergate-málið á áttunda áratug síðustu aldar.
Donald Trump Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent