Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. október 2017 06:00 Paul Manafort, ákærður fyrir samsæri gegn föðurlandinu. vísir/afp Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var í gær ákærður fyrir tólf glæpi. Um er að ræða samsæri gegn Bandaríkjunum, samsæri um peningaþvætti, óskráð starf fyrir erlenda aðila og falsaðar og misvísandi skýrslur um slík störf. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa í sjögang ekki skilað gögnum um erlenda bankareikninga. Rick Gates, fyrrverandi viðskiptafélagi Manaforts, er ákærður fyrir slíkt hið sama. Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins sem fer fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum síðasta árs og tengslum rússneskra yfirvalda við framboð Trumps, fór fram á ákæruna. Ákæran tengist starfi Manaforts og Gates fyrir Viktor Janúkóvits, fyrrverandi Úkraínuforseta, og störfum fyrir yfirvöld í Rússlandi. Kosningastjórinn hefur áður neitað því að hafa brotið lög í vinnu sinni fyrir Janúkóvits og hefur einnig neitað því að hafa hjálpað Rússum þar í landi við afskipti þeirra af bandarísku forsetakosningunum. Þá eru fjármál þeirra Gates og Manaforts einnig til umfjöllunar í ákærunni og kemur fram að Gates hafi aðstoðað Manafort við að þvo átján milljónir dala sem og að Manafort hafi sótt 75 milljónir dala í aflandsfélög. Rannsókn Muellers hefur að miklu leyti beinst að Manafort, að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá. Ákærurnar eru þær fyrstu sem tengjast Rússarannsókn Muellers en áður hafði Alríkislögreglan fengið heimild til að gera húsleit á heimili Manaforts í Virginíu. Voru þar skjöl sem tengjast fjármálum Manaforts gerð upptæk. Úkraínuár Manaforts eru til umfjöllunar í ítarlegri umfjöllun sem Bloomberg birti í gær. Þar kemur fram að árið 2013 hafi fyrrverandi þingmaðurinn Jim Slattery ferðast til landsins til að biðja Janúkóvits um að sleppa stjórnarandstæðingnum Júlíu Tímósjenkó úr fangelsi. Á bak við tjöldin hafi Manafort hins vegar unnið með Janúkóvits að því að verja afstöðu Úkraínuforseta. Þá greinir Bloomberg einnig frá því að Manafort hafi hagnast um milljónir dala á því að stuðla að því að Úkraínumenn tækju upp og framfylgdu stefnu sem þóknaðist yfirvöldum í Rússlandi. Hann hafi hjálpað Rússum við að koma manni á þeirra bandi til valda í Úkraínu. Enginn annar úr innsta hring framboðs Trump hefur hagnast nærri því jafn mikið á tengslum við Rússa og Manafort. Jason Maloni, talsmaður Manaforts, hefur áður neitað því að Manafort hafi hjálpað Rússum. Hann hafi alltaf einblínt á úkraínsk innanríkismál og í raun fært Úkraínu nær vestrinu og fjær Rússum. George Papadopolous, sem var utanríkismálaráðgjafi framboðs Trumps, var einnig ákærður en ákæran var birt í gær. Hefur hann játað að hafa sagt Alríkislögreglunni ósatt og með því framið meinsæri. Donald Trump tjáði sig um ákærurnar á Twitter í gær. „Afsakið, en þetta er margra ára gamalt mál frá því áður en Paul Manafort var hluti af Trump-framboðinu. Af hverju eru spillta Hillary og Demókratarnir ekki aðalmálið hérna?????“ tísti forsetinn. Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, nýtti tækifærið í gær og kallaði enn á ný eftir óháðri rannsóknarnefnd líkt og þeirri sem rannsakaði Watergate-hneyksli Nixon-stjórnarinnar. Sagði hún að þrátt fyrir árangur Muellers væri þörf á óháðri nefnd sem rannsakaði afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við Trump-framboðið. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Í beinni: Ráðgjafi framboðs Trump laug að FBI um samskipti við Rússa Fylgstu með stórtíðindum í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í beinni textalýsingu á Vísi. 30. október 2017 14:34 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var í gær ákærður fyrir tólf glæpi. Um er að ræða samsæri gegn Bandaríkjunum, samsæri um peningaþvætti, óskráð starf fyrir erlenda aðila og falsaðar og misvísandi skýrslur um slík störf. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa í sjögang ekki skilað gögnum um erlenda bankareikninga. Rick Gates, fyrrverandi viðskiptafélagi Manaforts, er ákærður fyrir slíkt hið sama. Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins sem fer fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum síðasta árs og tengslum rússneskra yfirvalda við framboð Trumps, fór fram á ákæruna. Ákæran tengist starfi Manaforts og Gates fyrir Viktor Janúkóvits, fyrrverandi Úkraínuforseta, og störfum fyrir yfirvöld í Rússlandi. Kosningastjórinn hefur áður neitað því að hafa brotið lög í vinnu sinni fyrir Janúkóvits og hefur einnig neitað því að hafa hjálpað Rússum þar í landi við afskipti þeirra af bandarísku forsetakosningunum. Þá eru fjármál þeirra Gates og Manaforts einnig til umfjöllunar í ákærunni og kemur fram að Gates hafi aðstoðað Manafort við að þvo átján milljónir dala sem og að Manafort hafi sótt 75 milljónir dala í aflandsfélög. Rannsókn Muellers hefur að miklu leyti beinst að Manafort, að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá. Ákærurnar eru þær fyrstu sem tengjast Rússarannsókn Muellers en áður hafði Alríkislögreglan fengið heimild til að gera húsleit á heimili Manaforts í Virginíu. Voru þar skjöl sem tengjast fjármálum Manaforts gerð upptæk. Úkraínuár Manaforts eru til umfjöllunar í ítarlegri umfjöllun sem Bloomberg birti í gær. Þar kemur fram að árið 2013 hafi fyrrverandi þingmaðurinn Jim Slattery ferðast til landsins til að biðja Janúkóvits um að sleppa stjórnarandstæðingnum Júlíu Tímósjenkó úr fangelsi. Á bak við tjöldin hafi Manafort hins vegar unnið með Janúkóvits að því að verja afstöðu Úkraínuforseta. Þá greinir Bloomberg einnig frá því að Manafort hafi hagnast um milljónir dala á því að stuðla að því að Úkraínumenn tækju upp og framfylgdu stefnu sem þóknaðist yfirvöldum í Rússlandi. Hann hafi hjálpað Rússum við að koma manni á þeirra bandi til valda í Úkraínu. Enginn annar úr innsta hring framboðs Trump hefur hagnast nærri því jafn mikið á tengslum við Rússa og Manafort. Jason Maloni, talsmaður Manaforts, hefur áður neitað því að Manafort hafi hjálpað Rússum. Hann hafi alltaf einblínt á úkraínsk innanríkismál og í raun fært Úkraínu nær vestrinu og fjær Rússum. George Papadopolous, sem var utanríkismálaráðgjafi framboðs Trumps, var einnig ákærður en ákæran var birt í gær. Hefur hann játað að hafa sagt Alríkislögreglunni ósatt og með því framið meinsæri. Donald Trump tjáði sig um ákærurnar á Twitter í gær. „Afsakið, en þetta er margra ára gamalt mál frá því áður en Paul Manafort var hluti af Trump-framboðinu. Af hverju eru spillta Hillary og Demókratarnir ekki aðalmálið hérna?????“ tísti forsetinn. Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, nýtti tækifærið í gær og kallaði enn á ný eftir óháðri rannsóknarnefnd líkt og þeirri sem rannsakaði Watergate-hneyksli Nixon-stjórnarinnar. Sagði hún að þrátt fyrir árangur Muellers væri þörf á óháðri nefnd sem rannsakaði afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við Trump-framboðið.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Í beinni: Ráðgjafi framboðs Trump laug að FBI um samskipti við Rússa Fylgstu með stórtíðindum í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í beinni textalýsingu á Vísi. 30. október 2017 14:34 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Í beinni: Ráðgjafi framboðs Trump laug að FBI um samskipti við Rússa Fylgstu með stórtíðindum í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í beinni textalýsingu á Vísi. 30. október 2017 14:34