Þúsundir fögnuðu á strætum Philadelphia | Myndir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2018 14:30 Stuðningsmenn fögnuðu í nótt. Vísir/Getty Þúsundir fögnuðu sigri Philadelphia Eagles í Super Bowl á strætum borgarinnar í gærkvöldi og langt fram eftir nóttu. Þetta var fyrsti sigur Eagles í Super Bowl í 52 ára sögu leiksins og fyrsti meistaratitill félagsins í NFL deildinni síðan 1960. Philadelphia er annáluð íþróttaborg en stærstu lið hennar hafa ekki notið mikillar velgengni síðustu árin. Þar til í nótt höfðu íþróttalið borgarinnar aðeins unnið einn titil í 35 ár - þegar Philadelphia Phillies vann MLB-meistaratitilinn í hafnabolta. Fagnaðarhöldin fóru að mestu vel fram að sögn lögregluyfirvalda í borginni. Stuðningsmenn komu saman og fögnuðu, sungu og grétu gleðitárum. Grænum flugeldum var skotið á loft og byggingar baðaðar í grænu ljósi. Lítið var um óspektir. Einum bíl var velt og nokkrum flöskum kastað. Þá var einn aðili handtekinn fyrir að reyna að klifra nakinn upp ljósastaur. Reyndar virðast margir í Philadelphia vera áhugasamir um að klifra ljósastaura þegar Eagles gengur vel. Fyrir tveimur vikum, er liðið tryggði sér Þjóðardeildartitilinn, brugðust yfirvöld við því með því að bera feiti á staurana en með takmörkuðum árangri. Í gær var gengið enn lengra og fundið nýtt efni til að bera á staurana. Lögreglan ákvað að bera vökvakerfisolíu [e. hydraulic fluid], sem stundum er kölluð glussi, með að því er virðist góðum árangri.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty NFL Tengdar fréttir Sjáðu óborganleg viðbrögð Kobe Bryant við sigri Eagles Kobe Bryant var límdur við skjáinn þegar hans menn í Philadelphia Eagles unnu sigur í Super Bowl í nótt. 5. febrúar 2018 14:00 Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
Þúsundir fögnuðu sigri Philadelphia Eagles í Super Bowl á strætum borgarinnar í gærkvöldi og langt fram eftir nóttu. Þetta var fyrsti sigur Eagles í Super Bowl í 52 ára sögu leiksins og fyrsti meistaratitill félagsins í NFL deildinni síðan 1960. Philadelphia er annáluð íþróttaborg en stærstu lið hennar hafa ekki notið mikillar velgengni síðustu árin. Þar til í nótt höfðu íþróttalið borgarinnar aðeins unnið einn titil í 35 ár - þegar Philadelphia Phillies vann MLB-meistaratitilinn í hafnabolta. Fagnaðarhöldin fóru að mestu vel fram að sögn lögregluyfirvalda í borginni. Stuðningsmenn komu saman og fögnuðu, sungu og grétu gleðitárum. Grænum flugeldum var skotið á loft og byggingar baðaðar í grænu ljósi. Lítið var um óspektir. Einum bíl var velt og nokkrum flöskum kastað. Þá var einn aðili handtekinn fyrir að reyna að klifra nakinn upp ljósastaur. Reyndar virðast margir í Philadelphia vera áhugasamir um að klifra ljósastaura þegar Eagles gengur vel. Fyrir tveimur vikum, er liðið tryggði sér Þjóðardeildartitilinn, brugðust yfirvöld við því með því að bera feiti á staurana en með takmörkuðum árangri. Í gær var gengið enn lengra og fundið nýtt efni til að bera á staurana. Lögreglan ákvað að bera vökvakerfisolíu [e. hydraulic fluid], sem stundum er kölluð glussi, með að því er virðist góðum árangri.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
NFL Tengdar fréttir Sjáðu óborganleg viðbrögð Kobe Bryant við sigri Eagles Kobe Bryant var límdur við skjáinn þegar hans menn í Philadelphia Eagles unnu sigur í Super Bowl í nótt. 5. febrúar 2018 14:00 Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
Sjáðu óborganleg viðbrögð Kobe Bryant við sigri Eagles Kobe Bryant var límdur við skjáinn þegar hans menn í Philadelphia Eagles unnu sigur í Super Bowl í nótt. 5. febrúar 2018 14:00
Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34