Borgarlína? Nei takk! Guðmundur Edgarsson skrifar 30. janúar 2018 07:00 Í umræðum undanfarna daga um almenningssamgöngur og borgarlínu er miður að enginn hafi varpað fram eftirfarandi lykilspurningu: Hvers vegna eru sveitarfélög að reka strætó? Er einhver ástæða fyrir því að ríki eða sveitarfélög reki strætó frekar en rútufyrirtæki, leigubíla eða flugfélög? Og hver er árangurinn? Hann er slíkur, að einungis brotabrot af fólki kýs að nota strætó að staðaldri og bullandi tap hefur verið á rekstri hans um áratuga skeið. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu hefur nefnilega ekki tekist betur til en svo, að í huga meginþorra fólks er strætó einhver stórtækasti tímaþjófur og óhentugasti fararskjóti nútímamannsins, sem um getur. Það blasir því við að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gefi rekstur strætó frá sér og leyfi markaðnum að spreyta sig, rétt eins og markaðnum hefur verið treyst fyrir ýmsum öðrum sviðum flutningsmiðlunar eða almenningssamgangna eins og skipaflutningum og flugsamgöngum. Varla er flóknara að reka leiðakerfi Strætó en flutningsnet Eimskipa eða áætlanakerfi Icelandair?Einkavæðum strætó En hvaða form er skilvirkast á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Úr því fæst ekki skorið nema með því losa Strætó undan klóm pólitíkusa og opna fyrir samkeppni á frjálsum markaði. Jafnframt á að lækka álögur á íbúana sem nemur taprekstrinum. Miðstýrðar lausnir á borð við Borgarlínu ber að forðast enda enginn til að bera ábyrgð ef ævintýrið gengur ekki upp. Þannig á að hleypa Uber inn á leigubílamarkaðinn og leyfa öllum þeim sem hafa tilskilin ökuréttindi að reka strætóþjónustu. Samhliða ætti að dreifa byggð og umferð víðar um höfuðborgarsvæðið enda nóg landrými til staðar. Sömuleiðis er kominn tími til að bíleigendur fái þær samgöngubætur sem þeir hafa margfalt borgað fyrir með þar til gerðum sköttum og gjöldum í gegnum árin. Verði þessi bragarbót ekki gerð, munu íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins sitja fastir í umferðarteppu um ókomin ár á meðan hálftómir strætisvagnar keyra um á einkaakreinum um borgina þvera og endilanga með tugmilljarða tapi á ári hverju.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Í umræðum undanfarna daga um almenningssamgöngur og borgarlínu er miður að enginn hafi varpað fram eftirfarandi lykilspurningu: Hvers vegna eru sveitarfélög að reka strætó? Er einhver ástæða fyrir því að ríki eða sveitarfélög reki strætó frekar en rútufyrirtæki, leigubíla eða flugfélög? Og hver er árangurinn? Hann er slíkur, að einungis brotabrot af fólki kýs að nota strætó að staðaldri og bullandi tap hefur verið á rekstri hans um áratuga skeið. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu hefur nefnilega ekki tekist betur til en svo, að í huga meginþorra fólks er strætó einhver stórtækasti tímaþjófur og óhentugasti fararskjóti nútímamannsins, sem um getur. Það blasir því við að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gefi rekstur strætó frá sér og leyfi markaðnum að spreyta sig, rétt eins og markaðnum hefur verið treyst fyrir ýmsum öðrum sviðum flutningsmiðlunar eða almenningssamgangna eins og skipaflutningum og flugsamgöngum. Varla er flóknara að reka leiðakerfi Strætó en flutningsnet Eimskipa eða áætlanakerfi Icelandair?Einkavæðum strætó En hvaða form er skilvirkast á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Úr því fæst ekki skorið nema með því losa Strætó undan klóm pólitíkusa og opna fyrir samkeppni á frjálsum markaði. Jafnframt á að lækka álögur á íbúana sem nemur taprekstrinum. Miðstýrðar lausnir á borð við Borgarlínu ber að forðast enda enginn til að bera ábyrgð ef ævintýrið gengur ekki upp. Þannig á að hleypa Uber inn á leigubílamarkaðinn og leyfa öllum þeim sem hafa tilskilin ökuréttindi að reka strætóþjónustu. Samhliða ætti að dreifa byggð og umferð víðar um höfuðborgarsvæðið enda nóg landrými til staðar. Sömuleiðis er kominn tími til að bíleigendur fái þær samgöngubætur sem þeir hafa margfalt borgað fyrir með þar til gerðum sköttum og gjöldum í gegnum árin. Verði þessi bragarbót ekki gerð, munu íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins sitja fastir í umferðarteppu um ókomin ár á meðan hálftómir strætisvagnar keyra um á einkaakreinum um borgina þvera og endilanga með tugmilljarða tapi á ári hverju.Höfundur er kennari.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar