Framúrskarandi og til fyrirmyndar Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. janúar 2018 07:00 Í dag klæðast konur svörtu til stuðnings #metoo og reyndar mun fleiri en konur, því síðustu daga hafa margir karlmenn haft samband við FKA og látið vita að þeir ætli sjálfir að taka þátt og klæðast svörtu. Ég geri því ráð fyrir að íslenska þjóðin sé meira og minna svartklædd í dag og vona að svo sé því #metoo byltingin þarf svo sannarlega á miklum stuðningi að halda. Dagurinn í dag er reyndar dagur fyrirmynda. Ekki aðeins erum við að draga fram fyrirmyndir með svörtum klæðnaði, heldur valdi FKA þennan dag vegna þess að síðdegis verða þrjár magnaðar konur heiðraðar á árlegri viðurkenningarhátíð félagsins sem haldin verður í Gamla Bíói. Hátíðina erum við að halda í nítjánda sinn en satt best að segja, hefur þörfin á því að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu sjaldan verið meira áríðandi en einmitt nú. Atvinnulífið stendur nefnilega frammi fyrir mörgum áskorunum og í þeim efnum þurfum við að treysta á okkar sterkustu fyrirmyndir, sem hið raunverulega afl til breytinga. Hér er ég reyndar ekki aðeins að tala um breytingar í kjölfar #metoo, heldur líka hið ósýnilega glerþak. Sem dæmi um hversu sterkt það stendur enn, má benda á fréttir fjölmiðla í síðustu viku. Þar kom fram að samkvæmt nýjum rannsóknum Capacent, eru 89 prósent af forstjórum stærstu fyrirtækja landins karlmenn og heilt yfir eru karlmenn 72 prósent allra framkvæmdastjóra. Þetta er sorgleg sóun á mannauði kvenna og greinilegt að ekki hefur það dugað til að í mörg ár hafa fleiri konur en karlmenn útskrifast úr háskólanámi. Reyndar er glerþakið svo sterkt, að ekki einu sinni lög Alþingis ráða við það. Kynjakvótalögin tóku til dæmis gildi fyrir tæpum fimm árum, en hafa þó ekki enn náð lögbundnu takmarki sínu. Það er af þessum ástæðum, sem og ákalli #metoo, sem FKA biðlar til sterkra leiðtoga um að stíga fram sem fyrirmyndir. Á endanum eru það alltaf fyrirmyndirnar sem draga vagninn og okkur í FKA því löngu orðið það ljóst, að án sterkra fyrirmynda gerist í rauninni ekki neitt. Ekki einu sinni þótt það sé bundið í lög. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag klæðast konur svörtu til stuðnings #metoo og reyndar mun fleiri en konur, því síðustu daga hafa margir karlmenn haft samband við FKA og látið vita að þeir ætli sjálfir að taka þátt og klæðast svörtu. Ég geri því ráð fyrir að íslenska þjóðin sé meira og minna svartklædd í dag og vona að svo sé því #metoo byltingin þarf svo sannarlega á miklum stuðningi að halda. Dagurinn í dag er reyndar dagur fyrirmynda. Ekki aðeins erum við að draga fram fyrirmyndir með svörtum klæðnaði, heldur valdi FKA þennan dag vegna þess að síðdegis verða þrjár magnaðar konur heiðraðar á árlegri viðurkenningarhátíð félagsins sem haldin verður í Gamla Bíói. Hátíðina erum við að halda í nítjánda sinn en satt best að segja, hefur þörfin á því að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu sjaldan verið meira áríðandi en einmitt nú. Atvinnulífið stendur nefnilega frammi fyrir mörgum áskorunum og í þeim efnum þurfum við að treysta á okkar sterkustu fyrirmyndir, sem hið raunverulega afl til breytinga. Hér er ég reyndar ekki aðeins að tala um breytingar í kjölfar #metoo, heldur líka hið ósýnilega glerþak. Sem dæmi um hversu sterkt það stendur enn, má benda á fréttir fjölmiðla í síðustu viku. Þar kom fram að samkvæmt nýjum rannsóknum Capacent, eru 89 prósent af forstjórum stærstu fyrirtækja landins karlmenn og heilt yfir eru karlmenn 72 prósent allra framkvæmdastjóra. Þetta er sorgleg sóun á mannauði kvenna og greinilegt að ekki hefur það dugað til að í mörg ár hafa fleiri konur en karlmenn útskrifast úr háskólanámi. Reyndar er glerþakið svo sterkt, að ekki einu sinni lög Alþingis ráða við það. Kynjakvótalögin tóku til dæmis gildi fyrir tæpum fimm árum, en hafa þó ekki enn náð lögbundnu takmarki sínu. Það er af þessum ástæðum, sem og ákalli #metoo, sem FKA biðlar til sterkra leiðtoga um að stíga fram sem fyrirmyndir. Á endanum eru það alltaf fyrirmyndirnar sem draga vagninn og okkur í FKA því löngu orðið það ljóst, að án sterkra fyrirmynda gerist í rauninni ekki neitt. Ekki einu sinni þótt það sé bundið í lög. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun