Þau eru svo eftirsótt Íslandsmið Gunnar Valur Sveinsson skrifar 31. janúar 2018 07:00 Umferð erlendra hópbifreiða með hópa á Íslandi er ekki ný af nálinni. Í gegnum tíðina hafa hópar ferðamanna komið til landsins með rútum, fyrst og fremst í gegnum Seyðisfjörð, ferðast um landið og farið svo til baka sömu leið. Undanfarin ár hefur borið á nýbreytni á þessu sviði þar sem hópbifreiðar skráðar innan ESB, á forræði erlendra fyrirtækja, hafa komið hingað til lands með erlenda bílstjóra og selt þjónustu sína erlendum fyrirtækjum sem sent hafa hópa hingað til lands. Sama hefur einnig átt við um erlendar ferðaskrifstofur sem hafa sent hingað erlent starfsfólk til að sinna leiðsögn erlendra hópa í samkeppni við innlenda leiðsögn sem ber virðisaukaskatt. Lögum um útselda starfsmenn hefur ekki verið hægt að beita þar sem þau eiga aðeins við ef kaupandi þjónustu er innlendur aðili en auk þess er hópbifreið ekki skilgreind sem starfsstöð. Þá hefur eftirlit með VSK-skyldu erlendra fyrirtækja ekki gengið sem skyldi, viðurlög hafa ekki verið nógu afgerandi og erlend fyrirtæki því vanvirt skráningu.Vaxandi umsvif Umfang erlendra ferðaþjónustufyrirtækja hefur magnast mikið undanfarin ár en segja má að samkeppnisstaða þeirra hafi batnað til muna þegar íslensk ferðaþjónusta var gerð VSK-skyld 1. janúar 2016. Erlendir aðilar sem ekki eru á VSK-skrá hér á landi leggja ekki VSK á sína sölu og eykur það framlegð þeirra og samkeppnisforskot. Ætla má að fjöldi erlendra hópbifreiða sem voru í starfsemi á Íslandi sumarið 2017 hafi verið um 30 talsins á móti 10 sumarið 2016. Einnig hefur erlendum ferðaskrifstofum með leiðsögumenn í skipulögðum ferðum verið að fjölga en þær skiptu tugum sumarið 2017. Ef ekkert verður að gert má gera ráð fyrir að umfangið vaxi mikið og samkeppnishæfni innlendra ferðaþjónustufyrirtækja versni. Sú erlenda starfsemi sem hér um ræðir greiðir ekki skatta og skyldur hér á landi og starfmenn eru á launum langt undir því sem kjarasamningar gera ráð fyrir. Norðurlönd hafa lengi tekist á við starfsemi erlendra hópbifreiða, sérstaklega frá láglaunalöndum í Austur-Evrópu. Sumarið 2017 var 371 af 736 hópbifreiðum, eða rúmur helmingur hópbifreiða á Kaupmannahafnarsvæðinu, rekin af erlendum óskráðum aðilum. Í því skyni að sporna við starfsemi erlendra aðila hafa dönsk hópbifreiðasamtök farið þess á leit við ESB og dönsk stjórnvöld að ákvæði um takmörkun á dagafjölda hópbifreiða í öðru landi en heimalandi verði í samræmi við það sem tíðkast í vöruflutningum í nýrri flutningatilskipun ESB. Norðmenn ákváðu fyrir skömmu að fara þá leið að takmarka dagafjölda sem erlendir aðilar gætu verið með starfsemi í landinu. Sú framkvæmd var ekki samþykkt af ESA og því fóru Norðmenn þá leið að setja skilyrði um lágmarkslaun. Eftirlit á þeim vettvangi er þó aðeins mögulegt gagnvart norskum lögaðilum sem kaupa þjónustu erlendra aðila.Bregðast þarf við Samtök ferðaþjónustunnar og aðilar vinnumarkaðarins hafa lengi bent stjórnvöldum á mikilvægi þess að lög og reglur um starfsemi erlendra aðila hér á landi séu skýr og að eftirlit geti átt sér stað á fyrri stigum. Einnig þurfa lög um réttindi á íslenskum vinnumarkaði að ná til allra sem hér starfa, líka hópbifreiða og leiðsögumanna. Þá hefur verið bent á að þeir erlendu aðilar sem starfa hér á landi þurfa að vera á VSK-skrá til að gæta jafnræðis við innlenda aðila. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld átti sig á þeim alvarleika sem vinnumarkaðurinn stendur frammi fyrir ef óskráðum erlendum aðilum er gefinn óheftur aðgangur að eftirsóttum Íslandsmiðum á ferðaþjónustumarkaði. Bregðast þarf við með skýrum og ótvíræðum aðgerðum. Höfundur er verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Umferð erlendra hópbifreiða með hópa á Íslandi er ekki ný af nálinni. Í gegnum tíðina hafa hópar ferðamanna komið til landsins með rútum, fyrst og fremst í gegnum Seyðisfjörð, ferðast um landið og farið svo til baka sömu leið. Undanfarin ár hefur borið á nýbreytni á þessu sviði þar sem hópbifreiðar skráðar innan ESB, á forræði erlendra fyrirtækja, hafa komið hingað til lands með erlenda bílstjóra og selt þjónustu sína erlendum fyrirtækjum sem sent hafa hópa hingað til lands. Sama hefur einnig átt við um erlendar ferðaskrifstofur sem hafa sent hingað erlent starfsfólk til að sinna leiðsögn erlendra hópa í samkeppni við innlenda leiðsögn sem ber virðisaukaskatt. Lögum um útselda starfsmenn hefur ekki verið hægt að beita þar sem þau eiga aðeins við ef kaupandi þjónustu er innlendur aðili en auk þess er hópbifreið ekki skilgreind sem starfsstöð. Þá hefur eftirlit með VSK-skyldu erlendra fyrirtækja ekki gengið sem skyldi, viðurlög hafa ekki verið nógu afgerandi og erlend fyrirtæki því vanvirt skráningu.Vaxandi umsvif Umfang erlendra ferðaþjónustufyrirtækja hefur magnast mikið undanfarin ár en segja má að samkeppnisstaða þeirra hafi batnað til muna þegar íslensk ferðaþjónusta var gerð VSK-skyld 1. janúar 2016. Erlendir aðilar sem ekki eru á VSK-skrá hér á landi leggja ekki VSK á sína sölu og eykur það framlegð þeirra og samkeppnisforskot. Ætla má að fjöldi erlendra hópbifreiða sem voru í starfsemi á Íslandi sumarið 2017 hafi verið um 30 talsins á móti 10 sumarið 2016. Einnig hefur erlendum ferðaskrifstofum með leiðsögumenn í skipulögðum ferðum verið að fjölga en þær skiptu tugum sumarið 2017. Ef ekkert verður að gert má gera ráð fyrir að umfangið vaxi mikið og samkeppnishæfni innlendra ferðaþjónustufyrirtækja versni. Sú erlenda starfsemi sem hér um ræðir greiðir ekki skatta og skyldur hér á landi og starfmenn eru á launum langt undir því sem kjarasamningar gera ráð fyrir. Norðurlönd hafa lengi tekist á við starfsemi erlendra hópbifreiða, sérstaklega frá láglaunalöndum í Austur-Evrópu. Sumarið 2017 var 371 af 736 hópbifreiðum, eða rúmur helmingur hópbifreiða á Kaupmannahafnarsvæðinu, rekin af erlendum óskráðum aðilum. Í því skyni að sporna við starfsemi erlendra aðila hafa dönsk hópbifreiðasamtök farið þess á leit við ESB og dönsk stjórnvöld að ákvæði um takmörkun á dagafjölda hópbifreiða í öðru landi en heimalandi verði í samræmi við það sem tíðkast í vöruflutningum í nýrri flutningatilskipun ESB. Norðmenn ákváðu fyrir skömmu að fara þá leið að takmarka dagafjölda sem erlendir aðilar gætu verið með starfsemi í landinu. Sú framkvæmd var ekki samþykkt af ESA og því fóru Norðmenn þá leið að setja skilyrði um lágmarkslaun. Eftirlit á þeim vettvangi er þó aðeins mögulegt gagnvart norskum lögaðilum sem kaupa þjónustu erlendra aðila.Bregðast þarf við Samtök ferðaþjónustunnar og aðilar vinnumarkaðarins hafa lengi bent stjórnvöldum á mikilvægi þess að lög og reglur um starfsemi erlendra aðila hér á landi séu skýr og að eftirlit geti átt sér stað á fyrri stigum. Einnig þurfa lög um réttindi á íslenskum vinnumarkaði að ná til allra sem hér starfa, líka hópbifreiða og leiðsögumanna. Þá hefur verið bent á að þeir erlendu aðilar sem starfa hér á landi þurfa að vera á VSK-skrá til að gæta jafnræðis við innlenda aðila. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld átti sig á þeim alvarleika sem vinnumarkaðurinn stendur frammi fyrir ef óskráðum erlendum aðilum er gefinn óheftur aðgangur að eftirsóttum Íslandsmiðum á ferðaþjónustumarkaði. Bregðast þarf við með skýrum og ótvíræðum aðgerðum. Höfundur er verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun