#Mjólkurskatturinn Vigdís Fríða skrifar 22. janúar 2018 09:00 Mjólkurvörur hafa hækkað minna í verði en aðrar neysluvörur á landinu í yfir 14 ár. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar (2015) hefur neysla mjólkur og skyrs þó dregist saman síðan árið 2004. Á hinn bóginn selst jurtamjólk á íslenskum markaði sem aldrei fyrr. Það má meðal annars sjá á auknu vöruúrvali á jurtamjólk sem og hversu oft hún virðist seljast upp. Sífellt fleiri átta sig á að neysla manna á kúamjólk er með öllu óþörf, fólk er meðvitaðara um eigið mjólkuróþol og rannsóknir sýna fram á allskyns kvilla sem vísindamenn rekja til mjólkurneyslu. Mjólkurskatturinn á sér langa sögu. Tilgangur mjólkurskattsins í upphafi var ef til vill öllum ljós, en nú er öldin önnur. Hér áður fyrr var kúamjólkin að vissu leyti lífsnauðsynleg, enda var vöruframboð í þá daga ekkert sambærilegt við það sem við þekkjum í dag. Í dag getur fólk farið út í búð og keypt vörur frá öllum heimshornum. Þetta er eitthvað sem ber að skoða. Hverjir græða og hverjir tapa á kúamjólkurskatti? Þau okkar sem hafa sagt skilið við kúamjólkina borga meira fyrir hvern lítra af jurtamjólk en borga þó skatta inn í kerfi sem eyðir gífurlegum fjármunum í að halda kúamjólkurverði lágu. Þar að auki fer stór hluti af mjókurskattinum í að halda uppi framleiðslunni og skilar sér ekki til baka til neytenda. Þörf er á endurskoðun kerfisins. Er það almenn þekking að kostnaður neytenda og skattgreiðenda er á bilinu 1,5 til 4 milljarðar á ári? Það er umfram ávinning þeirra sem njóta góðs af stuðningskerfinu. Gerum ráð fyrir því að beinn kostnaður neytenda sé þarna á milli, rúmlega 2,75 milljarðar. Gerum að sama skapi ráð fyrir því að mannfjöldinn hér á landi sé 336 þúsund. Það gerir um 8.200 krónur á hvern landsmann árlega í stuðning við kerfi sem ekki allir landsmenn kæra sig um að styðja. Þá má spyrja sig að því hvaða tilgangi ríkið þjónar. Að mínu mati á ríkið að snúast um almannahagsmuni, hagsmuni þjóðar og hagsmuni þeirra sem standa höllum fæti. Í upphafi þjónaði mjólkurskatturinn almannahagsmunum en hann gerir það ekki lengur. Mikilvægt er að gæta að sjálfbærni og fæðuöryggi, en það tvennt hefur verið með helstu rökum þess að flytja enga kúamjólk inn. Innflutningur myndi þó spara ríkinu ófáa auranna. Það er ýmislegt hægt að gera við 1.5 til 4 milljarða á ári. Styðjum við nýsköpum á sviði jurtamjólkur, öðlumst sjálfbærni og verndum byggð með nýjum leiðum. Tækifærin eru hér og nú. Áfram gakk.Málþingið „Mjólkurskatturinn – á ríkið að niðurgreiða mjólkurvörur?“ er haldið að Hallveigarstöðum, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 20.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mjólkurvörur hafa hækkað minna í verði en aðrar neysluvörur á landinu í yfir 14 ár. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar (2015) hefur neysla mjólkur og skyrs þó dregist saman síðan árið 2004. Á hinn bóginn selst jurtamjólk á íslenskum markaði sem aldrei fyrr. Það má meðal annars sjá á auknu vöruúrvali á jurtamjólk sem og hversu oft hún virðist seljast upp. Sífellt fleiri átta sig á að neysla manna á kúamjólk er með öllu óþörf, fólk er meðvitaðara um eigið mjólkuróþol og rannsóknir sýna fram á allskyns kvilla sem vísindamenn rekja til mjólkurneyslu. Mjólkurskatturinn á sér langa sögu. Tilgangur mjólkurskattsins í upphafi var ef til vill öllum ljós, en nú er öldin önnur. Hér áður fyrr var kúamjólkin að vissu leyti lífsnauðsynleg, enda var vöruframboð í þá daga ekkert sambærilegt við það sem við þekkjum í dag. Í dag getur fólk farið út í búð og keypt vörur frá öllum heimshornum. Þetta er eitthvað sem ber að skoða. Hverjir græða og hverjir tapa á kúamjólkurskatti? Þau okkar sem hafa sagt skilið við kúamjólkina borga meira fyrir hvern lítra af jurtamjólk en borga þó skatta inn í kerfi sem eyðir gífurlegum fjármunum í að halda kúamjólkurverði lágu. Þar að auki fer stór hluti af mjókurskattinum í að halda uppi framleiðslunni og skilar sér ekki til baka til neytenda. Þörf er á endurskoðun kerfisins. Er það almenn þekking að kostnaður neytenda og skattgreiðenda er á bilinu 1,5 til 4 milljarðar á ári? Það er umfram ávinning þeirra sem njóta góðs af stuðningskerfinu. Gerum ráð fyrir því að beinn kostnaður neytenda sé þarna á milli, rúmlega 2,75 milljarðar. Gerum að sama skapi ráð fyrir því að mannfjöldinn hér á landi sé 336 þúsund. Það gerir um 8.200 krónur á hvern landsmann árlega í stuðning við kerfi sem ekki allir landsmenn kæra sig um að styðja. Þá má spyrja sig að því hvaða tilgangi ríkið þjónar. Að mínu mati á ríkið að snúast um almannahagsmuni, hagsmuni þjóðar og hagsmuni þeirra sem standa höllum fæti. Í upphafi þjónaði mjólkurskatturinn almannahagsmunum en hann gerir það ekki lengur. Mikilvægt er að gæta að sjálfbærni og fæðuöryggi, en það tvennt hefur verið með helstu rökum þess að flytja enga kúamjólk inn. Innflutningur myndi þó spara ríkinu ófáa auranna. Það er ýmislegt hægt að gera við 1.5 til 4 milljarða á ári. Styðjum við nýsköpum á sviði jurtamjólkur, öðlumst sjálfbærni og verndum byggð með nýjum leiðum. Tækifærin eru hér og nú. Áfram gakk.Málþingið „Mjólkurskatturinn – á ríkið að niðurgreiða mjólkurvörur?“ er haldið að Hallveigarstöðum, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 20.00.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun