#Mjólkurskatturinn Vigdís Fríða skrifar 22. janúar 2018 09:00 Mjólkurvörur hafa hækkað minna í verði en aðrar neysluvörur á landinu í yfir 14 ár. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar (2015) hefur neysla mjólkur og skyrs þó dregist saman síðan árið 2004. Á hinn bóginn selst jurtamjólk á íslenskum markaði sem aldrei fyrr. Það má meðal annars sjá á auknu vöruúrvali á jurtamjólk sem og hversu oft hún virðist seljast upp. Sífellt fleiri átta sig á að neysla manna á kúamjólk er með öllu óþörf, fólk er meðvitaðara um eigið mjólkuróþol og rannsóknir sýna fram á allskyns kvilla sem vísindamenn rekja til mjólkurneyslu. Mjólkurskatturinn á sér langa sögu. Tilgangur mjólkurskattsins í upphafi var ef til vill öllum ljós, en nú er öldin önnur. Hér áður fyrr var kúamjólkin að vissu leyti lífsnauðsynleg, enda var vöruframboð í þá daga ekkert sambærilegt við það sem við þekkjum í dag. Í dag getur fólk farið út í búð og keypt vörur frá öllum heimshornum. Þetta er eitthvað sem ber að skoða. Hverjir græða og hverjir tapa á kúamjólkurskatti? Þau okkar sem hafa sagt skilið við kúamjólkina borga meira fyrir hvern lítra af jurtamjólk en borga þó skatta inn í kerfi sem eyðir gífurlegum fjármunum í að halda kúamjólkurverði lágu. Þar að auki fer stór hluti af mjókurskattinum í að halda uppi framleiðslunni og skilar sér ekki til baka til neytenda. Þörf er á endurskoðun kerfisins. Er það almenn þekking að kostnaður neytenda og skattgreiðenda er á bilinu 1,5 til 4 milljarðar á ári? Það er umfram ávinning þeirra sem njóta góðs af stuðningskerfinu. Gerum ráð fyrir því að beinn kostnaður neytenda sé þarna á milli, rúmlega 2,75 milljarðar. Gerum að sama skapi ráð fyrir því að mannfjöldinn hér á landi sé 336 þúsund. Það gerir um 8.200 krónur á hvern landsmann árlega í stuðning við kerfi sem ekki allir landsmenn kæra sig um að styðja. Þá má spyrja sig að því hvaða tilgangi ríkið þjónar. Að mínu mati á ríkið að snúast um almannahagsmuni, hagsmuni þjóðar og hagsmuni þeirra sem standa höllum fæti. Í upphafi þjónaði mjólkurskatturinn almannahagsmunum en hann gerir það ekki lengur. Mikilvægt er að gæta að sjálfbærni og fæðuöryggi, en það tvennt hefur verið með helstu rökum þess að flytja enga kúamjólk inn. Innflutningur myndi þó spara ríkinu ófáa auranna. Það er ýmislegt hægt að gera við 1.5 til 4 milljarða á ári. Styðjum við nýsköpum á sviði jurtamjólkur, öðlumst sjálfbærni og verndum byggð með nýjum leiðum. Tækifærin eru hér og nú. Áfram gakk.Málþingið „Mjólkurskatturinn – á ríkið að niðurgreiða mjólkurvörur?“ er haldið að Hallveigarstöðum, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 20.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mjólkurvörur hafa hækkað minna í verði en aðrar neysluvörur á landinu í yfir 14 ár. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar (2015) hefur neysla mjólkur og skyrs þó dregist saman síðan árið 2004. Á hinn bóginn selst jurtamjólk á íslenskum markaði sem aldrei fyrr. Það má meðal annars sjá á auknu vöruúrvali á jurtamjólk sem og hversu oft hún virðist seljast upp. Sífellt fleiri átta sig á að neysla manna á kúamjólk er með öllu óþörf, fólk er meðvitaðara um eigið mjólkuróþol og rannsóknir sýna fram á allskyns kvilla sem vísindamenn rekja til mjólkurneyslu. Mjólkurskatturinn á sér langa sögu. Tilgangur mjólkurskattsins í upphafi var ef til vill öllum ljós, en nú er öldin önnur. Hér áður fyrr var kúamjólkin að vissu leyti lífsnauðsynleg, enda var vöruframboð í þá daga ekkert sambærilegt við það sem við þekkjum í dag. Í dag getur fólk farið út í búð og keypt vörur frá öllum heimshornum. Þetta er eitthvað sem ber að skoða. Hverjir græða og hverjir tapa á kúamjólkurskatti? Þau okkar sem hafa sagt skilið við kúamjólkina borga meira fyrir hvern lítra af jurtamjólk en borga þó skatta inn í kerfi sem eyðir gífurlegum fjármunum í að halda kúamjólkurverði lágu. Þar að auki fer stór hluti af mjókurskattinum í að halda uppi framleiðslunni og skilar sér ekki til baka til neytenda. Þörf er á endurskoðun kerfisins. Er það almenn þekking að kostnaður neytenda og skattgreiðenda er á bilinu 1,5 til 4 milljarðar á ári? Það er umfram ávinning þeirra sem njóta góðs af stuðningskerfinu. Gerum ráð fyrir því að beinn kostnaður neytenda sé þarna á milli, rúmlega 2,75 milljarðar. Gerum að sama skapi ráð fyrir því að mannfjöldinn hér á landi sé 336 þúsund. Það gerir um 8.200 krónur á hvern landsmann árlega í stuðning við kerfi sem ekki allir landsmenn kæra sig um að styðja. Þá má spyrja sig að því hvaða tilgangi ríkið þjónar. Að mínu mati á ríkið að snúast um almannahagsmuni, hagsmuni þjóðar og hagsmuni þeirra sem standa höllum fæti. Í upphafi þjónaði mjólkurskatturinn almannahagsmunum en hann gerir það ekki lengur. Mikilvægt er að gæta að sjálfbærni og fæðuöryggi, en það tvennt hefur verið með helstu rökum þess að flytja enga kúamjólk inn. Innflutningur myndi þó spara ríkinu ófáa auranna. Það er ýmislegt hægt að gera við 1.5 til 4 milljarða á ári. Styðjum við nýsköpum á sviði jurtamjólkur, öðlumst sjálfbærni og verndum byggð með nýjum leiðum. Tækifærin eru hér og nú. Áfram gakk.Málþingið „Mjólkurskatturinn – á ríkið að niðurgreiða mjólkurvörur?“ er haldið að Hallveigarstöðum, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 20.00.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun