New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2018 08:23 Tom Brady fagnar sigri í nótt. Vísir/Getty Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Víkingana. Nú mætast því ríkjandi NFL-meistarar og liðið sem hefur ekki unnið NFL-titilinn síðan 1960 eða í 58 ár. New England Patriots og Philadelphia Eagles mættust í Super Bowl fyrir þrettán árum og þá fögnuðu Patriots sigri.New England Patriots vann 24-20 sigur á Jacksonville Jaguars í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Leikstjórnandinn Tom Brady mætti til leiks með tólf sauma á kasthendinni og lið hans New England Patriots var tíu stigum undir í fjórða leikhlutanum. Brady kann hinsvegar þá lista best allra að koma til baka í lokaleikhlutanum og kastaði fyrir tveimur snertimörkum á úrslitastundu. Báðar enduðu sendingar Brady hjá útherjanum Danny Amendola. Tom Brady hefur þegar unnið fimm meistaratitla á glæsilegum ferli en á nú möguleika á þeim sjötta þegar hann mættir í Super Bowl leikinn í áttunda sinn.Það var mun minni spenna í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar þar sem Philadelphia Eagles vann 38-7 sigur á Minnesota Vikings. Eagles-liðið missti leikstjórnanda sinn Carson Wentz í krossbandaslit undir lok tímabilsins en varamaður hans, Nick Foles, átti stórleik í nótt. Nick Foles átti þrjár snertimarkssendingar og 26 af 33 sendingum hans heppnuðust. Hann kastaði alls 353 jarda og leiddi sitt lið til sigurs en Eagles-liðið skoraði 38 síðustu stig leiksins. Minnesota Vikings komst í 7-0 í fyrstu sókn sinni en Philadelphia Eagles jafnaði eftir að varnarmaðurinn Patrick Robinson stal sendingu og fór alla leið upp og skoraði. Minnesota Vikings liðið átti möguleika á því að vera fyrsta liðið til að spila Super Bowl leik á heimavelli sínum en það kom fljótlega í ljós að Víkingarnir höfðu tekið út alla heppnina sína um síðustu helgi. Heimamenn í Philadelphia Eagles voru komnir í 21-7 fyrir hálfleik og litu aldrei til baka eftir það. Super Bowl leikurinn fer fram sunnudaginn 4. febrúar á U.S. Bank leikvanginum í Minneapolis. NFL Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira
Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Víkingana. Nú mætast því ríkjandi NFL-meistarar og liðið sem hefur ekki unnið NFL-titilinn síðan 1960 eða í 58 ár. New England Patriots og Philadelphia Eagles mættust í Super Bowl fyrir þrettán árum og þá fögnuðu Patriots sigri.New England Patriots vann 24-20 sigur á Jacksonville Jaguars í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Leikstjórnandinn Tom Brady mætti til leiks með tólf sauma á kasthendinni og lið hans New England Patriots var tíu stigum undir í fjórða leikhlutanum. Brady kann hinsvegar þá lista best allra að koma til baka í lokaleikhlutanum og kastaði fyrir tveimur snertimörkum á úrslitastundu. Báðar enduðu sendingar Brady hjá útherjanum Danny Amendola. Tom Brady hefur þegar unnið fimm meistaratitla á glæsilegum ferli en á nú möguleika á þeim sjötta þegar hann mættir í Super Bowl leikinn í áttunda sinn.Það var mun minni spenna í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar þar sem Philadelphia Eagles vann 38-7 sigur á Minnesota Vikings. Eagles-liðið missti leikstjórnanda sinn Carson Wentz í krossbandaslit undir lok tímabilsins en varamaður hans, Nick Foles, átti stórleik í nótt. Nick Foles átti þrjár snertimarkssendingar og 26 af 33 sendingum hans heppnuðust. Hann kastaði alls 353 jarda og leiddi sitt lið til sigurs en Eagles-liðið skoraði 38 síðustu stig leiksins. Minnesota Vikings komst í 7-0 í fyrstu sókn sinni en Philadelphia Eagles jafnaði eftir að varnarmaðurinn Patrick Robinson stal sendingu og fór alla leið upp og skoraði. Minnesota Vikings liðið átti möguleika á því að vera fyrsta liðið til að spila Super Bowl leik á heimavelli sínum en það kom fljótlega í ljós að Víkingarnir höfðu tekið út alla heppnina sína um síðustu helgi. Heimamenn í Philadelphia Eagles voru komnir í 21-7 fyrir hálfleik og litu aldrei til baka eftir það. Super Bowl leikurinn fer fram sunnudaginn 4. febrúar á U.S. Bank leikvanginum í Minneapolis.
NFL Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira