Trump ætlaði að reka Mueller Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. janúar 2018 07:53 Donald Trump telur Robert Mueller vanhæfan til að sinna rannsókninni meðal annars vegna málsóknar gegn Jared Kushner, sem sést hér forsetanum á vinstri hönd. VÍSIR/AFP Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. Ekkert varð þó af uppsögninni vegna þess að lögmenn og ráðgjafar forsetans hótuðu að segja sjálfir upp störfum ef af yrði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun New York Times en þar er haft eftir forsetaráðgjafanum Donald McGahn að brottrekstur Muellers hefði verið „stórslys“ fyrir embættið. Mikið skrið virðist vera komið á rannsókn Muellers á meintri aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs árið 2016 en fjölmargir háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið yfirheyrðir á síðustu vikum vegna rannsóknarinnar.Sjá einnig: Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á RússatengslumRobert Mueller rannsakar tengsl Rússa við forsetann og ráðgjafa hans.VÍSIR/GETTYMeðal þess sem rannsóknarnefnd Muellers kannar er hvort forsetinn og ráðgjafar hans hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar James Comey, fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar, var rekinn á síðasta ári. Robert Mueller fékk veður af því að forsetinn vildi láta reka sig einhvern tímann á síðustu mánuðum ef marka má umfjöllun NY Times. Um svipað leyti og orðrómurinn um að Mueller væri að undirbúa málsókn gegn forsetanum sagði Donald Trump að þrennt kæmi í veg fyrir það að sérstaki rannsakandinn gæti talist hlutlaus í rannsókn sinni. Að mati Trumps gera eftirfarandi þættir Mueller vanhæfan til að halda rannsókninni áfram: - Að Mueller hafi árið 2011 sagt upp áskrift sinni að golfklúbbi Trumps í Virginu-ríki vegna deilna um greiðslu félagsgjalds. - Að Mueller gæti ekki verið hlutlaus því hann hafi starfað fyrir lögfræðistofu sem rak mál gegn tengdasyni forsetans. - Að Mueller hafi verið boðið að taka við embætti stjórnanda FBI daginn áður en hann var skipaður sérstakur rannsakandi. Hvíta húsið hefur ekki brugðist við frétt New York Times sem byggir á fjórum nafnlausum heimildum. Washington Post birti skömmu síðar eigin frétt um málið sem byggði á ummælum tveggja einstaklinga sem þekkja til uppsagnaráhuga forsetans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. Ekkert varð þó af uppsögninni vegna þess að lögmenn og ráðgjafar forsetans hótuðu að segja sjálfir upp störfum ef af yrði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun New York Times en þar er haft eftir forsetaráðgjafanum Donald McGahn að brottrekstur Muellers hefði verið „stórslys“ fyrir embættið. Mikið skrið virðist vera komið á rannsókn Muellers á meintri aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs árið 2016 en fjölmargir háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið yfirheyrðir á síðustu vikum vegna rannsóknarinnar.Sjá einnig: Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á RússatengslumRobert Mueller rannsakar tengsl Rússa við forsetann og ráðgjafa hans.VÍSIR/GETTYMeðal þess sem rannsóknarnefnd Muellers kannar er hvort forsetinn og ráðgjafar hans hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar James Comey, fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar, var rekinn á síðasta ári. Robert Mueller fékk veður af því að forsetinn vildi láta reka sig einhvern tímann á síðustu mánuðum ef marka má umfjöllun NY Times. Um svipað leyti og orðrómurinn um að Mueller væri að undirbúa málsókn gegn forsetanum sagði Donald Trump að þrennt kæmi í veg fyrir það að sérstaki rannsakandinn gæti talist hlutlaus í rannsókn sinni. Að mati Trumps gera eftirfarandi þættir Mueller vanhæfan til að halda rannsókninni áfram: - Að Mueller hafi árið 2011 sagt upp áskrift sinni að golfklúbbi Trumps í Virginu-ríki vegna deilna um greiðslu félagsgjalds. - Að Mueller gæti ekki verið hlutlaus því hann hafi starfað fyrir lögfræðistofu sem rak mál gegn tengdasyni forsetans. - Að Mueller hafi verið boðið að taka við embætti stjórnanda FBI daginn áður en hann var skipaður sérstakur rannsakandi. Hvíta húsið hefur ekki brugðist við frétt New York Times sem byggir á fjórum nafnlausum heimildum. Washington Post birti skömmu síðar eigin frétt um málið sem byggði á ummælum tveggja einstaklinga sem þekkja til uppsagnaráhuga forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00