Drew Brees mætti hinsvegar ekki eins síns liðs í leikinn því með í för voru þrír synir hans og það er óhætt að segja að þeir hafi stolið senunni.
Þetta voru þeir Bowen (9 ára), Baylen (7 ára) og Callen (5 ára) og það var vissulega mikið ævintýri fyrir þá að mæta með pabba á svona leik.
Einhverjir voru að kvarta yfir því hversu mjúkum tökum leikmennirnir tóku hvern annan í leiknum sjálfum en það var ekki hægt að segja það sama um strákana hans Drew Brees.
Strákarnir létu hvern annan finna vel fyrir því allan leikinn og þá skipti engu máli þótt að þeir væru í miðju sjónvarpsviðtali eins og sést hér fyrir neðan.
Baylen Brees doing a sideline interview while his brothers get a head start on the #RoyalRumble pic.twitter.com/M4GSd69ptw
— New Orleans Saints (@Saints) January 28, 2018
Drew Brees húðskammaði einn strákinn sinn fyrir að fara inn á völlinn og það í beinni sjónvarpsútsendingu. Hann hótaði að henda honum upp í stúku.
Strákarnir voru hinsvegar hvergi nærri hættir að slást eins og sést hér fyrir neðan.
Drew Brees' kids are the real MVPs. pic.twitter.com/ln1pXzA0uZ
— NFL on ESPN (@ESPNNFL) January 28, 2018
Það var því ekkert skrýtið að Drew Brees hafi fengið spurningar út í strákana sína eftir leikinn en hér fyrir neðan má sjá fleiri dæmi um af hverju strákarnir hans Drew Brees slógu í gegn í gær.
The Brees boys
and @Cantguardmike#ProBowl#Saintspic.twitter.com/IyDAIilfhm
— New Orleans Saints (@Saints) January 28, 2018
Brees boys steal the show at the #ProBowl https://t.co/GL2Sifsjy6 by @JohnDeShazier #Saintspic.twitter.com/X6dD4KdtP6
— New Orleans Saints (@Saints) January 29, 2018
Drew Brees on his boys “WWE activities” on the sideline #ProBowlpic.twitter.com/aL6S2tJAPi
— New Orleans Saints (@Saints) January 28, 2018
#ProBowl Halftime update! (Via @drewbrees) #Saintspic.twitter.com/LaoCuqdtKa
— New Orleans Saints (@Saints) January 28, 2018
Drew Brees' kids went at it on the sideline and then they got a talking to from Dad pic.twitter.com/PSylkNIeTB
— SB Nation (@SBNation) January 28, 2018