Hvers vegna styðjum við íslenskan landbúnað? Margrét Gísladóttir skrifar 29. janúar 2018 13:21 Í nýliðinni viku var málþing á vegum grænmetisæta á Íslandi þar sem velt var upp þeirri spurningu hvers vegna neytendur væru að greiða „mjólkurskatt” en þar var átt við greiðslur úr ríkissjóði til kúabænda í mjólkurframleiðslu. Var daðrað við þá hugmynd að afnema greiðslur til kúabænda á þeim grundvelli að neyslumynstur fólks sé að breytast og ríkissjóður eigi ekki að styðja við framleiðslu á vöru sem ekki allir eru að neyta. Einnig komu upp hugmyndir um hvort skattgreiðendur gætu valið í hvað skattarnir þeirra fara í og þá gæti fólk til dæmis valið að styðja við grænmetisrækt í stað mjólkurframleiðslu og þar eftir götum. Þetta er um margt áhugavert sjónarmið sem er sjálfsagt að ræða. Á síðasta ári seldust mjólkurvörur unnar úr 145 milljón lítrum af mjólk hér á landi. Neyslan hefur aukist ár frá ári þó hún sveiflist á milli vöruflokka. Við neytum minni drykkjarmjólkur en höfum stóraukið neyslu okkar á smjöri og ostum svo dæmi sé tekið. Það er því erfitt að halda því fram að neysla mjólkurvara hafi tekið stórkostlegum breytingum. Í dag erum við með verðlagsnefnd sem ákveður verð til bænda og heildsöluverð ýmissa mjólkurvara. Sem dæmi eru smjör og drykkjarmjólk seld töluvert undir framleiðslukostnaðarverði og því ódýrari fyrir neytendur en ella. Vissulega kjósa ekki allir að neyta mjólkurvara en það á við um margt annað sem stutt er af stjórnvöldum, þjónustu eða iðnað, og er efni í sérstaka umræðu um hlutverk og forgangsröðun ríkissjóðs. Kúabú fyrst og fremst fjölskyldubú Flest lönd í heiminum styðja á einn eða annan hátt við innlendan landbúnað, meðal annars til að styðja við skynsamlega landnýtingu og fæðuöryggi. Það má segja að –þegar öllu er á botninn hvolft- sé það pólitísk ákvörðun hvort stundaður sé landbúnaður á Íslandi. Ef stuðningsgreiðslna nyti ekki við í einhverri mynd myndi samþjöppun óumflýjanlega eiga sér stað og kúabú í dreifðari byggðum myndu fyrst leggja upp laupana. Hvert bú þyrfti að halda mun fleiri gripi til að skila hagnaði, en í dag er meðalbúið að Íslandi með 47 kýr og miðast að mestu leyti við fjölskyldubú þar sem fjölskyldan á og rekur búið fremur en um sé að ræða eigendur og starfsmenn (til samanburðar er meðalkúabú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum með 1.241 kýr). Hér er margt undir svo sem landnýting og byggð í dreifðari sveitum, fjölbreytileiki í atvinnulífi, ásýnd dreifbýlis og eðli landbúnaðar sem við viljum að stundaður sé í landinu. Ef við værum einungis að hugsa um krónur og aura þá er það svo að við gætum raunverulega flutt inn allar mjólkurvörur sem neytt er hérlendis. Þá þyrftu engin kúabú að vera á Íslandi. Það myndi líklega skila sér í lægra verði fyrir neytendur, fyrst um sinn. En er það samfélagsgerð sem við viljum? Þess má geta að innfluttar mjólkurvörur hafa einnig hlotið opinberan stuðning í sínu upprunalandi. Varðandi upplýsingar til neytenda þá er hægt að sjá uppruna vörunnar í dag en lyfjanotkun, aðstaða dýra, starfsumhverfi og launakjör bænda er annað mál. Þverpólitísk samstaða um stuðning við íslenskan landbúnað Íslensk nautgriparækt hefur sérstöðu á mörgum sviðum. Helst ber að nefna okkar séríslenska kúakyn, eina minnstu notkun sýklalyfja í heiminum, lög um útigöngu gripa, eitt hæsta hlutfall heims af kúm í lausagöngufjósum og hrifning erlendra ferðamanna af fjölskyldubúunum sem einkenna greinina. Núverandi rekstarumhverfi greinarinnar er sífellt í endurskoðun og meðal annars á endurskoðunarnefnd búvörusamninga að skila af sér skýrslu í lok þessa árs um hvað má betur fara í núverandi búvörusamningum. Ekkert er yfir gagnrýni hafið en ljóst er að flestir stjórnmálamenn eru þó sammála um að styðja eigi við íslenskan landbúnað á einn eða annan hátt, sem er vel. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Í nýliðinni viku var málþing á vegum grænmetisæta á Íslandi þar sem velt var upp þeirri spurningu hvers vegna neytendur væru að greiða „mjólkurskatt” en þar var átt við greiðslur úr ríkissjóði til kúabænda í mjólkurframleiðslu. Var daðrað við þá hugmynd að afnema greiðslur til kúabænda á þeim grundvelli að neyslumynstur fólks sé að breytast og ríkissjóður eigi ekki að styðja við framleiðslu á vöru sem ekki allir eru að neyta. Einnig komu upp hugmyndir um hvort skattgreiðendur gætu valið í hvað skattarnir þeirra fara í og þá gæti fólk til dæmis valið að styðja við grænmetisrækt í stað mjólkurframleiðslu og þar eftir götum. Þetta er um margt áhugavert sjónarmið sem er sjálfsagt að ræða. Á síðasta ári seldust mjólkurvörur unnar úr 145 milljón lítrum af mjólk hér á landi. Neyslan hefur aukist ár frá ári þó hún sveiflist á milli vöruflokka. Við neytum minni drykkjarmjólkur en höfum stóraukið neyslu okkar á smjöri og ostum svo dæmi sé tekið. Það er því erfitt að halda því fram að neysla mjólkurvara hafi tekið stórkostlegum breytingum. Í dag erum við með verðlagsnefnd sem ákveður verð til bænda og heildsöluverð ýmissa mjólkurvara. Sem dæmi eru smjör og drykkjarmjólk seld töluvert undir framleiðslukostnaðarverði og því ódýrari fyrir neytendur en ella. Vissulega kjósa ekki allir að neyta mjólkurvara en það á við um margt annað sem stutt er af stjórnvöldum, þjónustu eða iðnað, og er efni í sérstaka umræðu um hlutverk og forgangsröðun ríkissjóðs. Kúabú fyrst og fremst fjölskyldubú Flest lönd í heiminum styðja á einn eða annan hátt við innlendan landbúnað, meðal annars til að styðja við skynsamlega landnýtingu og fæðuöryggi. Það má segja að –þegar öllu er á botninn hvolft- sé það pólitísk ákvörðun hvort stundaður sé landbúnaður á Íslandi. Ef stuðningsgreiðslna nyti ekki við í einhverri mynd myndi samþjöppun óumflýjanlega eiga sér stað og kúabú í dreifðari byggðum myndu fyrst leggja upp laupana. Hvert bú þyrfti að halda mun fleiri gripi til að skila hagnaði, en í dag er meðalbúið að Íslandi með 47 kýr og miðast að mestu leyti við fjölskyldubú þar sem fjölskyldan á og rekur búið fremur en um sé að ræða eigendur og starfsmenn (til samanburðar er meðalkúabú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum með 1.241 kýr). Hér er margt undir svo sem landnýting og byggð í dreifðari sveitum, fjölbreytileiki í atvinnulífi, ásýnd dreifbýlis og eðli landbúnaðar sem við viljum að stundaður sé í landinu. Ef við værum einungis að hugsa um krónur og aura þá er það svo að við gætum raunverulega flutt inn allar mjólkurvörur sem neytt er hérlendis. Þá þyrftu engin kúabú að vera á Íslandi. Það myndi líklega skila sér í lægra verði fyrir neytendur, fyrst um sinn. En er það samfélagsgerð sem við viljum? Þess má geta að innfluttar mjólkurvörur hafa einnig hlotið opinberan stuðning í sínu upprunalandi. Varðandi upplýsingar til neytenda þá er hægt að sjá uppruna vörunnar í dag en lyfjanotkun, aðstaða dýra, starfsumhverfi og launakjör bænda er annað mál. Þverpólitísk samstaða um stuðning við íslenskan landbúnað Íslensk nautgriparækt hefur sérstöðu á mörgum sviðum. Helst ber að nefna okkar séríslenska kúakyn, eina minnstu notkun sýklalyfja í heiminum, lög um útigöngu gripa, eitt hæsta hlutfall heims af kúm í lausagöngufjósum og hrifning erlendra ferðamanna af fjölskyldubúunum sem einkenna greinina. Núverandi rekstarumhverfi greinarinnar er sífellt í endurskoðun og meðal annars á endurskoðunarnefnd búvörusamninga að skila af sér skýrslu í lok þessa árs um hvað má betur fara í núverandi búvörusamningum. Ekkert er yfir gagnrýni hafið en ljóst er að flestir stjórnmálamenn eru þó sammála um að styðja eigi við íslenskan landbúnað á einn eða annan hátt, sem er vel. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar