Farage opinn fyrir því að greiða atkvæði um Brexit á ný Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. janúar 2018 07:00 Evrópuþingmaðurinn Farage var reffilegur þegar hann fundaði með framkvæmdastjórn ESB á mánudag. Hann kveðst nú opinn fyrir þeirri hugmynd að boðað verði til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit-málið. Nordicphotos/AFP Nigel Farage, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagðist í gær opinn fyrir því að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, færi fram. Í viðtali við Channel 5 sagði Farage að það væri góð leið til þess að fá andstæðinga Brexit til að „hætta að kvarta og kveina“ og að ný atkvæðagreiðsla myndi „drepa“ andstöðuhreyfinguna. Farage var einn helsti baráttumaðurinn fyrir Brexit og hefur jafnframt gagnrýnt Evrópusambandið ítrekað. Vinna hans og annarra baráttumanna skilaði sér í óvæntum sigri í júní 2016 þegar 51,9 prósent kjósenda greiddu atkvæði með því að ganga út úr ESB. Allar götur síðan hafa Bretar verið klofnir í afstöðu sinni. Krafan um nýja atkvæðagreiðslu hefur ítrekað heyrst og sumir, til að mynda Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins, hafa hvatt til þess að útgönguferlið yrði stöðvað. Þá hefur einnig verið deilt um hvernig brotthvarfinu sé háttað og er ýmist talað um „hard“ eða „soft“ Brexit í því samhengi. Í hinu harða Brexit er fólgið algjört brotthvarf úr hinum sameiginlega innri markaði Evrópusambandsins sem og úr tollabandalagi þess. Fengju Bretar því fulla stjórn á eigin landamærum og þyrftu að gera sína eigin fríverslunarsamninga. Þeir sem aðhyllast mjúkt Brexit myndu hins vegar vilja að samband Breta og Evrópusambandsins yrði eins náið og hægt er eftir brotthvarfið. Til að mynda með áframhaldandi aðild að hinum sameiginlega innri markaði. Þetta framtíðarsamband er helsta viðfangsefnið sem samninganefndir Breta og ESB ræða nú á öðru stigi aðskilnaðarviðræðna. Á fyrsta stiginu var einkum rætt um réttindi Breta búsettra í ESB-ríkjum og öfugt, landamæragæslu á milli Írlands og Norður-Írlands og aðskilnaðargreiðslur Breta til ESB. Forsætisráðuneytið í Downing-stræti tíu hefur hins vegar verið afar skýrt. Ekki verður gengið til nýrrar atkvæðagreiðslu. Undir það taka fyrrverandi samherjar Farage hjá UKIP. „Nei, nei, nei! Ný atkvæðagreiðsla þýðir móralskan sigur andlýðræðissinna á borð við Blair, Clegg og Adonis. Þeir myndu aldrei gefast upp og myndu jafnvel krefjast þriðju, fjórðu eða fimmtu atkvæðagreiðslunnar,“ sagði Peter Whittle, borgarfulltrúi UKIP í Lundúnum, sem vitnaði auk Blairs til þeirra Nicks Clegg, fyrrverandi formanns Frjálslyndra demókrata, og Andrews Adonis baróns, fyrrverandi þingmanns Verkamannaflokksins. Gerard Batten, Evrópuþingmaður fyrir hönd UKIP, sagði enga þörf á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. „Vitaskuld myndu aðskilnaðarsinnar fá meirihluta aftur. En það eitt að ræða um þessa hugmynd hjálpar samninganefnd Evrópusambandsins. Brexit núna!“ Andstæðingar Farage tóku öllu betur í þessa nýju skoðun. „Trúlega hefur Farage, í fyrsta skipti á ævinni, eitthvað til síns máls,“ sagði Chuka Umunna, þingmaður Verkamannaflokksins, og bætti við: „Í lýðræði líkt og okkar eiga Bretar rétt á því að halda hug sínum opnum í þessum málum.“ Í yfirlýsingu frá Frjálslyndum demókrötum sagði að flokkurinn myndi áfram berjast gegn Brexit. „Farage ætti ekki að vera svona sigurviss. Fólk er nú meðvitaðra um kostnaðinn af Brexit og lygar aðskilnaðarsinna.“ Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Nigel Farage, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagðist í gær opinn fyrir því að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, færi fram. Í viðtali við Channel 5 sagði Farage að það væri góð leið til þess að fá andstæðinga Brexit til að „hætta að kvarta og kveina“ og að ný atkvæðagreiðsla myndi „drepa“ andstöðuhreyfinguna. Farage var einn helsti baráttumaðurinn fyrir Brexit og hefur jafnframt gagnrýnt Evrópusambandið ítrekað. Vinna hans og annarra baráttumanna skilaði sér í óvæntum sigri í júní 2016 þegar 51,9 prósent kjósenda greiddu atkvæði með því að ganga út úr ESB. Allar götur síðan hafa Bretar verið klofnir í afstöðu sinni. Krafan um nýja atkvæðagreiðslu hefur ítrekað heyrst og sumir, til að mynda Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins, hafa hvatt til þess að útgönguferlið yrði stöðvað. Þá hefur einnig verið deilt um hvernig brotthvarfinu sé háttað og er ýmist talað um „hard“ eða „soft“ Brexit í því samhengi. Í hinu harða Brexit er fólgið algjört brotthvarf úr hinum sameiginlega innri markaði Evrópusambandsins sem og úr tollabandalagi þess. Fengju Bretar því fulla stjórn á eigin landamærum og þyrftu að gera sína eigin fríverslunarsamninga. Þeir sem aðhyllast mjúkt Brexit myndu hins vegar vilja að samband Breta og Evrópusambandsins yrði eins náið og hægt er eftir brotthvarfið. Til að mynda með áframhaldandi aðild að hinum sameiginlega innri markaði. Þetta framtíðarsamband er helsta viðfangsefnið sem samninganefndir Breta og ESB ræða nú á öðru stigi aðskilnaðarviðræðna. Á fyrsta stiginu var einkum rætt um réttindi Breta búsettra í ESB-ríkjum og öfugt, landamæragæslu á milli Írlands og Norður-Írlands og aðskilnaðargreiðslur Breta til ESB. Forsætisráðuneytið í Downing-stræti tíu hefur hins vegar verið afar skýrt. Ekki verður gengið til nýrrar atkvæðagreiðslu. Undir það taka fyrrverandi samherjar Farage hjá UKIP. „Nei, nei, nei! Ný atkvæðagreiðsla þýðir móralskan sigur andlýðræðissinna á borð við Blair, Clegg og Adonis. Þeir myndu aldrei gefast upp og myndu jafnvel krefjast þriðju, fjórðu eða fimmtu atkvæðagreiðslunnar,“ sagði Peter Whittle, borgarfulltrúi UKIP í Lundúnum, sem vitnaði auk Blairs til þeirra Nicks Clegg, fyrrverandi formanns Frjálslyndra demókrata, og Andrews Adonis baróns, fyrrverandi þingmanns Verkamannaflokksins. Gerard Batten, Evrópuþingmaður fyrir hönd UKIP, sagði enga þörf á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. „Vitaskuld myndu aðskilnaðarsinnar fá meirihluta aftur. En það eitt að ræða um þessa hugmynd hjálpar samninganefnd Evrópusambandsins. Brexit núna!“ Andstæðingar Farage tóku öllu betur í þessa nýju skoðun. „Trúlega hefur Farage, í fyrsta skipti á ævinni, eitthvað til síns máls,“ sagði Chuka Umunna, þingmaður Verkamannaflokksins, og bætti við: „Í lýðræði líkt og okkar eiga Bretar rétt á því að halda hug sínum opnum í þessum málum.“ Í yfirlýsingu frá Frjálslyndum demókrötum sagði að flokkurinn myndi áfram berjast gegn Brexit. „Farage ætti ekki að vera svona sigurviss. Fólk er nú meðvitaðra um kostnaðinn af Brexit og lygar aðskilnaðarsinna.“
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira