Yfirburðasigur meistara Patriots Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2018 04:51 Tom Brady þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í kvöld. Vísir/Getty New England Patriots er komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni sjöunda árið í röð eftir yfirburðasigur á Tennessee Titans á heimavelli í kvöld, 35-14. Gestirnir frá Nashville komust reyndar yfir í leiknum þegar Marcus Mariota gaf frábæra sendingu á Corey Davis sem þurfti að grípa boltann með einni hendi. Vörn Tennessee hafði þar að auki staðið sig vel gegn Tom Brady og sóknarliði Patriots og haldið honum í skefjum í fyrstu sóknum heimamanna. En það átti eftir að breytast snögglega í öðrum leikhluta. Sóknarvél Patriots fór þá að malla og náði James White að skora tvö snertimörk með stuttu millibili. Chris Hogan bætti því þriðja við áður en fyrri hálfleik lauk. Sigurinn var formsatriði fyrir Patriots eftir þetta og síðari hálfleikurinn var alger einstefna af hálfu heimamanna. Brandon Bolden og Rob Gronkowski bættu við snertimörkum áður en Davis skoraði sárabótarmark fyrir Titans - hans annað í leiknum. Brady spilaði frábærlega í leiknum og var með samtals 337 sendingajarda og þrjú snertimörk. Hann kastaði mikið í leiknum - alls 53 sendingar. Mariota var með 254 jarda og tvö snertimörk. En mestu munaði um að hlaupaleikurinn var slakur hjá Titans og Derrick Henry skilaði aðeins 28 jördum í tólf tilraunum. Vörn Patriots náði þar með að slá hættulegasta sóknarvopn úr höndum Mariota. Jack Conklin, hægri tæklarinn í sóknarlínu Titans, fór meiddur af velli snemma leiks og sneri ekki aftur. Gestirnir máttu ekki við því og var sóknarlínan aðeins skugginn af sjálfum sér en Mariota var felldur alls átta sinnum í leiknum. Patriots mætir annað hvort Pittsburgh Steelers eða Jacksonville Jaguars í úrslitaleiknum en þau eigast við klukkan 18.05 á morgun, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NFL Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
New England Patriots er komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni sjöunda árið í röð eftir yfirburðasigur á Tennessee Titans á heimavelli í kvöld, 35-14. Gestirnir frá Nashville komust reyndar yfir í leiknum þegar Marcus Mariota gaf frábæra sendingu á Corey Davis sem þurfti að grípa boltann með einni hendi. Vörn Tennessee hafði þar að auki staðið sig vel gegn Tom Brady og sóknarliði Patriots og haldið honum í skefjum í fyrstu sóknum heimamanna. En það átti eftir að breytast snögglega í öðrum leikhluta. Sóknarvél Patriots fór þá að malla og náði James White að skora tvö snertimörk með stuttu millibili. Chris Hogan bætti því þriðja við áður en fyrri hálfleik lauk. Sigurinn var formsatriði fyrir Patriots eftir þetta og síðari hálfleikurinn var alger einstefna af hálfu heimamanna. Brandon Bolden og Rob Gronkowski bættu við snertimörkum áður en Davis skoraði sárabótarmark fyrir Titans - hans annað í leiknum. Brady spilaði frábærlega í leiknum og var með samtals 337 sendingajarda og þrjú snertimörk. Hann kastaði mikið í leiknum - alls 53 sendingar. Mariota var með 254 jarda og tvö snertimörk. En mestu munaði um að hlaupaleikurinn var slakur hjá Titans og Derrick Henry skilaði aðeins 28 jördum í tólf tilraunum. Vörn Patriots náði þar með að slá hættulegasta sóknarvopn úr höndum Mariota. Jack Conklin, hægri tæklarinn í sóknarlínu Titans, fór meiddur af velli snemma leiks og sneri ekki aftur. Gestirnir máttu ekki við því og var sóknarlínan aðeins skugginn af sjálfum sér en Mariota var felldur alls átta sinnum í leiknum. Patriots mætir annað hvort Pittsburgh Steelers eða Jacksonville Jaguars í úrslitaleiknum en þau eigast við klukkan 18.05 á morgun, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NFL Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira