Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina Stefán Benediktsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Í umræðu verður mönnum, einnig mér, oft á að bera saman tilfinningar, kröfur og staðreyndir. Tölum um umferð. Bílar menga og geta valdið skaða. Það er staðreynd. Hjól menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, staðreynd. Gangandi fólk eða fjölskyldur á heimilum sínum menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, líka staðreynd. Bílar menga með eitruðum útblæstri og sliti dekkja og gatna, staðreynd. Bílar menga enn meira ef ekið er á negldum dekkjum. Önnur staðreynd. Bílar menga mest þegar þeim er ekið hratt, en minna ef þeim er ekið hægt, líka staðreynd. Alvarlegustu umferðarslys tengjast líka miklum hraða. Því minni hraði þeim mun færri alvarleg slys. Allt eru þetta ómótmælanlegar staðreyndir. Bílar auka lífsgæði ökumanna og farþega (nema í slysum), það er staðreynd, en þeir draga úr lífsgæðum íbúa og vegfarenda við umferðargötur aðallega með hávaða, ryk- og eiturefnamengun. Mælanleg staðreynd. Það er enginn Reykvíkingur í stríði gegn bílum, bílaeign er mikil og einkabílar eru mörgum afar nauðsynlegir, en alls ekki öllum. Barátta hjólandi og gangandi og Hlíðabúa snýst ekki um löngun til að mega ógna lífi og heilsu annarra, heldur að öll umferð virði jafnan rétt allra borgarbúa til lífsgæða. Það er auðmjúk krafa. Hjólreiðafólk, fótgangendur og íbúar t.d. í Hlíðunum vilja bara jafnan rétt í umferðinni ekki misrétti. Íbúar og vegfarendur við Miklubraut þurfa hvorki skýrslur, né fullyrðingar sjálfskipaðra sérfræðinga, til að átta sig á að minni ökuhraði og bílar án nagladekkja myndu auka lífsgæði við þessa fjölförnustu götu bæjarins. Sú vissa er tilfinningalegt mat margra en byggir á reynslu sem hægt er að staðreyna. Minni hávaði, minni ryk- og eiturefnamengun og minni slysahætta eru lífsgæði sem borgaryfirvöld og Vegagerð skulda íbúum við Miklubraut og í Hlíðahverfinu öllu, með um hálfrar aldar vöxtum. Það fyrra er krafa en það seinna tilfinningaleg væmni. Þessum lífsgæðum má ná með því að draga úr umferðarhraða, það er óbifanleg staðreynd. Það kostar ekki heilsu ökumanna að leggja fyrr af stað í vinnuna til að bæta upp lengdan ferðatíma, en of mikill hávaði og of mikil mengun daginn út og daginn inn kostar heilbrigði íbúa við fjölfarnar götur, það er ömurleg staðreynd. Auðvitað hafa allir rétt til að aka um Miklubrautina, augljós staðreynd, en íbúar Hlíðanna eiga líka rétt á betri lífsgæðum. Það er réttlætanleg krafa. Ef þið akið hægar getum við og börnin andað léttar. Það vekur tilfinningu um lífsgæði. Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina eru allt sem þarf til að sanna að það er afbragðs tilfinning. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stefán Benediktsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu verður mönnum, einnig mér, oft á að bera saman tilfinningar, kröfur og staðreyndir. Tölum um umferð. Bílar menga og geta valdið skaða. Það er staðreynd. Hjól menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, staðreynd. Gangandi fólk eða fjölskyldur á heimilum sínum menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, líka staðreynd. Bílar menga með eitruðum útblæstri og sliti dekkja og gatna, staðreynd. Bílar menga enn meira ef ekið er á negldum dekkjum. Önnur staðreynd. Bílar menga mest þegar þeim er ekið hratt, en minna ef þeim er ekið hægt, líka staðreynd. Alvarlegustu umferðarslys tengjast líka miklum hraða. Því minni hraði þeim mun færri alvarleg slys. Allt eru þetta ómótmælanlegar staðreyndir. Bílar auka lífsgæði ökumanna og farþega (nema í slysum), það er staðreynd, en þeir draga úr lífsgæðum íbúa og vegfarenda við umferðargötur aðallega með hávaða, ryk- og eiturefnamengun. Mælanleg staðreynd. Það er enginn Reykvíkingur í stríði gegn bílum, bílaeign er mikil og einkabílar eru mörgum afar nauðsynlegir, en alls ekki öllum. Barátta hjólandi og gangandi og Hlíðabúa snýst ekki um löngun til að mega ógna lífi og heilsu annarra, heldur að öll umferð virði jafnan rétt allra borgarbúa til lífsgæða. Það er auðmjúk krafa. Hjólreiðafólk, fótgangendur og íbúar t.d. í Hlíðunum vilja bara jafnan rétt í umferðinni ekki misrétti. Íbúar og vegfarendur við Miklubraut þurfa hvorki skýrslur, né fullyrðingar sjálfskipaðra sérfræðinga, til að átta sig á að minni ökuhraði og bílar án nagladekkja myndu auka lífsgæði við þessa fjölförnustu götu bæjarins. Sú vissa er tilfinningalegt mat margra en byggir á reynslu sem hægt er að staðreyna. Minni hávaði, minni ryk- og eiturefnamengun og minni slysahætta eru lífsgæði sem borgaryfirvöld og Vegagerð skulda íbúum við Miklubraut og í Hlíðahverfinu öllu, með um hálfrar aldar vöxtum. Það fyrra er krafa en það seinna tilfinningaleg væmni. Þessum lífsgæðum má ná með því að draga úr umferðarhraða, það er óbifanleg staðreynd. Það kostar ekki heilsu ökumanna að leggja fyrr af stað í vinnuna til að bæta upp lengdan ferðatíma, en of mikill hávaði og of mikil mengun daginn út og daginn inn kostar heilbrigði íbúa við fjölfarnar götur, það er ömurleg staðreynd. Auðvitað hafa allir rétt til að aka um Miklubrautina, augljós staðreynd, en íbúar Hlíðanna eiga líka rétt á betri lífsgæðum. Það er réttlætanleg krafa. Ef þið akið hægar getum við og börnin andað léttar. Það vekur tilfinningu um lífsgæði. Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina eru allt sem þarf til að sanna að það er afbragðs tilfinning. Höfundur er Reykvíkingur.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun