Einkaþjálfari Brady settur út í kuldann af Belichick Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 11:30 Alex Guerrero og Tom Brady ræða saman eftir einn af fjölmörgum sigurleikjum Patriots. Vísir/Getty Svo virðist sem að Alex Guerrero sé kominn út í skammarkrókinn hjá Bill Belichick, þjálfara New England Patriots. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Guerrero er einkaþjálfari leikstjórnandans Tom Brady, sigursælasta leikmanns NFL-deildarinnar frá upphafi og langmikilvægasta leikmanns liðsins undanfarin fimmtán ár. Guerrero hefur verið með skrifstofu nærri búningsklefa Patriots, aðgang að hliðarlínunni á leikdögum og fær að ferðast með leikmönnum í flugvél félagsins. Hann hefur ekki aðeins sinnt Brady heldur fleiri leikmönnum Patriots í gegnum tíðina. Samkvæmt frétt Boston Globe fær Guerrero ekki lengur að sinna leikmönnum á skrifstofu sinni og þá hefur aðgengi hans að hliðarlínunni og flugvél félagsins verið afturkallað. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta nema að Alex er og hefur verið stór hluti af því sem ég geri. Ég er ekki aðeins þakklátur fyrir að eiga hann að sem vin heldur einnig allt það sem við höfum gert saman í gegnum árin,“ sagði Brady sem bætti því við að það væri Guerrero að stóru leyti að þakka að hann væri enn að spila 40 ára gamall. Brady hefur áður sagt frá samstarfi sínu við Guerrero og þakkaði snilli hans fyrir góðan bata eftir að hann sleit krossband í hné árið 2008. Sjá einnig: Ótrúlegur endir þegar Patriots vann toppslaginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa áður fjallað um að aðkoma Guerrero að Brady og liði Patriots hefur valdið núningi innan félagsins, ekki síst í læknateymi þess. Óhefðbundnar aðferðir hans stangist á við aðferðir sem læknar félagsins vilja fremur notast við. Belichick hafi hins vegar hingað til ekki viljað gera neitt í málinu vegna stöðu og mikilvægi Brady innan liðsins en nú virðist það breytt. Ekki er tilgreind ástæða þess að Guerrero nýtur ekki sömu hlunninda nú og áður. Patriots er nú eins og svo oft áður í lykilstöðu í Ameríkudeildinni í NFL-deildinni. Liðið, sem er ríkjandi meistari, er búið að vinna sinn riðil og er í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Haldi Patriots efsta sætinu verður liðið með heimavallarrétt alla úrslitakeppnina, fram að Super Bowl þann 4. febrúar. NFL Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Svo virðist sem að Alex Guerrero sé kominn út í skammarkrókinn hjá Bill Belichick, þjálfara New England Patriots. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Guerrero er einkaþjálfari leikstjórnandans Tom Brady, sigursælasta leikmanns NFL-deildarinnar frá upphafi og langmikilvægasta leikmanns liðsins undanfarin fimmtán ár. Guerrero hefur verið með skrifstofu nærri búningsklefa Patriots, aðgang að hliðarlínunni á leikdögum og fær að ferðast með leikmönnum í flugvél félagsins. Hann hefur ekki aðeins sinnt Brady heldur fleiri leikmönnum Patriots í gegnum tíðina. Samkvæmt frétt Boston Globe fær Guerrero ekki lengur að sinna leikmönnum á skrifstofu sinni og þá hefur aðgengi hans að hliðarlínunni og flugvél félagsins verið afturkallað. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta nema að Alex er og hefur verið stór hluti af því sem ég geri. Ég er ekki aðeins þakklátur fyrir að eiga hann að sem vin heldur einnig allt það sem við höfum gert saman í gegnum árin,“ sagði Brady sem bætti því við að það væri Guerrero að stóru leyti að þakka að hann væri enn að spila 40 ára gamall. Brady hefur áður sagt frá samstarfi sínu við Guerrero og þakkaði snilli hans fyrir góðan bata eftir að hann sleit krossband í hné árið 2008. Sjá einnig: Ótrúlegur endir þegar Patriots vann toppslaginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa áður fjallað um að aðkoma Guerrero að Brady og liði Patriots hefur valdið núningi innan félagsins, ekki síst í læknateymi þess. Óhefðbundnar aðferðir hans stangist á við aðferðir sem læknar félagsins vilja fremur notast við. Belichick hafi hins vegar hingað til ekki viljað gera neitt í málinu vegna stöðu og mikilvægi Brady innan liðsins en nú virðist það breytt. Ekki er tilgreind ástæða þess að Guerrero nýtur ekki sömu hlunninda nú og áður. Patriots er nú eins og svo oft áður í lykilstöðu í Ameríkudeildinni í NFL-deildinni. Liðið, sem er ríkjandi meistari, er búið að vinna sinn riðil og er í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Haldi Patriots efsta sætinu verður liðið með heimavallarrétt alla úrslitakeppnina, fram að Super Bowl þann 4. febrúar.
NFL Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti