Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Baldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2017 06:00 Svifryksmengun á fyrstu tímum þessa árs fór 29 falt yfir heilsuverndarmörk. vísir/ernir „Það er erfitt að anda, það er besta lýsingin. Maður finnur fyrir þyngslum og vanlíðan,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, hlaupakona og formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, um óþægindin sem mengun af völdum flugelda getur valdið þeim sem glíma við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma. Íslendingar munu á sunnudag skjóta upp flugeldum, líkt og hefð er fyrir. Í fyrra voru fyrir áramótin flutt inn ríflega 660 tonn af flugeldum en tonnin verða sennilega ekki færri í ár. Þorri flugeldanna er sprengdur upp á fáeinum klukkustundum þegar áramótin ganga í garð. Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm.Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir að astmasjúklingar haldi sig innandyra.vísir/daníelÚtlit er fyrir að austangola verði á höfuðborgarsvæðinu um áramótin, að sögn Teits Arasonar veðurfræðings. Hann segir að líklega verði vindur um fjórir til fimm metrar á sekúndu og útlitið sé því betra en um síðustu áramót, þegar var dúnalogn. Hann segir að nýársdagur verði kaldur og vindur hægur. Ágætis veður til brennuhalda og flugeldaskota. „Þetta getur eiginlega ekki verið betra,“ segir hann. Annars staðar á landinu verður vindur ef til vill meiri en að sögn Teits er hvergi útlit fyrir meira en 10 metra á sekúndu. Útlit sé fyrir úrkomulaust veður að mestu leyti þó kastað geti éljum norðan- og austanlands. „En ekkert sem truflar áramótagleðina.“ Fríða Rún segir að mengunin komi illa við þá sem viðkvæmir eru. Þannig segist hún ekki geta tekið þátt í gamlárshlaupi ÍR. „Manni finnst maður ekki fá nóg súrefni, jafnvel þó maður sé, sem íþróttamaður, með góð lungu.“ Fríða Rún veltir fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að skjóta öllum flugeldunum upp í einu og nefnir að þeir verði hvort eð er hálf ósýnilegir í mesta reyknum. „Við viljum helst hafa rok,“ segir hún um viðhorf meðlima Astma- og ofnæmisfélagsins til flugeldaskothríðarinnar. Hún ber að þeir kvarti lítið til félagsins vegna mengunar en telur að flestir haldi sig inni á meðan hún er sem mest. „Fólk fylgist með mengunartölum,“ segir hún og bætir við að mengun á nýársdag geti verið mikil. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum, sagði við RÚV í vikunni að pappírsgrímur væru gagnslausar til að verjast mengun af völdum flugelda. Skárra væri að nota rykgrímur eins og fást í byggingavöruverslunum. Stofnunin mæli þó frekar með að fólk haldi sig inni. Mengunin sé sýnileg og fólk geti því vel fylgst með framvindu mála. Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
„Það er erfitt að anda, það er besta lýsingin. Maður finnur fyrir þyngslum og vanlíðan,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, hlaupakona og formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, um óþægindin sem mengun af völdum flugelda getur valdið þeim sem glíma við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma. Íslendingar munu á sunnudag skjóta upp flugeldum, líkt og hefð er fyrir. Í fyrra voru fyrir áramótin flutt inn ríflega 660 tonn af flugeldum en tonnin verða sennilega ekki færri í ár. Þorri flugeldanna er sprengdur upp á fáeinum klukkustundum þegar áramótin ganga í garð. Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm.Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir að astmasjúklingar haldi sig innandyra.vísir/daníelÚtlit er fyrir að austangola verði á höfuðborgarsvæðinu um áramótin, að sögn Teits Arasonar veðurfræðings. Hann segir að líklega verði vindur um fjórir til fimm metrar á sekúndu og útlitið sé því betra en um síðustu áramót, þegar var dúnalogn. Hann segir að nýársdagur verði kaldur og vindur hægur. Ágætis veður til brennuhalda og flugeldaskota. „Þetta getur eiginlega ekki verið betra,“ segir hann. Annars staðar á landinu verður vindur ef til vill meiri en að sögn Teits er hvergi útlit fyrir meira en 10 metra á sekúndu. Útlit sé fyrir úrkomulaust veður að mestu leyti þó kastað geti éljum norðan- og austanlands. „En ekkert sem truflar áramótagleðina.“ Fríða Rún segir að mengunin komi illa við þá sem viðkvæmir eru. Þannig segist hún ekki geta tekið þátt í gamlárshlaupi ÍR. „Manni finnst maður ekki fá nóg súrefni, jafnvel þó maður sé, sem íþróttamaður, með góð lungu.“ Fríða Rún veltir fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að skjóta öllum flugeldunum upp í einu og nefnir að þeir verði hvort eð er hálf ósýnilegir í mesta reyknum. „Við viljum helst hafa rok,“ segir hún um viðhorf meðlima Astma- og ofnæmisfélagsins til flugeldaskothríðarinnar. Hún ber að þeir kvarti lítið til félagsins vegna mengunar en telur að flestir haldi sig inni á meðan hún er sem mest. „Fólk fylgist með mengunartölum,“ segir hún og bætir við að mengun á nýársdag geti verið mikil. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum, sagði við RÚV í vikunni að pappírsgrímur væru gagnslausar til að verjast mengun af völdum flugelda. Skárra væri að nota rykgrímur eins og fást í byggingavöruverslunum. Stofnunin mæli þó frekar með að fólk haldi sig inni. Mengunin sé sýnileg og fólk geti því vel fylgst með framvindu mála.
Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira