Smyglaraskip í höndum Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 13:35 Olíuflutningaskipið Lighthouse Winmore. Vísir/AFP Yfirvöld Suður-Kóreu segja að þeir hafi tekið yfir stjórn olíuflutningaskips sem grunur leikur á að hafi verið notað til að smygla olíu til Norður-Kóreu, í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og refsiaðgerðir. Talið er að um 600 tonnum af olíu hafi verið dælt úr skipinu Lighthouse Winmore, sem skráð er í Hong Kong, yfir í skip frá Norður-Kóreu á hafi úti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt Kínverja fyrir að hafa staðið að smyglinu. Þeir neita því þó. Skipið er í leigu félags frá Taívan.Sjá einnig: Trump reiður KínverjumSamkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar var skipið tekið yfir þar sem það var í höfn í Suður-Kóreu þann 24. nóvember. Smyglið er sagt hafa átt sér stað þann 19. október.Skipinu var siglt að landi í Yeosu í Suður-Kóreu þann 11. október. Þar var olía tekin um borð og stóð til að flytja hana til Taívan samkvæmt stjórnendum skipsins. Skipið náði hins vegar aldrei til Taívan. Þess í stað var Lighthouse Winmore siglt til móts við fjögur skip frá Norður-Kóreu í austur-Kínahafi. Þar var olían flutt um borð í þau skip. Olíuflutningarnir voru myndaðir með gervihnetti Bandaríkjanna og birti Fjármálaráðuneyti ríkisins myndir af þeim í nóvember.Myndir af meintum ólöglegum olíuflutningum úr skipinu Lighthouse WinmoreFjármálaráðuneyti BandaríkjannaÍ frétt BBC segir að ekki sé hægt að staðhæfa að Kínverjar hafi staðið í því að smygla olíu til Norður-Kóreu, eins og Trump hélt nýverið fram. Hins vegar hafi yfirvöld Bandaríkjanna grunað Kínverja sífellt meira.Vísað er í fréttir í Suður-Kóreu þar sem embættismenn segja gervihnetti hafa myndað um 30 atvik þar sem olía hafi verið flutt yfir í skip frá Norður-Kóreu með ólöglegum hætti síðan í október.Þá sagði Trump í nýlegu viðtali við New York Times að hann hefði hingað til „tekið vægt á“ Kínverjum í viðræðum þeirra um viðskipti á milli ríkjanna vegna þess að hann vildi fá aðstoð þeirra til að þvinga Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum ríkisins. Nú íhugar hins vegar að hætta því.„Olía er að fara til Norður-Kóreu. Það var ekki samkomulagið mitt. Ef þeir hjálpa okkur ekki með Norður-Kóreu, þá ætla ég að gera það sem ég hef sagt að ég ætli að gera,“ sagði Trump. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu segja að þeir hafi tekið yfir stjórn olíuflutningaskips sem grunur leikur á að hafi verið notað til að smygla olíu til Norður-Kóreu, í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og refsiaðgerðir. Talið er að um 600 tonnum af olíu hafi verið dælt úr skipinu Lighthouse Winmore, sem skráð er í Hong Kong, yfir í skip frá Norður-Kóreu á hafi úti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt Kínverja fyrir að hafa staðið að smyglinu. Þeir neita því þó. Skipið er í leigu félags frá Taívan.Sjá einnig: Trump reiður KínverjumSamkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar var skipið tekið yfir þar sem það var í höfn í Suður-Kóreu þann 24. nóvember. Smyglið er sagt hafa átt sér stað þann 19. október.Skipinu var siglt að landi í Yeosu í Suður-Kóreu þann 11. október. Þar var olía tekin um borð og stóð til að flytja hana til Taívan samkvæmt stjórnendum skipsins. Skipið náði hins vegar aldrei til Taívan. Þess í stað var Lighthouse Winmore siglt til móts við fjögur skip frá Norður-Kóreu í austur-Kínahafi. Þar var olían flutt um borð í þau skip. Olíuflutningarnir voru myndaðir með gervihnetti Bandaríkjanna og birti Fjármálaráðuneyti ríkisins myndir af þeim í nóvember.Myndir af meintum ólöglegum olíuflutningum úr skipinu Lighthouse WinmoreFjármálaráðuneyti BandaríkjannaÍ frétt BBC segir að ekki sé hægt að staðhæfa að Kínverjar hafi staðið í því að smygla olíu til Norður-Kóreu, eins og Trump hélt nýverið fram. Hins vegar hafi yfirvöld Bandaríkjanna grunað Kínverja sífellt meira.Vísað er í fréttir í Suður-Kóreu þar sem embættismenn segja gervihnetti hafa myndað um 30 atvik þar sem olía hafi verið flutt yfir í skip frá Norður-Kóreu með ólöglegum hætti síðan í október.Þá sagði Trump í nýlegu viðtali við New York Times að hann hefði hingað til „tekið vægt á“ Kínverjum í viðræðum þeirra um viðskipti á milli ríkjanna vegna þess að hann vildi fá aðstoð þeirra til að þvinga Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum ríkisins. Nú íhugar hins vegar að hætta því.„Olía er að fara til Norður-Kóreu. Það var ekki samkomulagið mitt. Ef þeir hjálpa okkur ekki með Norður-Kóreu, þá ætla ég að gera það sem ég hef sagt að ég ætli að gera,“ sagði Trump.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira