Smyglaraskip í höndum Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 13:35 Olíuflutningaskipið Lighthouse Winmore. Vísir/AFP Yfirvöld Suður-Kóreu segja að þeir hafi tekið yfir stjórn olíuflutningaskips sem grunur leikur á að hafi verið notað til að smygla olíu til Norður-Kóreu, í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og refsiaðgerðir. Talið er að um 600 tonnum af olíu hafi verið dælt úr skipinu Lighthouse Winmore, sem skráð er í Hong Kong, yfir í skip frá Norður-Kóreu á hafi úti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt Kínverja fyrir að hafa staðið að smyglinu. Þeir neita því þó. Skipið er í leigu félags frá Taívan.Sjá einnig: Trump reiður KínverjumSamkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar var skipið tekið yfir þar sem það var í höfn í Suður-Kóreu þann 24. nóvember. Smyglið er sagt hafa átt sér stað þann 19. október.Skipinu var siglt að landi í Yeosu í Suður-Kóreu þann 11. október. Þar var olía tekin um borð og stóð til að flytja hana til Taívan samkvæmt stjórnendum skipsins. Skipið náði hins vegar aldrei til Taívan. Þess í stað var Lighthouse Winmore siglt til móts við fjögur skip frá Norður-Kóreu í austur-Kínahafi. Þar var olían flutt um borð í þau skip. Olíuflutningarnir voru myndaðir með gervihnetti Bandaríkjanna og birti Fjármálaráðuneyti ríkisins myndir af þeim í nóvember.Myndir af meintum ólöglegum olíuflutningum úr skipinu Lighthouse WinmoreFjármálaráðuneyti BandaríkjannaÍ frétt BBC segir að ekki sé hægt að staðhæfa að Kínverjar hafi staðið í því að smygla olíu til Norður-Kóreu, eins og Trump hélt nýverið fram. Hins vegar hafi yfirvöld Bandaríkjanna grunað Kínverja sífellt meira.Vísað er í fréttir í Suður-Kóreu þar sem embættismenn segja gervihnetti hafa myndað um 30 atvik þar sem olía hafi verið flutt yfir í skip frá Norður-Kóreu með ólöglegum hætti síðan í október.Þá sagði Trump í nýlegu viðtali við New York Times að hann hefði hingað til „tekið vægt á“ Kínverjum í viðræðum þeirra um viðskipti á milli ríkjanna vegna þess að hann vildi fá aðstoð þeirra til að þvinga Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum ríkisins. Nú íhugar hins vegar að hætta því.„Olía er að fara til Norður-Kóreu. Það var ekki samkomulagið mitt. Ef þeir hjálpa okkur ekki með Norður-Kóreu, þá ætla ég að gera það sem ég hef sagt að ég ætli að gera,“ sagði Trump. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu segja að þeir hafi tekið yfir stjórn olíuflutningaskips sem grunur leikur á að hafi verið notað til að smygla olíu til Norður-Kóreu, í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og refsiaðgerðir. Talið er að um 600 tonnum af olíu hafi verið dælt úr skipinu Lighthouse Winmore, sem skráð er í Hong Kong, yfir í skip frá Norður-Kóreu á hafi úti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt Kínverja fyrir að hafa staðið að smyglinu. Þeir neita því þó. Skipið er í leigu félags frá Taívan.Sjá einnig: Trump reiður KínverjumSamkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar var skipið tekið yfir þar sem það var í höfn í Suður-Kóreu þann 24. nóvember. Smyglið er sagt hafa átt sér stað þann 19. október.Skipinu var siglt að landi í Yeosu í Suður-Kóreu þann 11. október. Þar var olía tekin um borð og stóð til að flytja hana til Taívan samkvæmt stjórnendum skipsins. Skipið náði hins vegar aldrei til Taívan. Þess í stað var Lighthouse Winmore siglt til móts við fjögur skip frá Norður-Kóreu í austur-Kínahafi. Þar var olían flutt um borð í þau skip. Olíuflutningarnir voru myndaðir með gervihnetti Bandaríkjanna og birti Fjármálaráðuneyti ríkisins myndir af þeim í nóvember.Myndir af meintum ólöglegum olíuflutningum úr skipinu Lighthouse WinmoreFjármálaráðuneyti BandaríkjannaÍ frétt BBC segir að ekki sé hægt að staðhæfa að Kínverjar hafi staðið í því að smygla olíu til Norður-Kóreu, eins og Trump hélt nýverið fram. Hins vegar hafi yfirvöld Bandaríkjanna grunað Kínverja sífellt meira.Vísað er í fréttir í Suður-Kóreu þar sem embættismenn segja gervihnetti hafa myndað um 30 atvik þar sem olía hafi verið flutt yfir í skip frá Norður-Kóreu með ólöglegum hætti síðan í október.Þá sagði Trump í nýlegu viðtali við New York Times að hann hefði hingað til „tekið vægt á“ Kínverjum í viðræðum þeirra um viðskipti á milli ríkjanna vegna þess að hann vildi fá aðstoð þeirra til að þvinga Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum ríkisins. Nú íhugar hins vegar að hætta því.„Olía er að fara til Norður-Kóreu. Það var ekki samkomulagið mitt. Ef þeir hjálpa okkur ekki með Norður-Kóreu, þá ætla ég að gera það sem ég hef sagt að ég ætli að gera,“ sagði Trump.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira