Brady biður þjálfara sinn afsökunar Magnús Ellert Bjarnason skrifar 10. desember 2017 10:30 Brady og McDaniels á góðri stund. Vísir / Getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL- deildinni, byrjaði vikulegan blaðamannfund sinn sem fram fór í gær á því að biðja sóknarþjálfara sinn, Josh McDaniels afsökunar. Þrátt fyrir að Patriots hafi valtað yfir Buffalo Bills á útivelli síðastliðinn sunnudag, 23-3, kom uppá milli þeirra á hliðarlínunni eftir að sókn í fyrsta leikhluta endaði með vallarsparki en ekki snertimarki. Brady sást öskra á McDaniels og var hann greinilega langt því frá að vera sáttur með þjálfarann sinn. Brady þykir það miður og hefur þetta angrað hann alla vikuna. „Áður en ég tala um leikinn gegn Miami vil ég byrja á því að biðja Josh afsökunar á því sem gerðist seinasta sunnudag í Buffalo. Ég vil bara koma þessu frá mér áður en ég held lengra af því að mér hefur liðið illa yfir þessu alla viku. Fólk sem sá þetta telur eflaust að samband sé okkar svona en það gæti ekki verið meira fjarri sannleikanum. Samband okkar er frábært og ég elska Josh. Hann veit það.“ McDaniels erfir þetta ekki við Brady en hann sagði í viðtali eftir leikinn gegn Buffalo að svona gerist og að þetta sé hluti af því sem geri Brady frábæran. Þess má til gamans geta að Brady kallar McDaniels „Babe“ og hefur talað um hann sem einn nánasta vin sinn. Brady er af flestum sérfræðingum talinn besti leikstjórnandinn í sögu NFL- deildarinnar. Hann er annar af aðeins tveim leikmönnum í sögu NFL deildarinnar til að vinna fimm ofurskálir (e. Superbowl) og eini leikstjórnandinn til að afreka það. Patriots hafa unnið 8 leiki í röð og sitja á toppi Ameríkudeildar NFL með 10 sigra og tvö töp eftir tólf leiki. Liðið heldur til Miami á morgun þar sem þeir mæta heimamönnum í Dolphins aðfaranótt þriðjudags kl 01:30 að íslenskum tíma. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL- deildinni, byrjaði vikulegan blaðamannfund sinn sem fram fór í gær á því að biðja sóknarþjálfara sinn, Josh McDaniels afsökunar. Þrátt fyrir að Patriots hafi valtað yfir Buffalo Bills á útivelli síðastliðinn sunnudag, 23-3, kom uppá milli þeirra á hliðarlínunni eftir að sókn í fyrsta leikhluta endaði með vallarsparki en ekki snertimarki. Brady sást öskra á McDaniels og var hann greinilega langt því frá að vera sáttur með þjálfarann sinn. Brady þykir það miður og hefur þetta angrað hann alla vikuna. „Áður en ég tala um leikinn gegn Miami vil ég byrja á því að biðja Josh afsökunar á því sem gerðist seinasta sunnudag í Buffalo. Ég vil bara koma þessu frá mér áður en ég held lengra af því að mér hefur liðið illa yfir þessu alla viku. Fólk sem sá þetta telur eflaust að samband sé okkar svona en það gæti ekki verið meira fjarri sannleikanum. Samband okkar er frábært og ég elska Josh. Hann veit það.“ McDaniels erfir þetta ekki við Brady en hann sagði í viðtali eftir leikinn gegn Buffalo að svona gerist og að þetta sé hluti af því sem geri Brady frábæran. Þess má til gamans geta að Brady kallar McDaniels „Babe“ og hefur talað um hann sem einn nánasta vin sinn. Brady er af flestum sérfræðingum talinn besti leikstjórnandinn í sögu NFL- deildarinnar. Hann er annar af aðeins tveim leikmönnum í sögu NFL deildarinnar til að vinna fimm ofurskálir (e. Superbowl) og eini leikstjórnandinn til að afreka það. Patriots hafa unnið 8 leiki í röð og sitja á toppi Ameríkudeildar NFL með 10 sigra og tvö töp eftir tólf leiki. Liðið heldur til Miami á morgun þar sem þeir mæta heimamönnum í Dolphins aðfaranótt þriðjudags kl 01:30 að íslenskum tíma.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira