Séra Flóki flæktur í vafasaman jólasveinavef Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2017 15:23 Karen vill ekki tjá sig um málið en ef Flóki segir satt þá var hún hreinlega að skálda við hann viðtal árið 2005. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri hafni því alfarið að hafa nokkru sinni lýst því yfir að jólasveinninn væri ekki til. Heldur þvert á móti. „Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV,“ segir í Fréttablaðinu í gær. Ef svo er í pottinn búið stendur það að frétt DV frá 19. desember 2005, þar sem greint var frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til, sé hreinn og klár tilbúningur. Og blaðamaðurinn hafi hreinlega skáldað viðtal við Séra Flóka, og/eða lagt honum orð í mun, látið hann segja einhverja fjarstæðu sem hann aldrei sagði. En, í frétt DV er haft eftir honum:Frétt DV vakti gríðarlega athygli á sínum tíma.„Ég gat ekki hugsað mér að fara að ljúga að börnunum og svaraði því spurningum þeirra um hvort jólasveinninn væri til neitandi. Hvað átti ég að gera annað“ Karen Kjartansdóttir, sem nú er upplýsingafulltrúi fyrirtækisins United Silicon, var blaðamaðurinn sem skrifaði umrædda frétt sem svo mikla athygli vakti. Hún vildi ekki tjá sig um málið, taldi alls ekki vert að skattyrðast við klerkinn um þetta einkennilega mál. En, ekki var annað á henni að skilja að fráleitt væri að láta sér til hugar koma að hún hafi hreinlega skáldað viðtal sem blaðamaður. Vart þarf að taka fram að þetta eru býsna alvarlegar ásakanir að setja fram. Þó með óbeinum hætti sé. Þá stenst það ekki sem Séra Flóki segir að DV hafa „ítrekað birt fréttir af málinu“. Eftir því sem næst verður komist voru þær fréttir einungis tvær. Fjölmiðlar Jól Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gær að Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri hafni því alfarið að hafa nokkru sinni lýst því yfir að jólasveinninn væri ekki til. Heldur þvert á móti. „Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV,“ segir í Fréttablaðinu í gær. Ef svo er í pottinn búið stendur það að frétt DV frá 19. desember 2005, þar sem greint var frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til, sé hreinn og klár tilbúningur. Og blaðamaðurinn hafi hreinlega skáldað viðtal við Séra Flóka, og/eða lagt honum orð í mun, látið hann segja einhverja fjarstæðu sem hann aldrei sagði. En, í frétt DV er haft eftir honum:Frétt DV vakti gríðarlega athygli á sínum tíma.„Ég gat ekki hugsað mér að fara að ljúga að börnunum og svaraði því spurningum þeirra um hvort jólasveinninn væri til neitandi. Hvað átti ég að gera annað“ Karen Kjartansdóttir, sem nú er upplýsingafulltrúi fyrirtækisins United Silicon, var blaðamaðurinn sem skrifaði umrædda frétt sem svo mikla athygli vakti. Hún vildi ekki tjá sig um málið, taldi alls ekki vert að skattyrðast við klerkinn um þetta einkennilega mál. En, ekki var annað á henni að skilja að fráleitt væri að láta sér til hugar koma að hún hafi hreinlega skáldað viðtal sem blaðamaður. Vart þarf að taka fram að þetta eru býsna alvarlegar ásakanir að setja fram. Þó með óbeinum hætti sé. Þá stenst það ekki sem Séra Flóki segir að DV hafa „ítrekað birt fréttir af málinu“. Eftir því sem næst verður komist voru þær fréttir einungis tvær.
Fjölmiðlar Jól Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00