Baðst afsökunar eftir að mamma hans lét hann heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2017 18:00 Marcus Mariota. Vísir/Getty Marcus Mariota er leikstjórnandi Tennessee Titans í NFL-deildinni og var ekki alveg í besta skapinu eftir tap á móti Arizona Cardinals í amersíka fótboltanum um síðustu helgi. Mariota mætti öskuillur á blaðamannfundinn eftir leikinn en það gekk lítið upp hjá honum í þessum leik sem tapaðist 12-7. Móðir Mariota sá blaðamannafundinn með stráknum sínum og var allt annað en sátt við það sem hún varð vitni að. Mariota hitti blaðamenn aftur í dag og baðst þó afsökunar á framkomu sinni eftir að hafa fengið að heyra það frá móður sinni. Titans QB Marcus Mariota Press Conference | #TENvsSFhttps://t.co/TVUlXVv1ka — Tennessee Titans (@Titans) December 13, 2017 „Ég vil fyrst biðjast afsökunar á hvernig ég hagaði mér á fundinum. Ég veit að allir sem voru þar eru ekki hér í dag en ég var ókurteis og sagði hluti sem voru óviðeigandi. Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Mariota. Blaðamaður á fundinum var á umræddum fundi og sagði að honum hafi ekki fundist það sem Mariota sagði á fundinum á sunnudaginn hafi verið óviðeigandi. „Þetta er svolítið fyndið því ég fékk að heyra það frá móður minni. Hún sagði að ég hafi ekki verið alinn upp til að hegða mér svona og ég vil þakka ykkur fyrir að sýna þessu skilning,“ sagði Mariota. Eftir leikinn sagði Marcus Mariota að hann væri brjálaður („pissed off“) og það var meðal annars þau orð sem fóru hvað mest fyrir brjóstið á móður hans. Marcus Mariota er 24 ára gamall og kemur frá Hawaí. Hann er á sínu þriðja ári í NFL-deildinni en er ekki alveg að ná að fylgja eftir frábæru öðru ári þar sem hann var með 26 snertimarkssendingar og kastaði boltanum aðeins níu sinni frá sér. Á þessu tímabili hefur Marcus Mariota gefið 10 snertimarkssendingar og kastað boltanum fjórtán sinum frá sér. NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
Marcus Mariota er leikstjórnandi Tennessee Titans í NFL-deildinni og var ekki alveg í besta skapinu eftir tap á móti Arizona Cardinals í amersíka fótboltanum um síðustu helgi. Mariota mætti öskuillur á blaðamannfundinn eftir leikinn en það gekk lítið upp hjá honum í þessum leik sem tapaðist 12-7. Móðir Mariota sá blaðamannafundinn með stráknum sínum og var allt annað en sátt við það sem hún varð vitni að. Mariota hitti blaðamenn aftur í dag og baðst þó afsökunar á framkomu sinni eftir að hafa fengið að heyra það frá móður sinni. Titans QB Marcus Mariota Press Conference | #TENvsSFhttps://t.co/TVUlXVv1ka — Tennessee Titans (@Titans) December 13, 2017 „Ég vil fyrst biðjast afsökunar á hvernig ég hagaði mér á fundinum. Ég veit að allir sem voru þar eru ekki hér í dag en ég var ókurteis og sagði hluti sem voru óviðeigandi. Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Mariota. Blaðamaður á fundinum var á umræddum fundi og sagði að honum hafi ekki fundist það sem Mariota sagði á fundinum á sunnudaginn hafi verið óviðeigandi. „Þetta er svolítið fyndið því ég fékk að heyra það frá móður minni. Hún sagði að ég hafi ekki verið alinn upp til að hegða mér svona og ég vil þakka ykkur fyrir að sýna þessu skilning,“ sagði Mariota. Eftir leikinn sagði Marcus Mariota að hann væri brjálaður („pissed off“) og það var meðal annars þau orð sem fóru hvað mest fyrir brjóstið á móður hans. Marcus Mariota er 24 ára gamall og kemur frá Hawaí. Hann er á sínu þriðja ári í NFL-deildinni en er ekki alveg að ná að fylgja eftir frábæru öðru ári þar sem hann var með 26 snertimarkssendingar og kastaði boltanum aðeins níu sinni frá sér. Á þessu tímabili hefur Marcus Mariota gefið 10 snertimarkssendingar og kastað boltanum fjórtán sinum frá sér.
NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira