Nefnd um félagslegt réttlæti segir af sér í Bretlandi vegna Brexit Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2017 20:00 Nefnd sem ætlað var að stýra aðgerðum til að auka jöfnuð og félagslegt réttlæti í Bretlandi hefur sagt af sér. Formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn Theresu May gagntekna af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og þreklausa í að hrinda í framkvæmd loforðum sem forsætisráðherrann gaf þegar hún tók við völdum. Þegar Theresa May tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi fyrir átján mánuðum lofaði hún að ráðast gegn félagslegu óréttlæti í þjóðfélaginu. En margir þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretar yfirgæfu Evrópusambandið koma frá svæðum í Bretlandi þar sem atvinnuleysi er mikið og þar sem iðnaður ýmiss konar hefur dregist saman eða horfið. Stjórnmálamenn sem börðust fyrir úrsögn úr sambandinu kenndu Evrópusambandinu um hnignun atvinnulífs á þessum svæðum sem og óheftum aðgangi fólks annarra ríkja sambandsins að atvinnu í Bretlandi. May skipaði fjögurra manna nefnd til að gera tillögur um aðgerðir á þessum svæðum en hún hefur nú öll sagt af sér. Alan Milburn formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn May lamaða vegna Brexit. „Það sem skortir hérna eru skilmerkilegar pólitískar aðgerðir til að yfirfæra mjög góð orð yfir í gerðir. Það sem skiptir máli í stjórnmálum er ekki það sem maður talar um heldur það sem maður gerir og ég er hræddur um að misskiptingin í Bretlandi sé að aukast. Félagslega og landfræðilega,“ segir Milburn. Ríkisstjórn Theresu May sé algerlega upptekin af Brexit viðræðunum og virðist ekki hafa þrek til að gera nokkuð annað. En Íhaldsflokkurinn sem er þverklofinn í afstöðunni til Evrópu tapaði meirihluta sínum á þingi í kosningum síðastliðið sumar og þarf að reiða sig á stuðning Sambandsflokksins á Norður Írlandi. Milburn segir skorta á pólitíska forystu í Bretlandi. „Það er ágætt að vera harður í Brexit-málinu en maður þarf líka að vera harður varðandi ástæður Brexit og það þýðir að það verður að taka á þessum málum á þessum svæðum sem eru skilinn eftir efnahagslega og holuð að innann félagslega. Ég er hræddur um að það gerist ekki af nógu miklum metnaði, af nógu mikilli vigt og á nógu miklum hraða,“ segir Milburn. Brexit Tengdar fréttir Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Fjármálaráðherra Bretlands segir að óvissa og slöpp framleiðsla muni hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag landsins á næstu árum. 22. nóvember 2017 15:51 Gíbraltar fylgir Bretum í kjölfar Brexit Gíbraltar er undir yfirráðum Breta en Spánverjar hafa deilt við þá fyrrnefndu um svæðið svo öldum skiptir. 23. nóvember 2017 13:10 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Vill kjósa á ný um Brexit Bankastjóri bandaríska stórbankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni hvatt til þess að haldin verði ný þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu. 20. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Nefnd sem ætlað var að stýra aðgerðum til að auka jöfnuð og félagslegt réttlæti í Bretlandi hefur sagt af sér. Formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn Theresu May gagntekna af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og þreklausa í að hrinda í framkvæmd loforðum sem forsætisráðherrann gaf þegar hún tók við völdum. Þegar Theresa May tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi fyrir átján mánuðum lofaði hún að ráðast gegn félagslegu óréttlæti í þjóðfélaginu. En margir þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretar yfirgæfu Evrópusambandið koma frá svæðum í Bretlandi þar sem atvinnuleysi er mikið og þar sem iðnaður ýmiss konar hefur dregist saman eða horfið. Stjórnmálamenn sem börðust fyrir úrsögn úr sambandinu kenndu Evrópusambandinu um hnignun atvinnulífs á þessum svæðum sem og óheftum aðgangi fólks annarra ríkja sambandsins að atvinnu í Bretlandi. May skipaði fjögurra manna nefnd til að gera tillögur um aðgerðir á þessum svæðum en hún hefur nú öll sagt af sér. Alan Milburn formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn May lamaða vegna Brexit. „Það sem skortir hérna eru skilmerkilegar pólitískar aðgerðir til að yfirfæra mjög góð orð yfir í gerðir. Það sem skiptir máli í stjórnmálum er ekki það sem maður talar um heldur það sem maður gerir og ég er hræddur um að misskiptingin í Bretlandi sé að aukast. Félagslega og landfræðilega,“ segir Milburn. Ríkisstjórn Theresu May sé algerlega upptekin af Brexit viðræðunum og virðist ekki hafa þrek til að gera nokkuð annað. En Íhaldsflokkurinn sem er þverklofinn í afstöðunni til Evrópu tapaði meirihluta sínum á þingi í kosningum síðastliðið sumar og þarf að reiða sig á stuðning Sambandsflokksins á Norður Írlandi. Milburn segir skorta á pólitíska forystu í Bretlandi. „Það er ágætt að vera harður í Brexit-málinu en maður þarf líka að vera harður varðandi ástæður Brexit og það þýðir að það verður að taka á þessum málum á þessum svæðum sem eru skilinn eftir efnahagslega og holuð að innann félagslega. Ég er hræddur um að það gerist ekki af nógu miklum metnaði, af nógu mikilli vigt og á nógu miklum hraða,“ segir Milburn.
Brexit Tengdar fréttir Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Fjármálaráðherra Bretlands segir að óvissa og slöpp framleiðsla muni hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag landsins á næstu árum. 22. nóvember 2017 15:51 Gíbraltar fylgir Bretum í kjölfar Brexit Gíbraltar er undir yfirráðum Breta en Spánverjar hafa deilt við þá fyrrnefndu um svæðið svo öldum skiptir. 23. nóvember 2017 13:10 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Vill kjósa á ný um Brexit Bankastjóri bandaríska stórbankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni hvatt til þess að haldin verði ný þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu. 20. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Fjármálaráðherra Bretlands segir að óvissa og slöpp framleiðsla muni hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag landsins á næstu árum. 22. nóvember 2017 15:51
Gíbraltar fylgir Bretum í kjölfar Brexit Gíbraltar er undir yfirráðum Breta en Spánverjar hafa deilt við þá fyrrnefndu um svæðið svo öldum skiptir. 23. nóvember 2017 13:10
Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00
Vill kjósa á ný um Brexit Bankastjóri bandaríska stórbankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni hvatt til þess að haldin verði ný þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu. 20. nóvember 2017 06:00