Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2017 16:15 Þeir sem Trump hefur tilnefnt til vísindastarfa búa yfir mun minni sérþekkingu en þeir sem Obama tilnefndi. Vísir/AFP Tæplega 60% þeirra sem ríkisstjórn Donalds Trump hefur tilnefnt í vísindatengdar stöður eru ekki með meistara- eða doktorspróf í raun- eða heilbrigðisvísindum. Þá gengur skipan þeirra mun hægar en í tíð fyrri forseta. Enginn forseti hefur tekið lengri tíma í að tilnefna vísindaráðgjafa. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar hefur ríkisstjórn Trump tilnefnt 43 einstaklinga í stöður og embætti sem hafa með vísindi að gera og Bandaríkjaþing þarf að staðfesta. Hátt í 60% þeirra er ekki með æðri menntun í vísindagreinum. Hlutföllin voru öfug í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Munurinn er sagður sérstaklega sláandi í orkumálaráðuneytinu sem hefur umsjón með kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjanna. Enginn af þeim sjö einstaklingum sem Trump hefur tilnefnt í vísindastörf hjá ráðuneytinu er með meistaragráðu eða meira í vísindafagi, þar á meðal aðstoðarráðherra vísinda. Rick Perry, orkumálaráðherran, er með gráðu í búfræði og er fyrrverandi ríkisstjóri. Báðir orkumálaráðherrarnir í ráðuneytum Obama eru með doktorsgráðu í eðlisfræði. Annar þeirra, Steven Chu, var meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði. Í haust hætti Sam Clovis, sem Trump hafði tilnefnt sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins, við að gefa kost á sér í embættið vegna rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann var útvarpsþáttastjórnandi sem var með hagfræðigráðu en enga þjálfun í vísindum.Rick Perry er með gráðu í búfræði en stýrir orkumálaráðuneytinu sem fer meðal annars með kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna.Vísir/EPASérfræðingar eru tengdir iðnaðiAf þeim tilnefningum Trump sem eru með vísindagráður koma margir beint úr störfum fyrir iðnaðinn sem þeir eiga að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. Í Umhverfisstofnuninni hefur fulltrúum í vísindaráði stofnunnarinnar þar að auki verið skipt út fyrir sérfræðinga sem tengjast hagsmunaaðilum í iðnaði. Úttekt AP leiðir einnig í ljós að Trump hefur enn ekki tilnefnt í rúmlega þriðjung þeirra 65 embætta sem hafa með vísindi eða umhverfismál að gera. Á meðal þeirra eru allar fjórar stjórnendastöður vísinda- og tækniskrifstofu Hvíta hússins. Nýlega staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings skipan fyrrverandi málsvara nokkurra stærstu kolafyrirtækja heims sem aðstoðarforstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Forstjóri hennar er Scott Pruitt sem er lögfræðimenntaður. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma stefndi hann Umhverfisstofnuninni ítrekað í samstarfi við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn. „Þetta endurspeglar bara þá fyrirlitningu sem ríkisstjórnin hefur sýnt vísindum,“ segir Christie Todd Whitman, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana í New Jersey og fyrrverandi forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. Donald Trump Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Tæplega 60% þeirra sem ríkisstjórn Donalds Trump hefur tilnefnt í vísindatengdar stöður eru ekki með meistara- eða doktorspróf í raun- eða heilbrigðisvísindum. Þá gengur skipan þeirra mun hægar en í tíð fyrri forseta. Enginn forseti hefur tekið lengri tíma í að tilnefna vísindaráðgjafa. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar hefur ríkisstjórn Trump tilnefnt 43 einstaklinga í stöður og embætti sem hafa með vísindi að gera og Bandaríkjaþing þarf að staðfesta. Hátt í 60% þeirra er ekki með æðri menntun í vísindagreinum. Hlutföllin voru öfug í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Munurinn er sagður sérstaklega sláandi í orkumálaráðuneytinu sem hefur umsjón með kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjanna. Enginn af þeim sjö einstaklingum sem Trump hefur tilnefnt í vísindastörf hjá ráðuneytinu er með meistaragráðu eða meira í vísindafagi, þar á meðal aðstoðarráðherra vísinda. Rick Perry, orkumálaráðherran, er með gráðu í búfræði og er fyrrverandi ríkisstjóri. Báðir orkumálaráðherrarnir í ráðuneytum Obama eru með doktorsgráðu í eðlisfræði. Annar þeirra, Steven Chu, var meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði. Í haust hætti Sam Clovis, sem Trump hafði tilnefnt sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins, við að gefa kost á sér í embættið vegna rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann var útvarpsþáttastjórnandi sem var með hagfræðigráðu en enga þjálfun í vísindum.Rick Perry er með gráðu í búfræði en stýrir orkumálaráðuneytinu sem fer meðal annars með kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna.Vísir/EPASérfræðingar eru tengdir iðnaðiAf þeim tilnefningum Trump sem eru með vísindagráður koma margir beint úr störfum fyrir iðnaðinn sem þeir eiga að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. Í Umhverfisstofnuninni hefur fulltrúum í vísindaráði stofnunnarinnar þar að auki verið skipt út fyrir sérfræðinga sem tengjast hagsmunaaðilum í iðnaði. Úttekt AP leiðir einnig í ljós að Trump hefur enn ekki tilnefnt í rúmlega þriðjung þeirra 65 embætta sem hafa með vísindi eða umhverfismál að gera. Á meðal þeirra eru allar fjórar stjórnendastöður vísinda- og tækniskrifstofu Hvíta hússins. Nýlega staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings skipan fyrrverandi málsvara nokkurra stærstu kolafyrirtækja heims sem aðstoðarforstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Forstjóri hennar er Scott Pruitt sem er lögfræðimenntaður. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma stefndi hann Umhverfisstofnuninni ítrekað í samstarfi við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn. „Þetta endurspeglar bara þá fyrirlitningu sem ríkisstjórnin hefur sýnt vísindum,“ segir Christie Todd Whitman, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana í New Jersey og fyrrverandi forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.
Donald Trump Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08