Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2017 16:15 Þeir sem Trump hefur tilnefnt til vísindastarfa búa yfir mun minni sérþekkingu en þeir sem Obama tilnefndi. Vísir/AFP Tæplega 60% þeirra sem ríkisstjórn Donalds Trump hefur tilnefnt í vísindatengdar stöður eru ekki með meistara- eða doktorspróf í raun- eða heilbrigðisvísindum. Þá gengur skipan þeirra mun hægar en í tíð fyrri forseta. Enginn forseti hefur tekið lengri tíma í að tilnefna vísindaráðgjafa. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar hefur ríkisstjórn Trump tilnefnt 43 einstaklinga í stöður og embætti sem hafa með vísindi að gera og Bandaríkjaþing þarf að staðfesta. Hátt í 60% þeirra er ekki með æðri menntun í vísindagreinum. Hlutföllin voru öfug í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Munurinn er sagður sérstaklega sláandi í orkumálaráðuneytinu sem hefur umsjón með kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjanna. Enginn af þeim sjö einstaklingum sem Trump hefur tilnefnt í vísindastörf hjá ráðuneytinu er með meistaragráðu eða meira í vísindafagi, þar á meðal aðstoðarráðherra vísinda. Rick Perry, orkumálaráðherran, er með gráðu í búfræði og er fyrrverandi ríkisstjóri. Báðir orkumálaráðherrarnir í ráðuneytum Obama eru með doktorsgráðu í eðlisfræði. Annar þeirra, Steven Chu, var meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði. Í haust hætti Sam Clovis, sem Trump hafði tilnefnt sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins, við að gefa kost á sér í embættið vegna rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann var útvarpsþáttastjórnandi sem var með hagfræðigráðu en enga þjálfun í vísindum.Rick Perry er með gráðu í búfræði en stýrir orkumálaráðuneytinu sem fer meðal annars með kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna.Vísir/EPASérfræðingar eru tengdir iðnaðiAf þeim tilnefningum Trump sem eru með vísindagráður koma margir beint úr störfum fyrir iðnaðinn sem þeir eiga að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. Í Umhverfisstofnuninni hefur fulltrúum í vísindaráði stofnunnarinnar þar að auki verið skipt út fyrir sérfræðinga sem tengjast hagsmunaaðilum í iðnaði. Úttekt AP leiðir einnig í ljós að Trump hefur enn ekki tilnefnt í rúmlega þriðjung þeirra 65 embætta sem hafa með vísindi eða umhverfismál að gera. Á meðal þeirra eru allar fjórar stjórnendastöður vísinda- og tækniskrifstofu Hvíta hússins. Nýlega staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings skipan fyrrverandi málsvara nokkurra stærstu kolafyrirtækja heims sem aðstoðarforstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Forstjóri hennar er Scott Pruitt sem er lögfræðimenntaður. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma stefndi hann Umhverfisstofnuninni ítrekað í samstarfi við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn. „Þetta endurspeglar bara þá fyrirlitningu sem ríkisstjórnin hefur sýnt vísindum,“ segir Christie Todd Whitman, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana í New Jersey og fyrrverandi forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. Donald Trump Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Sjá meira
Tæplega 60% þeirra sem ríkisstjórn Donalds Trump hefur tilnefnt í vísindatengdar stöður eru ekki með meistara- eða doktorspróf í raun- eða heilbrigðisvísindum. Þá gengur skipan þeirra mun hægar en í tíð fyrri forseta. Enginn forseti hefur tekið lengri tíma í að tilnefna vísindaráðgjafa. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar hefur ríkisstjórn Trump tilnefnt 43 einstaklinga í stöður og embætti sem hafa með vísindi að gera og Bandaríkjaþing þarf að staðfesta. Hátt í 60% þeirra er ekki með æðri menntun í vísindagreinum. Hlutföllin voru öfug í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Munurinn er sagður sérstaklega sláandi í orkumálaráðuneytinu sem hefur umsjón með kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjanna. Enginn af þeim sjö einstaklingum sem Trump hefur tilnefnt í vísindastörf hjá ráðuneytinu er með meistaragráðu eða meira í vísindafagi, þar á meðal aðstoðarráðherra vísinda. Rick Perry, orkumálaráðherran, er með gráðu í búfræði og er fyrrverandi ríkisstjóri. Báðir orkumálaráðherrarnir í ráðuneytum Obama eru með doktorsgráðu í eðlisfræði. Annar þeirra, Steven Chu, var meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði. Í haust hætti Sam Clovis, sem Trump hafði tilnefnt sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins, við að gefa kost á sér í embættið vegna rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann var útvarpsþáttastjórnandi sem var með hagfræðigráðu en enga þjálfun í vísindum.Rick Perry er með gráðu í búfræði en stýrir orkumálaráðuneytinu sem fer meðal annars með kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna.Vísir/EPASérfræðingar eru tengdir iðnaðiAf þeim tilnefningum Trump sem eru með vísindagráður koma margir beint úr störfum fyrir iðnaðinn sem þeir eiga að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. Í Umhverfisstofnuninni hefur fulltrúum í vísindaráði stofnunnarinnar þar að auki verið skipt út fyrir sérfræðinga sem tengjast hagsmunaaðilum í iðnaði. Úttekt AP leiðir einnig í ljós að Trump hefur enn ekki tilnefnt í rúmlega þriðjung þeirra 65 embætta sem hafa með vísindi eða umhverfismál að gera. Á meðal þeirra eru allar fjórar stjórnendastöður vísinda- og tækniskrifstofu Hvíta hússins. Nýlega staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings skipan fyrrverandi málsvara nokkurra stærstu kolafyrirtækja heims sem aðstoðarforstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Forstjóri hennar er Scott Pruitt sem er lögfræðimenntaður. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma stefndi hann Umhverfisstofnuninni ítrekað í samstarfi við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn. „Þetta endurspeglar bara þá fyrirlitningu sem ríkisstjórnin hefur sýnt vísindum,“ segir Christie Todd Whitman, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana í New Jersey og fyrrverandi forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.
Donald Trump Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Sjá meira
Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08