Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2017 16:15 Þeir sem Trump hefur tilnefnt til vísindastarfa búa yfir mun minni sérþekkingu en þeir sem Obama tilnefndi. Vísir/AFP Tæplega 60% þeirra sem ríkisstjórn Donalds Trump hefur tilnefnt í vísindatengdar stöður eru ekki með meistara- eða doktorspróf í raun- eða heilbrigðisvísindum. Þá gengur skipan þeirra mun hægar en í tíð fyrri forseta. Enginn forseti hefur tekið lengri tíma í að tilnefna vísindaráðgjafa. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar hefur ríkisstjórn Trump tilnefnt 43 einstaklinga í stöður og embætti sem hafa með vísindi að gera og Bandaríkjaþing þarf að staðfesta. Hátt í 60% þeirra er ekki með æðri menntun í vísindagreinum. Hlutföllin voru öfug í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Munurinn er sagður sérstaklega sláandi í orkumálaráðuneytinu sem hefur umsjón með kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjanna. Enginn af þeim sjö einstaklingum sem Trump hefur tilnefnt í vísindastörf hjá ráðuneytinu er með meistaragráðu eða meira í vísindafagi, þar á meðal aðstoðarráðherra vísinda. Rick Perry, orkumálaráðherran, er með gráðu í búfræði og er fyrrverandi ríkisstjóri. Báðir orkumálaráðherrarnir í ráðuneytum Obama eru með doktorsgráðu í eðlisfræði. Annar þeirra, Steven Chu, var meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði. Í haust hætti Sam Clovis, sem Trump hafði tilnefnt sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins, við að gefa kost á sér í embættið vegna rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann var útvarpsþáttastjórnandi sem var með hagfræðigráðu en enga þjálfun í vísindum.Rick Perry er með gráðu í búfræði en stýrir orkumálaráðuneytinu sem fer meðal annars með kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna.Vísir/EPASérfræðingar eru tengdir iðnaðiAf þeim tilnefningum Trump sem eru með vísindagráður koma margir beint úr störfum fyrir iðnaðinn sem þeir eiga að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. Í Umhverfisstofnuninni hefur fulltrúum í vísindaráði stofnunnarinnar þar að auki verið skipt út fyrir sérfræðinga sem tengjast hagsmunaaðilum í iðnaði. Úttekt AP leiðir einnig í ljós að Trump hefur enn ekki tilnefnt í rúmlega þriðjung þeirra 65 embætta sem hafa með vísindi eða umhverfismál að gera. Á meðal þeirra eru allar fjórar stjórnendastöður vísinda- og tækniskrifstofu Hvíta hússins. Nýlega staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings skipan fyrrverandi málsvara nokkurra stærstu kolafyrirtækja heims sem aðstoðarforstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Forstjóri hennar er Scott Pruitt sem er lögfræðimenntaður. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma stefndi hann Umhverfisstofnuninni ítrekað í samstarfi við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn. „Þetta endurspeglar bara þá fyrirlitningu sem ríkisstjórnin hefur sýnt vísindum,“ segir Christie Todd Whitman, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana í New Jersey og fyrrverandi forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. Donald Trump Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Tæplega 60% þeirra sem ríkisstjórn Donalds Trump hefur tilnefnt í vísindatengdar stöður eru ekki með meistara- eða doktorspróf í raun- eða heilbrigðisvísindum. Þá gengur skipan þeirra mun hægar en í tíð fyrri forseta. Enginn forseti hefur tekið lengri tíma í að tilnefna vísindaráðgjafa. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar hefur ríkisstjórn Trump tilnefnt 43 einstaklinga í stöður og embætti sem hafa með vísindi að gera og Bandaríkjaþing þarf að staðfesta. Hátt í 60% þeirra er ekki með æðri menntun í vísindagreinum. Hlutföllin voru öfug í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Munurinn er sagður sérstaklega sláandi í orkumálaráðuneytinu sem hefur umsjón með kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjanna. Enginn af þeim sjö einstaklingum sem Trump hefur tilnefnt í vísindastörf hjá ráðuneytinu er með meistaragráðu eða meira í vísindafagi, þar á meðal aðstoðarráðherra vísinda. Rick Perry, orkumálaráðherran, er með gráðu í búfræði og er fyrrverandi ríkisstjóri. Báðir orkumálaráðherrarnir í ráðuneytum Obama eru með doktorsgráðu í eðlisfræði. Annar þeirra, Steven Chu, var meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði. Í haust hætti Sam Clovis, sem Trump hafði tilnefnt sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins, við að gefa kost á sér í embættið vegna rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann var útvarpsþáttastjórnandi sem var með hagfræðigráðu en enga þjálfun í vísindum.Rick Perry er með gráðu í búfræði en stýrir orkumálaráðuneytinu sem fer meðal annars með kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna.Vísir/EPASérfræðingar eru tengdir iðnaðiAf þeim tilnefningum Trump sem eru með vísindagráður koma margir beint úr störfum fyrir iðnaðinn sem þeir eiga að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. Í Umhverfisstofnuninni hefur fulltrúum í vísindaráði stofnunnarinnar þar að auki verið skipt út fyrir sérfræðinga sem tengjast hagsmunaaðilum í iðnaði. Úttekt AP leiðir einnig í ljós að Trump hefur enn ekki tilnefnt í rúmlega þriðjung þeirra 65 embætta sem hafa með vísindi eða umhverfismál að gera. Á meðal þeirra eru allar fjórar stjórnendastöður vísinda- og tækniskrifstofu Hvíta hússins. Nýlega staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings skipan fyrrverandi málsvara nokkurra stærstu kolafyrirtækja heims sem aðstoðarforstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Forstjóri hennar er Scott Pruitt sem er lögfræðimenntaður. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma stefndi hann Umhverfisstofnuninni ítrekað í samstarfi við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn. „Þetta endurspeglar bara þá fyrirlitningu sem ríkisstjórnin hefur sýnt vísindum,“ segir Christie Todd Whitman, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana í New Jersey og fyrrverandi forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.
Donald Trump Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent