Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2017 15:41 Trump hafði tilnefnt Clovis (t.h.) sem aðalvísindamann landbúnaðarráðuneytisins. Ekkert verður af því. Vísir/AFP Einn stjórnenda forsetaframboðs Donalds Trump sem vissi af tilraunum ráðgjafa framboðsins til að mynda sambönd við rússnesk stjórnvöld er hættur við að sækjast eftir skipun í starf í landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Þingnefnd átti eftir að staðfesta tilnefningu hans. Sam Clovis vann fyrir framboð Trump í fyrra en ákærurnar sem gefnar voru út á mánudag á hendur þremur stjórnendum og liðsmönnum framboðsins í vikunni leiddu í ljós að hann hefði haft vitneskju um tilraunir George Papadopoulos, utanríkisráðgjafa framboðsins, um að koma á fundi með fulltrúum rússneskra stjórnvalda. Trump hafði tilnefnt Clovis sem aðalvísindamann landbúnaðaráðuneytisins en landbúnaðarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings átti eftir að fjalla um tilnefninguna í næstu viku. „Pólitíska andrúmsloftið í Washington hefur gert mér ómögulegt að fá sanngjarna og yfirvegaða meðferð fyrir þetta embætti,“ skrifaði Clovis í bréfi til Trump forseta þar sem hann kynnti honum ákvörðun sína í gær, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Þá segist Clovis ekki vilja draga athyglina frá störfum Trump eða hafa neikvæð áhrif.Hvatti ráðgjafann til að fara til Rússlands ef það væri fýsilegt Í ákærunum sem voru gerðar opinberar á mánudag kemur fram að Clovis hvatti Papadopoulos til að skipuleggja óformlegan fund með fulltrúum rússneskra stjórnvalda í ágúst 2016. Bað hann Papadopoulos og annan ráðgjafa framboðsins í utanríkismálum um að fara til Rússlands „ef það væri fýsilegt“. Svo virðist þó að slíkur fundur hafi ekki farið fram. Lögmaður Clovis sagði Washington Post á mánudag að hann hefði alltaf verið algerlega andsnúinn því að Trump eða liðsmenn framboðsins ferðuðust til Rússlands. Lýsti hún svörum Clovis til Papadopoulos sem virtust benda til annars sem „kurteisi“. Papadopoulos játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússa. Gerði hann samkomulag við yfirvöld um að játa á sig brotið gegn því að vinna með rannsakendum.Ekki með menntun sem fyrri aðalvísindamenn hafa haftTilnefning Clovis í starfið hafði verið umdeild fyrir. Aðavísindamenn landbúnaðarráðuneytisins hafa yfirleitt verið vísindamenn með gráður í vísindum eða læknisfræði. Clovis er hins vegar stjórnmálafræðiprófessor og útvarpsþáttastjórnandi frá Iowa. Viðurkenndi hann sjálfur að hann hefði enga menntun í viðeigandi greinum fyrir starfið þó að hann teldi að reynsla sín í háskólasamfélaginu og í framboði í gegnum árin gæfi honum sérþekkingu í landbúnaði. Þá hefur Clovis haldið því fram að ekki hafi verið sýnt fram á að losun manna á gróðurhúsalofttegundum valdi loftslagsbreytingum á jörðinni, þvert á samhljóða álit vísindamanna af fjölda mismunandi fræðisviða. Clovis hefur fram að þessu starfað sem aðalráðgjafi Hvíta hússins við landbúnaðarráðuneytið. Donald Trump Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Einn stjórnenda forsetaframboðs Donalds Trump sem vissi af tilraunum ráðgjafa framboðsins til að mynda sambönd við rússnesk stjórnvöld er hættur við að sækjast eftir skipun í starf í landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Þingnefnd átti eftir að staðfesta tilnefningu hans. Sam Clovis vann fyrir framboð Trump í fyrra en ákærurnar sem gefnar voru út á mánudag á hendur þremur stjórnendum og liðsmönnum framboðsins í vikunni leiddu í ljós að hann hefði haft vitneskju um tilraunir George Papadopoulos, utanríkisráðgjafa framboðsins, um að koma á fundi með fulltrúum rússneskra stjórnvalda. Trump hafði tilnefnt Clovis sem aðalvísindamann landbúnaðaráðuneytisins en landbúnaðarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings átti eftir að fjalla um tilnefninguna í næstu viku. „Pólitíska andrúmsloftið í Washington hefur gert mér ómögulegt að fá sanngjarna og yfirvegaða meðferð fyrir þetta embætti,“ skrifaði Clovis í bréfi til Trump forseta þar sem hann kynnti honum ákvörðun sína í gær, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Þá segist Clovis ekki vilja draga athyglina frá störfum Trump eða hafa neikvæð áhrif.Hvatti ráðgjafann til að fara til Rússlands ef það væri fýsilegt Í ákærunum sem voru gerðar opinberar á mánudag kemur fram að Clovis hvatti Papadopoulos til að skipuleggja óformlegan fund með fulltrúum rússneskra stjórnvalda í ágúst 2016. Bað hann Papadopoulos og annan ráðgjafa framboðsins í utanríkismálum um að fara til Rússlands „ef það væri fýsilegt“. Svo virðist þó að slíkur fundur hafi ekki farið fram. Lögmaður Clovis sagði Washington Post á mánudag að hann hefði alltaf verið algerlega andsnúinn því að Trump eða liðsmenn framboðsins ferðuðust til Rússlands. Lýsti hún svörum Clovis til Papadopoulos sem virtust benda til annars sem „kurteisi“. Papadopoulos játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússa. Gerði hann samkomulag við yfirvöld um að játa á sig brotið gegn því að vinna með rannsakendum.Ekki með menntun sem fyrri aðalvísindamenn hafa haftTilnefning Clovis í starfið hafði verið umdeild fyrir. Aðavísindamenn landbúnaðarráðuneytisins hafa yfirleitt verið vísindamenn með gráður í vísindum eða læknisfræði. Clovis er hins vegar stjórnmálafræðiprófessor og útvarpsþáttastjórnandi frá Iowa. Viðurkenndi hann sjálfur að hann hefði enga menntun í viðeigandi greinum fyrir starfið þó að hann teldi að reynsla sín í háskólasamfélaginu og í framboði í gegnum árin gæfi honum sérþekkingu í landbúnaði. Þá hefur Clovis haldið því fram að ekki hafi verið sýnt fram á að losun manna á gróðurhúsalofttegundum valdi loftslagsbreytingum á jörðinni, þvert á samhljóða álit vísindamanna af fjölda mismunandi fræðisviða. Clovis hefur fram að þessu starfað sem aðalráðgjafi Hvíta hússins við landbúnaðarráðuneytið.
Donald Trump Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent