Börn komin með stoðkerfaverki vegna einhæfra hreyfinga í síma og tölvu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 09:43 Björn segir að of mikill skjátími geti gert börn pirruð, uppstökk og látið þau sýna óþroskaða og vanstillta hegðun. Vísir/Getty Björn Hjálmarsson barnalæknir þekkir dæmi úr sínu starfi um að ungmenni geti orðið öryrkjar vegna of mikillar netnotkunar. „Oft eru þetta um einstaklinga að ræða sem hafa undirliggjandi frávik í taugaþroska, til dæmis eru á einhverfurófinu eða hafa athyglisbrest með ofvirkni eða jafnvel tourette heilkenni,“ sagði Björn í viðtali í Bítinu í morgun. Björn starfar á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans.Samfélagsmiðlar og tölvuleikir eyðileggja námiðHann telur að við þurfum að horfa til Austurlanda fjær og skoða hvernig er tekið á þessum málum en þar er litið á stafrænu tæknibyltinguna sem meiriháttar lýðheilsuvandamál. „Það sem hefur verið að breytast í heilsufari barna okkar á Vesturlöndum og víðar það er svo mikill svefnvandi og svefnlyfjanotkun hjá börnum og unglingum hún vex og vex. Einnig er offitufaraldur í gangi en sem betur fer hefur hægt á honum hér á landi en það breytir því ekki að börnin okkar eru þyngri og feitari en þau hafa nokkru sinni verið í sögulegu samhengi. Þetta tengja margir við hreyfingarleysi við skjátæki.“ Segir Björn að börn séu einnig byrjuð að fá stoðkerfisverki vegna einhæfra hreyfinga við tæki. Allt þetta sé hnignun í heilsufari barna tengd rafrænum skjátíma. Hann segir tvær birtingarmyndir af þessu sjást vel í menntaskólum landsins. „Það eru gáfaðir einstaklingar sem ættu að eiga auðvelt með nám sem heltast úr lestinni vegna þess að þeir eru svo mikið í tækjunum. Það eru þá piltar sem eru í þessum fjölspilaraleikjum og stúlkur sem hafa ánetjast netmiðlunum eða samfélagsmiðlunum.“ Björn segir að sjónvarpið sé kannski saklausast af þessu en um leið og skjárinn sé orðinn gagnvirkur þá sé orðin hætta á ávanabindingu. Hann telur að því yngri sem barn er þegar það byrjar mikla notkun á rafrænum skjá og þessum tækjum, því meiri hætta á ávana og fíkn í tæki á unglingsárum. Nauðsynlegt að leiðbeina foreldrum„Við Íslendingar höfum náð frábærum árangri sem hefur vakið alþjóðlega athygli þegar við höfum tekið á áfengis- og vímuefnavanda barna og tóbaksvörnum. Við höfum náð eftirtektarverðum árangri þar. Ég held að þetta sé bara næsta lýðheilsumál sem við þurfum að taka.“ Hann segir að tæknin hafi auðvitað marga kosti en það þurfi að passa að ofnota hana ekki. „Ég held að það þurfi samfélagslega umræðu um þetta og við þurfum að skoða hvar við erum stödd. Við þurfum að leiðbeina foreldrum miklu miklu meira en við gerum.“ Björn hefur sérstakar áhyggjur af ofbeldisleikjum sem eru bannaðir innan ákveðins aldurs. „Ég hef orðið vitni að því bæði í mínu klíníska starfi og á því að spjalla við foreldra að börn langt undir 18 ára aldur eru farin að spila þessa fjölspilaraleiki. Stórar rannsóknir hafa sýnt að börn sem eru útsett fyrir ofbeldisefni á viðkvæmum aldri þau hafi meiri ofbeldishugsanir, ofbeldisfullar tilfinningar og eru líklegri til að beita ofbeldi heldur en börn sem verða ekki fyrir þessum áhrifum.“ Börnin sem eru viðkvæmust fyrir þessu eru þau sem eru með flókin frávik í taugaþroska. „Þau eru veik á svellinu fyrir og viðkvæm fyrir þessum áhrifum.“Björn Hjálmarsson er barna- og unglingageðlæknir á BUGLAðsentGera samning við barnið strax Biður Björn foreldra, afa, ömmur og aðra að gæta að aldursmerkingunum á tölvuleikjum í jólagjafainnkaupunum og virða þær. Hann segir að það þurfi líka að takmarka skjátíma barna yfir daginn. „Það má segja með allra yngstu börnin, ef maður vitnar til fræða bandarísku barnalæknasamtakana, að börn undir 18 mánaða aldri eigi bara alls ekki að vera í þessum tækjum nema þá í mesta lagi þegar þau eru að hafa tengsl við fjartengda ættingja og þá alltaf í fylgd fullorðinna. Börn þriggja til fimm ára ættu ekki að vera nema eina klukkustund á dag.“ Á vefsíðu bandarísku barnalæknasamtakanna er hægt að finna tól til þess að hjálpa foreldrum að gera dagskrá til að reisa skorður fyrir rafrænan skjátíma barna sinna. „Í rauninni þurfa foreldrar bara um leið og börnin eignast sín fyrstu snjalltæki að gera samning við barnið, hvað ætlum við að leyfa mikinn skjátíma á hverjum degi,“ til að koma í veg fyrir að barn breyti félagslífi sínu, hætti að mæta á æfingar eða rústi nætursvefninum sínum vegna skjátíma.Truflar færni og heilsuSamkvæmt rannsókn sem gerð var á skjólstæðingum á BUGL voru þau að fyrir framan skjá í fimm til sjö tíma á dag, sumir með upp í tólf og jafnvel tuttugu tíma. Björn segir að þetta sé á ábyrgð foreldranna, þeir séu lykilþátttakendur í því að passa upp á börnin sín. „Ég lít á yfirdrifinn rafrænan skjátíma hjá barni sem áhættuhegðun. Þetta getur truflað færni og heilsu barnsins, truflað svefn og þetta getur leitt til alvarlegs ávana eða fíknar þegar kemur upp á unglingsárin.“ Björn segir að þetta gildi bæði um stráka og stelpur. „Þetta getur truflað færni barna. Þau geta orðið pirruð, þau geta orðið uppstökk, þau geta farið að sýna óþroskaða og vanstillta hegðun. Þeim getur farið að fara aftur í námi.“Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Miklu betra að kaupa handa þeim gamaldags takkasíma Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir segir mikilvægt að foreldrar og skólarnir séu í samstilltu átaki þegar kemur að snjallsímanotkun því nauðsynlegt sé að setja viðmiðunarreglur. 3. október 2017 09:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Björn Hjálmarsson barnalæknir þekkir dæmi úr sínu starfi um að ungmenni geti orðið öryrkjar vegna of mikillar netnotkunar. „Oft eru þetta um einstaklinga að ræða sem hafa undirliggjandi frávik í taugaþroska, til dæmis eru á einhverfurófinu eða hafa athyglisbrest með ofvirkni eða jafnvel tourette heilkenni,“ sagði Björn í viðtali í Bítinu í morgun. Björn starfar á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans.Samfélagsmiðlar og tölvuleikir eyðileggja námiðHann telur að við þurfum að horfa til Austurlanda fjær og skoða hvernig er tekið á þessum málum en þar er litið á stafrænu tæknibyltinguna sem meiriháttar lýðheilsuvandamál. „Það sem hefur verið að breytast í heilsufari barna okkar á Vesturlöndum og víðar það er svo mikill svefnvandi og svefnlyfjanotkun hjá börnum og unglingum hún vex og vex. Einnig er offitufaraldur í gangi en sem betur fer hefur hægt á honum hér á landi en það breytir því ekki að börnin okkar eru þyngri og feitari en þau hafa nokkru sinni verið í sögulegu samhengi. Þetta tengja margir við hreyfingarleysi við skjátæki.“ Segir Björn að börn séu einnig byrjuð að fá stoðkerfisverki vegna einhæfra hreyfinga við tæki. Allt þetta sé hnignun í heilsufari barna tengd rafrænum skjátíma. Hann segir tvær birtingarmyndir af þessu sjást vel í menntaskólum landsins. „Það eru gáfaðir einstaklingar sem ættu að eiga auðvelt með nám sem heltast úr lestinni vegna þess að þeir eru svo mikið í tækjunum. Það eru þá piltar sem eru í þessum fjölspilaraleikjum og stúlkur sem hafa ánetjast netmiðlunum eða samfélagsmiðlunum.“ Björn segir að sjónvarpið sé kannski saklausast af þessu en um leið og skjárinn sé orðinn gagnvirkur þá sé orðin hætta á ávanabindingu. Hann telur að því yngri sem barn er þegar það byrjar mikla notkun á rafrænum skjá og þessum tækjum, því meiri hætta á ávana og fíkn í tæki á unglingsárum. Nauðsynlegt að leiðbeina foreldrum„Við Íslendingar höfum náð frábærum árangri sem hefur vakið alþjóðlega athygli þegar við höfum tekið á áfengis- og vímuefnavanda barna og tóbaksvörnum. Við höfum náð eftirtektarverðum árangri þar. Ég held að þetta sé bara næsta lýðheilsumál sem við þurfum að taka.“ Hann segir að tæknin hafi auðvitað marga kosti en það þurfi að passa að ofnota hana ekki. „Ég held að það þurfi samfélagslega umræðu um þetta og við þurfum að skoða hvar við erum stödd. Við þurfum að leiðbeina foreldrum miklu miklu meira en við gerum.“ Björn hefur sérstakar áhyggjur af ofbeldisleikjum sem eru bannaðir innan ákveðins aldurs. „Ég hef orðið vitni að því bæði í mínu klíníska starfi og á því að spjalla við foreldra að börn langt undir 18 ára aldur eru farin að spila þessa fjölspilaraleiki. Stórar rannsóknir hafa sýnt að börn sem eru útsett fyrir ofbeldisefni á viðkvæmum aldri þau hafi meiri ofbeldishugsanir, ofbeldisfullar tilfinningar og eru líklegri til að beita ofbeldi heldur en börn sem verða ekki fyrir þessum áhrifum.“ Börnin sem eru viðkvæmust fyrir þessu eru þau sem eru með flókin frávik í taugaþroska. „Þau eru veik á svellinu fyrir og viðkvæm fyrir þessum áhrifum.“Björn Hjálmarsson er barna- og unglingageðlæknir á BUGLAðsentGera samning við barnið strax Biður Björn foreldra, afa, ömmur og aðra að gæta að aldursmerkingunum á tölvuleikjum í jólagjafainnkaupunum og virða þær. Hann segir að það þurfi líka að takmarka skjátíma barna yfir daginn. „Það má segja með allra yngstu börnin, ef maður vitnar til fræða bandarísku barnalæknasamtakana, að börn undir 18 mánaða aldri eigi bara alls ekki að vera í þessum tækjum nema þá í mesta lagi þegar þau eru að hafa tengsl við fjartengda ættingja og þá alltaf í fylgd fullorðinna. Börn þriggja til fimm ára ættu ekki að vera nema eina klukkustund á dag.“ Á vefsíðu bandarísku barnalæknasamtakanna er hægt að finna tól til þess að hjálpa foreldrum að gera dagskrá til að reisa skorður fyrir rafrænan skjátíma barna sinna. „Í rauninni þurfa foreldrar bara um leið og börnin eignast sín fyrstu snjalltæki að gera samning við barnið, hvað ætlum við að leyfa mikinn skjátíma á hverjum degi,“ til að koma í veg fyrir að barn breyti félagslífi sínu, hætti að mæta á æfingar eða rústi nætursvefninum sínum vegna skjátíma.Truflar færni og heilsuSamkvæmt rannsókn sem gerð var á skjólstæðingum á BUGL voru þau að fyrir framan skjá í fimm til sjö tíma á dag, sumir með upp í tólf og jafnvel tuttugu tíma. Björn segir að þetta sé á ábyrgð foreldranna, þeir séu lykilþátttakendur í því að passa upp á börnin sín. „Ég lít á yfirdrifinn rafrænan skjátíma hjá barni sem áhættuhegðun. Þetta getur truflað færni og heilsu barnsins, truflað svefn og þetta getur leitt til alvarlegs ávana eða fíknar þegar kemur upp á unglingsárin.“ Björn segir að þetta gildi bæði um stráka og stelpur. „Þetta getur truflað færni barna. Þau geta orðið pirruð, þau geta orðið uppstökk, þau geta farið að sýna óþroskaða og vanstillta hegðun. Þeim getur farið að fara aftur í námi.“Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Miklu betra að kaupa handa þeim gamaldags takkasíma Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir segir mikilvægt að foreldrar og skólarnir séu í samstilltu átaki þegar kemur að snjallsímanotkun því nauðsynlegt sé að setja viðmiðunarreglur. 3. október 2017 09:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Miklu betra að kaupa handa þeim gamaldags takkasíma Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir segir mikilvægt að foreldrar og skólarnir séu í samstilltu átaki þegar kemur að snjallsímanotkun því nauðsynlegt sé að setja viðmiðunarreglur. 3. október 2017 09:00