Innlent

Elsti Ís­lendingurinn 105 ára gömul kona

Lovísa Arnardóttir skrifar
Fólk við leik á Reykjavíkurtjörn.
Fólk við leik á Reykjavíkurtjörn. Vísir/Vilhelm

Í dag eru 41 einstaklingar 100 ára og eldri og tveir þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1920 og er því 105 ára. Hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í samantekt Þjóðskrár um elstu Íslendingana.

Í fyrra voru 32 konur 100 ára og eldri og tólf karlmenn. Þeim hefur þannig fækkað um þrjá á milli ára.

Í samantekt Þjóðskrár kemur einnig fram að konur eru í meirihluta þeirra sem hafa náð 100 ára aldri eða alls 32 á meðan það eru níu karlar sem eru 100 ára og eldri. Alls eru 15 einstaklingur 100 ára, þar af 13 konur og 2 karlar.

Þeir einstaklingar sem eru yfir 100 ára eru alls 19 konur en 7 karlar.

Ef litið er til hvers árs þá eru tíu konur og fimm karlar 101 árs, fjórar konur og einn karl eru 102 ára og einn karl og tvær konur 103 ára. Þá er ein kona 104 ára og tvær konur 105 ára. Komið hefur fram að elsta kona landsins síðan í desember er Jóninna Margrét Pálsdóttir en hún verður 106 ára í mars.

Þegar horft er á landshluta má sjá að flestir einstaklingar 100 ára og eldri eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða 30 talsins.


Tengdar fréttir

Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar

Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár í fyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár og jókst ævilengd beggja kynja milli ára. Ævilengd háskólamenntaðra hefur aukist mest undanfari ár. Dánartíðni stendur í stað en ungbarnadauði minnkar töluvert milli ára.

Elsti Íslendingurinn er látinn

Þórhildur Magnúsdóttir, sem bar titilinn elsti Íslendingurinn í þrjú ár, lést á laugardaginn 107 ára gömul. Hún hefði orðið árinu eldri þann 22. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×