Afsögn formanns bæjarráðs 5. nóvember 2004 00:01 Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, hefur sagt af sér í framhaldi af umræðu sem átti sér stað á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær um undirritun hans á viljayfirlýsingu um skoðun kaupa á fasteignum. Andrés sagði af sér bæði sem formaður bæjarráðs og formaður í verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss. Andrés hafði án samþykkis eða samráðs við kóng eða prest undirritað viljayfirlýsingu um kaup á hálfónýtum og verðlausum frystihússkumbalda fyrir stórfé undir rekstur menningarhúss. Kaupverðið átti að vera 153 milljónir, eftir því sem fréttastofan kemst næst, en tekið skal fram að sú tala hefur ekki fengist staðfest. Fyrir fáeinum árum ákvað vinnslustöðin að losna við húsið, sem talið var algerlega verðlaust og gott betur, því sá gat fengið húsið gefins sem færi fram á lægstu greiðslu með því, gegn því að mála það að utan og lagfæra þakið þannig að ekki stafaði hætta af foki af þakinu og að húsið yrði ekki lengur lýti í miðbænum. Sá sem fór fram á lægsta tilboðið fékk húsið gefins og 7-10 milljónir í meðgjöf til framkvæmdanna. Upp komst um málið í gær þegar lögmaður eigendans fór að ganga eftir frágangi kaupanna og peningunum fyrir húsið. Byggði hann þar á viljayfirlýsingu Andrésar sem hann hafði enga heimild til að undirrita fyrir hönd nefndarinnar eða bæjarins. Í yfirlýsingu sem Andrés hefur sent frá sér segir meðal annars: „Nokkrar umræður hafa farið fram í verkefnastjórn Menningarhúss um möguleika á því að nýta gömlu Fiskiðju- og Ísfélagshúsin undir hluta af þeirri starfsemi sem samningur um byggingu menningarhúss kveður á um að skuli vera til staðar í Vestmannaeyjum, eftir að verkefninu er lokið. Í framhaldi af þessum umræðum ræddi ég við fltr. eigenda hluta „Fiskiðjuhússins“ í Vestmannaeyjum 12. okt. s.l. um möguleika á kaupum. Á þessum fundi ákvað ég að undirrita viljayfirlýsingu um að kaup á þessari eign yrðu skoðuð frekar í verkefnastjórn um Menningarhús. Ég tilkynnti eigendum hússins í „tölvubréfi“ 27. okt. s.l. að enginn flötur væri á því að halda viðræðum um kaup áfram. Engar kvaðir né skuldbindingar fólust í undirskrift minni gagnvart Vestmannaeyjabæ eða samstarfsaðila hans um byggingu menningarhúss. Á hinn bóginn er mér ljóst að ég hafði ekki umboð verkefnastjórnar til að undirrita þessa yfirlýsingu. Með undirskrift minni urðu mér því á veruleg mistök. Það er eðlilegt að mál þetta verði skoðað frekar. Meðan sú skoðun er í gangi hef ég ákveðið að láta af störfum sem formaður bæjarráðs og af formennsku í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss, og koma á þann hátt til móts við kröfur sem fram komu á fundi bæjarstjórnar í kvöld.“ Í yfirlýsingunni segir Andrés jafnframt að undirritun hans hafi ekki valdið tjóni og ekki bundið Vestmannaeyjabæ, verkefnastjórn eða aðra við nokkrar skuldbindingar fjárhagslegar eða annars eðlis. Svo segir orðrétt: „Það er von mín að yfirlýsing þessi skýri málið að fullu. Jafnframt bið ég alla hlutaðeigandi velvirðingar á þeim mistökum sem mér urðu á með því að undirrita viljayfirlýsinguna og gera ekki grein fyrir því í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss í Vestmannaeyjum. Með vinsemd og virðingu, Andrés Sigmundsson.“ Fréttastofan hefur ekki náð tali af lögmanni eigandans til að kanna hversu bindandi hann teldi undirskriftina vera. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, hefur sagt af sér í framhaldi af umræðu sem átti sér stað á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær um undirritun hans á viljayfirlýsingu um skoðun kaupa á fasteignum. Andrés sagði af sér bæði sem formaður bæjarráðs og formaður í verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss. Andrés hafði án samþykkis eða samráðs við kóng eða prest undirritað viljayfirlýsingu um kaup á hálfónýtum og verðlausum frystihússkumbalda fyrir stórfé undir rekstur menningarhúss. Kaupverðið átti að vera 153 milljónir, eftir því sem fréttastofan kemst næst, en tekið skal fram að sú tala hefur ekki fengist staðfest. Fyrir fáeinum árum ákvað vinnslustöðin að losna við húsið, sem talið var algerlega verðlaust og gott betur, því sá gat fengið húsið gefins sem færi fram á lægstu greiðslu með því, gegn því að mála það að utan og lagfæra þakið þannig að ekki stafaði hætta af foki af þakinu og að húsið yrði ekki lengur lýti í miðbænum. Sá sem fór fram á lægsta tilboðið fékk húsið gefins og 7-10 milljónir í meðgjöf til framkvæmdanna. Upp komst um málið í gær þegar lögmaður eigendans fór að ganga eftir frágangi kaupanna og peningunum fyrir húsið. Byggði hann þar á viljayfirlýsingu Andrésar sem hann hafði enga heimild til að undirrita fyrir hönd nefndarinnar eða bæjarins. Í yfirlýsingu sem Andrés hefur sent frá sér segir meðal annars: „Nokkrar umræður hafa farið fram í verkefnastjórn Menningarhúss um möguleika á því að nýta gömlu Fiskiðju- og Ísfélagshúsin undir hluta af þeirri starfsemi sem samningur um byggingu menningarhúss kveður á um að skuli vera til staðar í Vestmannaeyjum, eftir að verkefninu er lokið. Í framhaldi af þessum umræðum ræddi ég við fltr. eigenda hluta „Fiskiðjuhússins“ í Vestmannaeyjum 12. okt. s.l. um möguleika á kaupum. Á þessum fundi ákvað ég að undirrita viljayfirlýsingu um að kaup á þessari eign yrðu skoðuð frekar í verkefnastjórn um Menningarhús. Ég tilkynnti eigendum hússins í „tölvubréfi“ 27. okt. s.l. að enginn flötur væri á því að halda viðræðum um kaup áfram. Engar kvaðir né skuldbindingar fólust í undirskrift minni gagnvart Vestmannaeyjabæ eða samstarfsaðila hans um byggingu menningarhúss. Á hinn bóginn er mér ljóst að ég hafði ekki umboð verkefnastjórnar til að undirrita þessa yfirlýsingu. Með undirskrift minni urðu mér því á veruleg mistök. Það er eðlilegt að mál þetta verði skoðað frekar. Meðan sú skoðun er í gangi hef ég ákveðið að láta af störfum sem formaður bæjarráðs og af formennsku í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss, og koma á þann hátt til móts við kröfur sem fram komu á fundi bæjarstjórnar í kvöld.“ Í yfirlýsingunni segir Andrés jafnframt að undirritun hans hafi ekki valdið tjóni og ekki bundið Vestmannaeyjabæ, verkefnastjórn eða aðra við nokkrar skuldbindingar fjárhagslegar eða annars eðlis. Svo segir orðrétt: „Það er von mín að yfirlýsing þessi skýri málið að fullu. Jafnframt bið ég alla hlutaðeigandi velvirðingar á þeim mistökum sem mér urðu á með því að undirrita viljayfirlýsinguna og gera ekki grein fyrir því í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss í Vestmannaeyjum. Með vinsemd og virðingu, Andrés Sigmundsson.“ Fréttastofan hefur ekki náð tali af lögmanni eigandans til að kanna hversu bindandi hann teldi undirskriftina vera.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira