Versta frumraunin í aldarfjórðung entist bara fram í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 22:30 Nathan Peterman, til hægri, var langt frá því að vera tilbúinn fyrir stóra sviðið. Vísir/Getty Erfiðasta staðan í ameríska fótboltanum er staða leikstjórnanda. Það er því stórfrétt í bandarískum fjölmiðlum þegar þjálfari NFL-liðs ákveður að skipta um mann í mikilvægustu stöðu leiksins. NFL-liðið Buffalo Bills ákvað að gera breytingu fyrir leik helgarinnar og kom sú breyting mörgum á óvart. Það sem gerðist í leiknum sjálfur var þó eitthvað sem fáir gátu séð fyrir. Þjálfarar liðsins voru greinilega sannfærðir um að það væri rétt að setja Tyrod Taylor á bekkinn en hann hefur verið aðalleikstjórnandi í Buffalo frá árinu 2015. Þjálfarateymið vildi frekar gefa nýliðanum Nathan Peterman tækifæri til að stýra liðinu en það kom fljótt í ljós að sá maður var ekki alveg klár í slíkt verkefni. Nathan Peterman var vissulega að taka risastórt skref þegar hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði í NFL-leik. Sú frumraun breyttist fljótt í martröð enda tók við versta byrjun leikstjórnanda í NFL-deildinni í 26 ár. Í fyrstu sókninni kastaði hann beint á mótherjana sem hlupu upp völlinn og skoruðu. Framhaldið var ekki mikið betra. Þegar var komið fram í hálfleik þá var Nathan Peterman búinn að kasta boltanum fimm sinnum frá sér eða tvisvar sinnum oftar en Tyrod Taylor hafði gert allt tímabilið. Það var ekkert annað í stöðunni að kalla aftur á Tyrod Taylor og setja Nathan Peterman á bekkinn. Nathan Peterman fékk sinn skerf af slæmum samanburðum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í einum hálfleik var hann búinn að kasta boltanum oftar frá sér en lið Dallas Cowboys, New England Patriots og Los Angeles Rams allt tímabilið. Hér fyrir neðan má sjá fleiri staðreyndir um þessa hryllilegu frumraun.Nathan Peterman's 5 interceptions are already tied for the most by any player in his first career start since 1991 (Keith Null, 5 INT in 2009 for Rams) — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017After 5 interceptions in the first half, Nathan Peterman goes to the bench. The #Bills have Tyrod Taylor in at QB. — Ian Rapoport (@RapSheet) November 19, 2017Nathan Peterman threw five picks on his first 14 passes: https://t.co/1ukbooZk8ypic.twitter.com/fySBDBZa3l — Deadspin (@Deadspin) November 19, 2017Nathan Peterman threw more interceptions in the first half than the Cowboys, Patriots and Rams have thrown all season. pic.twitter.com/j93vajF64H — ESPN (@espn) November 19, 2017Nathan Peterman threw a pick-6 on his first drive as the Bills starting QB Tyrod Taylor did not throw a pick-6 in 38 starts for the Bills from 2015-2017 — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017 NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
Erfiðasta staðan í ameríska fótboltanum er staða leikstjórnanda. Það er því stórfrétt í bandarískum fjölmiðlum þegar þjálfari NFL-liðs ákveður að skipta um mann í mikilvægustu stöðu leiksins. NFL-liðið Buffalo Bills ákvað að gera breytingu fyrir leik helgarinnar og kom sú breyting mörgum á óvart. Það sem gerðist í leiknum sjálfur var þó eitthvað sem fáir gátu séð fyrir. Þjálfarar liðsins voru greinilega sannfærðir um að það væri rétt að setja Tyrod Taylor á bekkinn en hann hefur verið aðalleikstjórnandi í Buffalo frá árinu 2015. Þjálfarateymið vildi frekar gefa nýliðanum Nathan Peterman tækifæri til að stýra liðinu en það kom fljótt í ljós að sá maður var ekki alveg klár í slíkt verkefni. Nathan Peterman var vissulega að taka risastórt skref þegar hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði í NFL-leik. Sú frumraun breyttist fljótt í martröð enda tók við versta byrjun leikstjórnanda í NFL-deildinni í 26 ár. Í fyrstu sókninni kastaði hann beint á mótherjana sem hlupu upp völlinn og skoruðu. Framhaldið var ekki mikið betra. Þegar var komið fram í hálfleik þá var Nathan Peterman búinn að kasta boltanum fimm sinnum frá sér eða tvisvar sinnum oftar en Tyrod Taylor hafði gert allt tímabilið. Það var ekkert annað í stöðunni að kalla aftur á Tyrod Taylor og setja Nathan Peterman á bekkinn. Nathan Peterman fékk sinn skerf af slæmum samanburðum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í einum hálfleik var hann búinn að kasta boltanum oftar frá sér en lið Dallas Cowboys, New England Patriots og Los Angeles Rams allt tímabilið. Hér fyrir neðan má sjá fleiri staðreyndir um þessa hryllilegu frumraun.Nathan Peterman's 5 interceptions are already tied for the most by any player in his first career start since 1991 (Keith Null, 5 INT in 2009 for Rams) — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017After 5 interceptions in the first half, Nathan Peterman goes to the bench. The #Bills have Tyrod Taylor in at QB. — Ian Rapoport (@RapSheet) November 19, 2017Nathan Peterman threw five picks on his first 14 passes: https://t.co/1ukbooZk8ypic.twitter.com/fySBDBZa3l — Deadspin (@Deadspin) November 19, 2017Nathan Peterman threw more interceptions in the first half than the Cowboys, Patriots and Rams have thrown all season. pic.twitter.com/j93vajF64H — ESPN (@espn) November 19, 2017Nathan Peterman threw a pick-6 on his first drive as the Bills starting QB Tyrod Taylor did not throw a pick-6 in 38 starts for the Bills from 2015-2017 — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017
NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira