Er þetta raunsæjasti stuðningsmaður ársins? | Mynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 16:00 Stuðningsmaður Cleveland Browns. Vísir/Getty Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum í ameríska fótboltanum um helgina og hefur þar með tapað fyrstu tíu leikjum sínum á NFL-tímabilinu. Liðið vann alla fjóra leikina á undirbúningstímabilinu en það hefur lítið gengið upp eftir að alvaran hófst. Cleveland Browns hefur oft verið nærri sigri í vetur og tapaði meðal annars einu sinni í framlengingu. Það tap á móti Tennessee Titans (9-12) var fjórða nauma tap liðsins á leiktíðinni en liðið tapaði einnig með þremur stigum á móti Pittsburgh Steelers (18-21), Indianapolis Colts (28-31) og New York Jets (14-17). Cleveland Browns var bara þremur stigum undir á móti Jacksonville Jaguars á sunnudaginn, 7-10, en skoraði ekki stig í seinni hálfleiknum og tapaði 7-19. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að það taki á að vera stuðningsmaður Cleveland Browns í dag. Ekki nóg með að gengi liðsins á þessari leiktíð hafi verið slæmt þá vann liðið aðeins 1 af 16 leikjum á síðasta tímabili og hefur tapað yfir 90 prósent leikja sinna undanfarin þrjú tímabil (4 sigrar og 38 töp). Kannski er því eina leiðin fyrir stuðningsfólk Cleveland Browns að komast í gegnum þessa myrku tíma með húmor. Það gerir í það minnsta einn stuðningsmaður Cleveland Browns liðsins sem vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum á dögunum. Hann lét nefnilega merkja Cleveland Browns búningin sinn á sérstakan hátt. Búningurinn byrjaði reyndar með nafn Kellen Winslow yngri á bakinu en hefur lent í smá niðurskurði eins og sjá má hér fyrir neðan.This is a top 10 jersey edit of all time. Started as a Kellen Winslow Jr. Browns jersey ( by @Hansenberg3) pic.twitter.com/MkRSULAXKh — Darren Rovell (@darrenrovell) October 22, 2017 Þar sem áður stóð Winslow í höfuðstöfum aftan á búningnum stendur nú „WINS O“ eða „0 sigrar" upp á íslensku. Nú er spurning hvort að treyjan haldi út tímabilið? NFL Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum í ameríska fótboltanum um helgina og hefur þar með tapað fyrstu tíu leikjum sínum á NFL-tímabilinu. Liðið vann alla fjóra leikina á undirbúningstímabilinu en það hefur lítið gengið upp eftir að alvaran hófst. Cleveland Browns hefur oft verið nærri sigri í vetur og tapaði meðal annars einu sinni í framlengingu. Það tap á móti Tennessee Titans (9-12) var fjórða nauma tap liðsins á leiktíðinni en liðið tapaði einnig með þremur stigum á móti Pittsburgh Steelers (18-21), Indianapolis Colts (28-31) og New York Jets (14-17). Cleveland Browns var bara þremur stigum undir á móti Jacksonville Jaguars á sunnudaginn, 7-10, en skoraði ekki stig í seinni hálfleiknum og tapaði 7-19. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að það taki á að vera stuðningsmaður Cleveland Browns í dag. Ekki nóg með að gengi liðsins á þessari leiktíð hafi verið slæmt þá vann liðið aðeins 1 af 16 leikjum á síðasta tímabili og hefur tapað yfir 90 prósent leikja sinna undanfarin þrjú tímabil (4 sigrar og 38 töp). Kannski er því eina leiðin fyrir stuðningsfólk Cleveland Browns að komast í gegnum þessa myrku tíma með húmor. Það gerir í það minnsta einn stuðningsmaður Cleveland Browns liðsins sem vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum á dögunum. Hann lét nefnilega merkja Cleveland Browns búningin sinn á sérstakan hátt. Búningurinn byrjaði reyndar með nafn Kellen Winslow yngri á bakinu en hefur lent í smá niðurskurði eins og sjá má hér fyrir neðan.This is a top 10 jersey edit of all time. Started as a Kellen Winslow Jr. Browns jersey ( by @Hansenberg3) pic.twitter.com/MkRSULAXKh — Darren Rovell (@darrenrovell) October 22, 2017 Þar sem áður stóð Winslow í höfuðstöfum aftan á búningnum stendur nú „WINS O“ eða „0 sigrar" upp á íslensku. Nú er spurning hvort að treyjan haldi út tímabilið?
NFL Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira