Sjáðu eitt ótrúlegasta kast tímabilsins í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2017 13:45 Wilson var með tvo varnarmenn í sér en náði samt að kasta á samherja. Vísir/Getty Seattle Seahawks vann í nótt dýrmætan sigur á Arizona Cardinals í NFL-deildinni, 22-16, en liðið er í harðri samkeppni við LA Rams um efsta sæti vesturriðils Þjóðardeildarinnar. Seattle fór nokkuð hægt af stað á nýju tímabili en hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Liðið var með foryrstu, 15-10, snemma í fjórða leikhluta og með boltann á eigin vallarhelmingi. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, hafði fengið litla vernd frá sóknarlínu sinni og varnarmenn Arizona hundeltu hann, einu sinni sem oftar í leiknum. En í stað þess að láta fella sig náði Wilson á ótrúlegan máta að kasta boltanum á útherjan Doug Baldwin, sem hljóp 54 jarda með boltann en var ýtt af velli rétt við endamarkið. Í næsta kerfi náði Wilson að gefa snertimarkssendingu á innherjann Jimmy Graham og auka þar með forystu liðsins í 22-10. Ljóst er að kastið ótrúlega á Baldwin, sem má sjá hér fyrir neðan, var lykilatriði fyrir Seattle í leiknum. Hefði Wilson verið felldur hefðu verið meiri líkur á að Seattle hefði misst boltann og Arizona þar með haft tækifæri til að komast yfir. Sigurinn var þó dýrkeyptur fyrir Seattle en alls sjö leikmenn fóru af velli vegna meiðsla í leiknum og komu ekki meira við sögu. Alvarlegustu meiðslin voru þó hjá varnarmanninum Richard Sherman, einnar stærstu stjörnu deildarinnar, sem sleit hásin og spilar ekki meira á tímabilinu. Tveir NFL-leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 á sunnudag. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og New Orleans Saints en klukkan 21.20 mætast Atlanta Falcons og Dallas Cowboys. NFL Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira
Seattle Seahawks vann í nótt dýrmætan sigur á Arizona Cardinals í NFL-deildinni, 22-16, en liðið er í harðri samkeppni við LA Rams um efsta sæti vesturriðils Þjóðardeildarinnar. Seattle fór nokkuð hægt af stað á nýju tímabili en hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Liðið var með foryrstu, 15-10, snemma í fjórða leikhluta og með boltann á eigin vallarhelmingi. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, hafði fengið litla vernd frá sóknarlínu sinni og varnarmenn Arizona hundeltu hann, einu sinni sem oftar í leiknum. En í stað þess að láta fella sig náði Wilson á ótrúlegan máta að kasta boltanum á útherjan Doug Baldwin, sem hljóp 54 jarda með boltann en var ýtt af velli rétt við endamarkið. Í næsta kerfi náði Wilson að gefa snertimarkssendingu á innherjann Jimmy Graham og auka þar með forystu liðsins í 22-10. Ljóst er að kastið ótrúlega á Baldwin, sem má sjá hér fyrir neðan, var lykilatriði fyrir Seattle í leiknum. Hefði Wilson verið felldur hefðu verið meiri líkur á að Seattle hefði misst boltann og Arizona þar með haft tækifæri til að komast yfir. Sigurinn var þó dýrkeyptur fyrir Seattle en alls sjö leikmenn fóru af velli vegna meiðsla í leiknum og komu ekki meira við sögu. Alvarlegustu meiðslin voru þó hjá varnarmanninum Richard Sherman, einnar stærstu stjörnu deildarinnar, sem sleit hásin og spilar ekki meira á tímabilinu. Tveir NFL-leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 á sunnudag. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og New Orleans Saints en klukkan 21.20 mætast Atlanta Falcons og Dallas Cowboys.
NFL Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira