Víkingarnir á hraðri siglingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. nóvember 2017 13:45 Case Keenum spilaði frábærlega fyrir Víkingana í gær. Vísir/Getty Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings eru á hörkusiglingu í NFL-deildinni en liðið vann í gær sinn fimmta sigur í röð, í þetta sinn gegn sterku liði Washington Redskins á útivelli, 38-30. Víkingarnir hafa lent í skakkaföllum í haust, sérstaklega með stöðu leikstjórnanda en öllum að óvörum hefur Case Keenum leyst Sam Bradford af með miklum myndarskap. Keenum, sem þótti ekki spila vel með LA Rams í fyrra, skorðai fjögur snertimörk með því að kasta á fjóra mismunandi samherja. Keenum kláraði alls 21 sendingu í 29 tilraunum, samtals 304 jarda. Þar af greip Adam Thielen boltann átta sinnum, samtals 166 jarda, auk þess að skora eitt snertimark. Stærstu tíðindin í gær voru líklega þau að Teddy Bridgewater, fyrrum leikstjórandi Vikings, var í hóp í fyrsta sinn í meira en 400 daga eftir að hann varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum á æfingu. Bridgewater réð ekki við tilfinningarnar og grét á hliðarlínunni eftir að þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leik. Minnesota Vikings trónir á toppi norðurriðils Þjóðardeildarinnar með sjö sigra. Philadelphia Eagles er með besta árangur deildarinnar með átta sigra en ernirnir voru í fríi þessa helgina. New Orleans Saints og LA Rams hafa einnig unnið sjö leiki í ár og unnu afar sannfærandi sigra í gær. Saints niðurlægði Buffalo Bills og LA Rams lenti ekki í vandræðum með Houston Texans. Þessi fjögur lið standa vel að vígi fyrir úrslitakeppnina en hörð samkeppni er framundan um tvö svokölluð Wild Card-sæti í Þjóðardeildinni.Adrian Clayborn reyndist Dak Prescott afar erfiður í gær.Vísir/GettyAtlanta Falcons gæti vel blandað sér í þá baráttu en liðið minnti á sig í gær með sannfærandi sigri á Dallas, 27-7. Dallas var án lykilmanna í sókn sem voru ýmist í banni eða meiddir og áttu ekki roð gegn öflugir vörn Atlanta. Þar fór Adrian Clayborn fremstur í flokki með sex leikstjórnendafellur. Aðeins einn leikmaður í sögu NFL-deildarinnar hefur verið með fleiri fellur í einum og sama leiknum. Í Ameríkudeildinni eru Pittsburgh Steelers og New England Patriots með besta árangurinn eða sjö sigra. Bæði unnu í gær - Pittsburgh lenti að vísu í basli með slakt lið Indianapolis Colts en vann að lokum sigur. Þá lentu meistararnir í Patriots í engum vandræðum með Denver Broncos í nótt. Þess má svo geta að San Francisco 49ers vann loksins sigur er liðið skellti lánlausu liði NY Giants, 31-21. Það þýðir að aðeins eitt lið er án sigurs í deildinni en Cleveland Browns hefur tapað öllum níu leikjum sínum til þessa. Tveir leikir verða að venju í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. Klukkan 18.00 mætast Minnesota Vikings og LA Rams en klukkan 21.25 verður leikur Oakland Raiders og New England Patriots sýndur.Hér má sjá svipmyndir úr öllum leikjum helgarinnar, á YouTube-rás NFL.Úrslit gærdagsins: New Orleans - Buffalo 47-10 Chicago - Green Bay 16-23 Detroit - Cleveland 38-24 Indianapolis - Pittsburgh 17-20 Jacksonville - LA Chargers 20-17 Tampa Bay - NY Jets 15-10 Tennessee - Cincinnati 24-20 Washington - Minnesota 30-38 LA Rams - Houston 33-27 Atlanta - Dallas 27-7 San Francisco - NY Giants 31-21 Denver - New England 16-41 NFL Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Sjá meira
Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings eru á hörkusiglingu í NFL-deildinni en liðið vann í gær sinn fimmta sigur í röð, í þetta sinn gegn sterku liði Washington Redskins á útivelli, 38-30. Víkingarnir hafa lent í skakkaföllum í haust, sérstaklega með stöðu leikstjórnanda en öllum að óvörum hefur Case Keenum leyst Sam Bradford af með miklum myndarskap. Keenum, sem þótti ekki spila vel með LA Rams í fyrra, skorðai fjögur snertimörk með því að kasta á fjóra mismunandi samherja. Keenum kláraði alls 21 sendingu í 29 tilraunum, samtals 304 jarda. Þar af greip Adam Thielen boltann átta sinnum, samtals 166 jarda, auk þess að skora eitt snertimark. Stærstu tíðindin í gær voru líklega þau að Teddy Bridgewater, fyrrum leikstjórandi Vikings, var í hóp í fyrsta sinn í meira en 400 daga eftir að hann varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum á æfingu. Bridgewater réð ekki við tilfinningarnar og grét á hliðarlínunni eftir að þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leik. Minnesota Vikings trónir á toppi norðurriðils Þjóðardeildarinnar með sjö sigra. Philadelphia Eagles er með besta árangur deildarinnar með átta sigra en ernirnir voru í fríi þessa helgina. New Orleans Saints og LA Rams hafa einnig unnið sjö leiki í ár og unnu afar sannfærandi sigra í gær. Saints niðurlægði Buffalo Bills og LA Rams lenti ekki í vandræðum með Houston Texans. Þessi fjögur lið standa vel að vígi fyrir úrslitakeppnina en hörð samkeppni er framundan um tvö svokölluð Wild Card-sæti í Þjóðardeildinni.Adrian Clayborn reyndist Dak Prescott afar erfiður í gær.Vísir/GettyAtlanta Falcons gæti vel blandað sér í þá baráttu en liðið minnti á sig í gær með sannfærandi sigri á Dallas, 27-7. Dallas var án lykilmanna í sókn sem voru ýmist í banni eða meiddir og áttu ekki roð gegn öflugir vörn Atlanta. Þar fór Adrian Clayborn fremstur í flokki með sex leikstjórnendafellur. Aðeins einn leikmaður í sögu NFL-deildarinnar hefur verið með fleiri fellur í einum og sama leiknum. Í Ameríkudeildinni eru Pittsburgh Steelers og New England Patriots með besta árangurinn eða sjö sigra. Bæði unnu í gær - Pittsburgh lenti að vísu í basli með slakt lið Indianapolis Colts en vann að lokum sigur. Þá lentu meistararnir í Patriots í engum vandræðum með Denver Broncos í nótt. Þess má svo geta að San Francisco 49ers vann loksins sigur er liðið skellti lánlausu liði NY Giants, 31-21. Það þýðir að aðeins eitt lið er án sigurs í deildinni en Cleveland Browns hefur tapað öllum níu leikjum sínum til þessa. Tveir leikir verða að venju í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. Klukkan 18.00 mætast Minnesota Vikings og LA Rams en klukkan 21.25 verður leikur Oakland Raiders og New England Patriots sýndur.Hér má sjá svipmyndir úr öllum leikjum helgarinnar, á YouTube-rás NFL.Úrslit gærdagsins: New Orleans - Buffalo 47-10 Chicago - Green Bay 16-23 Detroit - Cleveland 38-24 Indianapolis - Pittsburgh 17-20 Jacksonville - LA Chargers 20-17 Tampa Bay - NY Jets 15-10 Tennessee - Cincinnati 24-20 Washington - Minnesota 30-38 LA Rams - Houston 33-27 Atlanta - Dallas 27-7 San Francisco - NY Giants 31-21 Denver - New England 16-41
NFL Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti