Víkingarnir á hraðri siglingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. nóvember 2017 13:45 Case Keenum spilaði frábærlega fyrir Víkingana í gær. Vísir/Getty Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings eru á hörkusiglingu í NFL-deildinni en liðið vann í gær sinn fimmta sigur í röð, í þetta sinn gegn sterku liði Washington Redskins á útivelli, 38-30. Víkingarnir hafa lent í skakkaföllum í haust, sérstaklega með stöðu leikstjórnanda en öllum að óvörum hefur Case Keenum leyst Sam Bradford af með miklum myndarskap. Keenum, sem þótti ekki spila vel með LA Rams í fyrra, skorðai fjögur snertimörk með því að kasta á fjóra mismunandi samherja. Keenum kláraði alls 21 sendingu í 29 tilraunum, samtals 304 jarda. Þar af greip Adam Thielen boltann átta sinnum, samtals 166 jarda, auk þess að skora eitt snertimark. Stærstu tíðindin í gær voru líklega þau að Teddy Bridgewater, fyrrum leikstjórandi Vikings, var í hóp í fyrsta sinn í meira en 400 daga eftir að hann varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum á æfingu. Bridgewater réð ekki við tilfinningarnar og grét á hliðarlínunni eftir að þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leik. Minnesota Vikings trónir á toppi norðurriðils Þjóðardeildarinnar með sjö sigra. Philadelphia Eagles er með besta árangur deildarinnar með átta sigra en ernirnir voru í fríi þessa helgina. New Orleans Saints og LA Rams hafa einnig unnið sjö leiki í ár og unnu afar sannfærandi sigra í gær. Saints niðurlægði Buffalo Bills og LA Rams lenti ekki í vandræðum með Houston Texans. Þessi fjögur lið standa vel að vígi fyrir úrslitakeppnina en hörð samkeppni er framundan um tvö svokölluð Wild Card-sæti í Þjóðardeildinni.Adrian Clayborn reyndist Dak Prescott afar erfiður í gær.Vísir/GettyAtlanta Falcons gæti vel blandað sér í þá baráttu en liðið minnti á sig í gær með sannfærandi sigri á Dallas, 27-7. Dallas var án lykilmanna í sókn sem voru ýmist í banni eða meiddir og áttu ekki roð gegn öflugir vörn Atlanta. Þar fór Adrian Clayborn fremstur í flokki með sex leikstjórnendafellur. Aðeins einn leikmaður í sögu NFL-deildarinnar hefur verið með fleiri fellur í einum og sama leiknum. Í Ameríkudeildinni eru Pittsburgh Steelers og New England Patriots með besta árangurinn eða sjö sigra. Bæði unnu í gær - Pittsburgh lenti að vísu í basli með slakt lið Indianapolis Colts en vann að lokum sigur. Þá lentu meistararnir í Patriots í engum vandræðum með Denver Broncos í nótt. Þess má svo geta að San Francisco 49ers vann loksins sigur er liðið skellti lánlausu liði NY Giants, 31-21. Það þýðir að aðeins eitt lið er án sigurs í deildinni en Cleveland Browns hefur tapað öllum níu leikjum sínum til þessa. Tveir leikir verða að venju í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. Klukkan 18.00 mætast Minnesota Vikings og LA Rams en klukkan 21.25 verður leikur Oakland Raiders og New England Patriots sýndur.Hér má sjá svipmyndir úr öllum leikjum helgarinnar, á YouTube-rás NFL.Úrslit gærdagsins: New Orleans - Buffalo 47-10 Chicago - Green Bay 16-23 Detroit - Cleveland 38-24 Indianapolis - Pittsburgh 17-20 Jacksonville - LA Chargers 20-17 Tampa Bay - NY Jets 15-10 Tennessee - Cincinnati 24-20 Washington - Minnesota 30-38 LA Rams - Houston 33-27 Atlanta - Dallas 27-7 San Francisco - NY Giants 31-21 Denver - New England 16-41 NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings eru á hörkusiglingu í NFL-deildinni en liðið vann í gær sinn fimmta sigur í röð, í þetta sinn gegn sterku liði Washington Redskins á útivelli, 38-30. Víkingarnir hafa lent í skakkaföllum í haust, sérstaklega með stöðu leikstjórnanda en öllum að óvörum hefur Case Keenum leyst Sam Bradford af með miklum myndarskap. Keenum, sem þótti ekki spila vel með LA Rams í fyrra, skorðai fjögur snertimörk með því að kasta á fjóra mismunandi samherja. Keenum kláraði alls 21 sendingu í 29 tilraunum, samtals 304 jarda. Þar af greip Adam Thielen boltann átta sinnum, samtals 166 jarda, auk þess að skora eitt snertimark. Stærstu tíðindin í gær voru líklega þau að Teddy Bridgewater, fyrrum leikstjórandi Vikings, var í hóp í fyrsta sinn í meira en 400 daga eftir að hann varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum á æfingu. Bridgewater réð ekki við tilfinningarnar og grét á hliðarlínunni eftir að þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leik. Minnesota Vikings trónir á toppi norðurriðils Þjóðardeildarinnar með sjö sigra. Philadelphia Eagles er með besta árangur deildarinnar með átta sigra en ernirnir voru í fríi þessa helgina. New Orleans Saints og LA Rams hafa einnig unnið sjö leiki í ár og unnu afar sannfærandi sigra í gær. Saints niðurlægði Buffalo Bills og LA Rams lenti ekki í vandræðum með Houston Texans. Þessi fjögur lið standa vel að vígi fyrir úrslitakeppnina en hörð samkeppni er framundan um tvö svokölluð Wild Card-sæti í Þjóðardeildinni.Adrian Clayborn reyndist Dak Prescott afar erfiður í gær.Vísir/GettyAtlanta Falcons gæti vel blandað sér í þá baráttu en liðið minnti á sig í gær með sannfærandi sigri á Dallas, 27-7. Dallas var án lykilmanna í sókn sem voru ýmist í banni eða meiddir og áttu ekki roð gegn öflugir vörn Atlanta. Þar fór Adrian Clayborn fremstur í flokki með sex leikstjórnendafellur. Aðeins einn leikmaður í sögu NFL-deildarinnar hefur verið með fleiri fellur í einum og sama leiknum. Í Ameríkudeildinni eru Pittsburgh Steelers og New England Patriots með besta árangurinn eða sjö sigra. Bæði unnu í gær - Pittsburgh lenti að vísu í basli með slakt lið Indianapolis Colts en vann að lokum sigur. Þá lentu meistararnir í Patriots í engum vandræðum með Denver Broncos í nótt. Þess má svo geta að San Francisco 49ers vann loksins sigur er liðið skellti lánlausu liði NY Giants, 31-21. Það þýðir að aðeins eitt lið er án sigurs í deildinni en Cleveland Browns hefur tapað öllum níu leikjum sínum til þessa. Tveir leikir verða að venju í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. Klukkan 18.00 mætast Minnesota Vikings og LA Rams en klukkan 21.25 verður leikur Oakland Raiders og New England Patriots sýndur.Hér má sjá svipmyndir úr öllum leikjum helgarinnar, á YouTube-rás NFL.Úrslit gærdagsins: New Orleans - Buffalo 47-10 Chicago - Green Bay 16-23 Detroit - Cleveland 38-24 Indianapolis - Pittsburgh 17-20 Jacksonville - LA Chargers 20-17 Tampa Bay - NY Jets 15-10 Tennessee - Cincinnati 24-20 Washington - Minnesota 30-38 LA Rams - Houston 33-27 Atlanta - Dallas 27-7 San Francisco - NY Giants 31-21 Denver - New England 16-41
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira