Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Kristín Ólafsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 19. nóvember 2017 12:31 Slysið varð um hádegisbil í dag. Mynd er frá vettvangi. Vísir Strætisvagn ók aftan á vörubíl á Reykjanesbraut um hádegisbil í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Bílstjóri vörubílsins var einn í bílnum þegar slysið varð. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir sjö hafa verið í strætisvagninum. Bílstjóri vagnsins var á meðal þeirra sem fluttur var á sjúkrahús. Áreksturinn var harður eins og sést á meðfylgjandi myndum en strætisvagninn lenti aftan á vörubílnum. Afturhluti bílsins fór þannig að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins sem er töluvert skemmdur. Engar teljanlegar umferðartafir hafa orðið vegna árekstursins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Enn er þó nokkur viðbúnaður á vettvangi.Uppfært klukkan 12:53:Bílstjóri strætisvagnsins og einn farþegi voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er enginn talinn alvarlega slasaður. Enn er ekki ljóst hvort þeir farþegar strætisvagsins sem eftir urðu á vettvangi fái áfallahjálp. Tildrög árekstursins eru enn óljós og þá er ekki er vitað hvort vörubíllinn var kyrrstæður þegar strætisvagninn hafnaði aftan á honum. Ekki hafa heldur fengist upplýsingar um hálku á vettvangi. Viðbragðsaðilar athafna sig enn á staðnum og gert er ráð fyrir að slökkviliðs- og lögreglumenn verði þar við störf einhverja stund í viðbót. Þá er ekki enn vitað hvenær vörubíllinn og strætisvagninn verða fjarlægðir af vettvangi en greið leið er fyrir umferð fram hjá slysstað.Uppfært klukkan: 13:18:Þrír voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn, bílstjóri vörubifreiðarinnar, bílstjóri strætisvagnsins og einn farþegi úr vagninum. Að sögn blaðamanns á staðnum voru aðrir farþegar sóttir en fólk var eðlilega í miklu áfalli. Það mátti litlu muna að verr færi en aðeins munaði nokkrum sentímetrum á því að pallur vörubílsins færi á bílstjóra strætisvagnsins. Í fyrstu útgáfu af þessari frétt kom fram að samkvæmt slökkviliðinu hefðu tveir verið fluttir á sjúkrahús en rétt er að þrír voru fluttir, það hefur nú verið uppfært. Frá Reykjanesbraut í dag.VísirGreið leið er fyrir umferð fram hjá slysstað.Vísir Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Strætisvagn ók aftan á vörubíl á Reykjanesbraut um hádegisbil í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Bílstjóri vörubílsins var einn í bílnum þegar slysið varð. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir sjö hafa verið í strætisvagninum. Bílstjóri vagnsins var á meðal þeirra sem fluttur var á sjúkrahús. Áreksturinn var harður eins og sést á meðfylgjandi myndum en strætisvagninn lenti aftan á vörubílnum. Afturhluti bílsins fór þannig að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins sem er töluvert skemmdur. Engar teljanlegar umferðartafir hafa orðið vegna árekstursins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Enn er þó nokkur viðbúnaður á vettvangi.Uppfært klukkan 12:53:Bílstjóri strætisvagnsins og einn farþegi voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er enginn talinn alvarlega slasaður. Enn er ekki ljóst hvort þeir farþegar strætisvagsins sem eftir urðu á vettvangi fái áfallahjálp. Tildrög árekstursins eru enn óljós og þá er ekki er vitað hvort vörubíllinn var kyrrstæður þegar strætisvagninn hafnaði aftan á honum. Ekki hafa heldur fengist upplýsingar um hálku á vettvangi. Viðbragðsaðilar athafna sig enn á staðnum og gert er ráð fyrir að slökkviliðs- og lögreglumenn verði þar við störf einhverja stund í viðbót. Þá er ekki enn vitað hvenær vörubíllinn og strætisvagninn verða fjarlægðir af vettvangi en greið leið er fyrir umferð fram hjá slysstað.Uppfært klukkan: 13:18:Þrír voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn, bílstjóri vörubifreiðarinnar, bílstjóri strætisvagnsins og einn farþegi úr vagninum. Að sögn blaðamanns á staðnum voru aðrir farþegar sóttir en fólk var eðlilega í miklu áfalli. Það mátti litlu muna að verr færi en aðeins munaði nokkrum sentímetrum á því að pallur vörubílsins færi á bílstjóra strætisvagnsins. Í fyrstu útgáfu af þessari frétt kom fram að samkvæmt slökkviliðinu hefðu tveir verið fluttir á sjúkrahús en rétt er að þrír voru fluttir, það hefur nú verið uppfært. Frá Reykjanesbraut í dag.VísirGreið leið er fyrir umferð fram hjá slysstað.Vísir
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira