Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2017 11:33 Saltkjötsát getur reynst heilsutæpum háskalegt og einkum ætti hjartaveikt fólk sem og þeir sem eiga við háan blóðþrýsting að eiga að fara varlega í troða sig út af þeim annars ágæta og þjóðlega mat.Saltkjötið telst seint heilsusamlegur maturSprengidagurinn er í dag, eins og flestir vita og þá tíðkast að borða vel af saltkjöti og baunum. Elva Gísladóttir, næringarfræðingur Landlæknisembættisins, segir það vitað að saltkjötið sé ekki sérlega hollt. En, hversu óhollt er saltkjötið? „Það er með saltkjötið á sprengidaginn eins og rjómabollurnar á bolludaginn að þetta er frekar spurning um að halda magninu í hófi og að muna að njóta matarins. Saltkjöt er í eðli sínu saltrík vara og myndi því seint teljast heilsusamlegur matur. En þar sem saltkjöt er líklega sjaldan á borðum hjá flestum landsmönnum, ef til vill bara einu sinni á ári, þá ætti þetta nú almennt ekki að hafa mikil áhrif á heilsuna hjá heilbrigðu fólki,“ segir Elva.Hjartveikir ættu að spara saltkjötið við sigEn, það getur reynst þeim sem ekki eru heilsuhraustir varasamt: „Hjartveikt fólk og fólk með of háan blóðþrýsting þarf þó hinsvegar sérstaklega að gæta hófs þegar kemur að neyslu á saltríkum mat. Líka í dag. Þess vegna er það jákvæð þróun margar verslanir eru farnar að bjóða uppá saltminna saltkjöt og svo eru til ýmis ráð til að draga úr saltmagni máltíðarinnar.“ Elva er svo vinsamleg að leggja lesendum Vísis til ráð sem vert er að hafa í huga í dag.Ráð til að draga úr saltmagni og auka hollustu máltíðarinnar: Kaupa saltminna saltkjöt, fæst í mörgum verslunum. Sjóða saltkjötið í nægjanlega miklu magni af vatni, þannig að það verði ekki of salt og halda saltmagni baunanna í lágmarki. Auka má auðveldlega hollustu baunasúpunnar með því að bæta í hana alls kyns grænmeti, t.d. gulrótum, rófum, blaðlauk, blómkáli eða spergilkáli. Þeir sem þurfa sérstaklega að huga að saltmagni matarins geta líka haft baunasúpuna í aðalhlutverki (með ríkulegu magni af kartöflum og grænmeti – og þá bragbætt með nokkrum kjötbitum eða jafnvel sleppt kjötinu alveg). Elva bendir jafnframt á vef landlæknis í þessu sambandi en þar má sjá nánar um leiðir til að minnka saltneyslu. Heilsa Sprengidagur Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Saltkjötsát getur reynst heilsutæpum háskalegt og einkum ætti hjartaveikt fólk sem og þeir sem eiga við háan blóðþrýsting að eiga að fara varlega í troða sig út af þeim annars ágæta og þjóðlega mat.Saltkjötið telst seint heilsusamlegur maturSprengidagurinn er í dag, eins og flestir vita og þá tíðkast að borða vel af saltkjöti og baunum. Elva Gísladóttir, næringarfræðingur Landlæknisembættisins, segir það vitað að saltkjötið sé ekki sérlega hollt. En, hversu óhollt er saltkjötið? „Það er með saltkjötið á sprengidaginn eins og rjómabollurnar á bolludaginn að þetta er frekar spurning um að halda magninu í hófi og að muna að njóta matarins. Saltkjöt er í eðli sínu saltrík vara og myndi því seint teljast heilsusamlegur matur. En þar sem saltkjöt er líklega sjaldan á borðum hjá flestum landsmönnum, ef til vill bara einu sinni á ári, þá ætti þetta nú almennt ekki að hafa mikil áhrif á heilsuna hjá heilbrigðu fólki,“ segir Elva.Hjartveikir ættu að spara saltkjötið við sigEn, það getur reynst þeim sem ekki eru heilsuhraustir varasamt: „Hjartveikt fólk og fólk með of háan blóðþrýsting þarf þó hinsvegar sérstaklega að gæta hófs þegar kemur að neyslu á saltríkum mat. Líka í dag. Þess vegna er það jákvæð þróun margar verslanir eru farnar að bjóða uppá saltminna saltkjöt og svo eru til ýmis ráð til að draga úr saltmagni máltíðarinnar.“ Elva er svo vinsamleg að leggja lesendum Vísis til ráð sem vert er að hafa í huga í dag.Ráð til að draga úr saltmagni og auka hollustu máltíðarinnar: Kaupa saltminna saltkjöt, fæst í mörgum verslunum. Sjóða saltkjötið í nægjanlega miklu magni af vatni, þannig að það verði ekki of salt og halda saltmagni baunanna í lágmarki. Auka má auðveldlega hollustu baunasúpunnar með því að bæta í hana alls kyns grænmeti, t.d. gulrótum, rófum, blaðlauk, blómkáli eða spergilkáli. Þeir sem þurfa sérstaklega að huga að saltmagni matarins geta líka haft baunasúpuna í aðalhlutverki (með ríkulegu magni af kartöflum og grænmeti – og þá bragbætt með nokkrum kjötbitum eða jafnvel sleppt kjötinu alveg). Elva bendir jafnframt á vef landlæknis í þessu sambandi en þar má sjá nánar um leiðir til að minnka saltneyslu.
Heilsa Sprengidagur Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira