Áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið Erla Ýr Gylfadóttir skrifar 6. nóvember 2017 11:00 Kosningar til Alþingis eru nú nýafstaðnar og sveitastjórnarkosningar eru á næsta ári. Þá er tímabært að skoða hvernig almenningur mótar sér skoðanir í aðdraganda kosninga. Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar. Það er áhugavert að skoða áminninguna í samhengi við rannsókn sem gerð var árið 2010 í Bandaríkjunum. Þá gerði Facebook rannsókn á áhrifum þess að minna notendur sína á kosningarnar í fréttaveitu sinni. Facebook sendi 60 milljónum kosningabærra Bandaríkjamanna áminningu um kosningarnar. Niðurstöður voru þær að kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni voru 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. Segja má að 0,14% sé ekki há tala. En ef talan er sett í samhengi þá munaði einungis 537 atkvæðum á forsetaframbjóðendunum Gore og Bush í Flórída fylki árið 2000 þegar Bush var kjörinn forseti. Hér á Íslandi geta aðeins nokkur atkvæði skipt sköpum vegna fámennisins. Niðurstöðurnar þykja athyglisverðar, enda sýna þær mátt Facebook og hvernig einföld áminning getur haft áhrif á kosningaþátttöku. Ef vald samfélagsmiðils er svo mikið hlýtur að þurfa að skoða hvaða hópar eru líklegri til að nota Facebook að staðaldri og fá slíka áminningu á kjördag. Það skiptir verulegu máli. Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur. Það er líka ógagnsætt hvernig samfélagsmiðlar forgangsraða efni og auglýsingum í fréttaveitum notenda. Samfélagsmiðlar líkt og fjölmiðlar hafa mikið vald. Það er kominn tími til ræða af alvöru hlutverk og skyldur þeirra í aðdraganda kosninga.Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kosningar til Alþingis eru nú nýafstaðnar og sveitastjórnarkosningar eru á næsta ári. Þá er tímabært að skoða hvernig almenningur mótar sér skoðanir í aðdraganda kosninga. Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar. Það er áhugavert að skoða áminninguna í samhengi við rannsókn sem gerð var árið 2010 í Bandaríkjunum. Þá gerði Facebook rannsókn á áhrifum þess að minna notendur sína á kosningarnar í fréttaveitu sinni. Facebook sendi 60 milljónum kosningabærra Bandaríkjamanna áminningu um kosningarnar. Niðurstöður voru þær að kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni voru 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. Segja má að 0,14% sé ekki há tala. En ef talan er sett í samhengi þá munaði einungis 537 atkvæðum á forsetaframbjóðendunum Gore og Bush í Flórída fylki árið 2000 þegar Bush var kjörinn forseti. Hér á Íslandi geta aðeins nokkur atkvæði skipt sköpum vegna fámennisins. Niðurstöðurnar þykja athyglisverðar, enda sýna þær mátt Facebook og hvernig einföld áminning getur haft áhrif á kosningaþátttöku. Ef vald samfélagsmiðils er svo mikið hlýtur að þurfa að skoða hvaða hópar eru líklegri til að nota Facebook að staðaldri og fá slíka áminningu á kjördag. Það skiptir verulegu máli. Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur. Það er líka ógagnsætt hvernig samfélagsmiðlar forgangsraða efni og auglýsingum í fréttaveitum notenda. Samfélagsmiðlar líkt og fjölmiðlar hafa mikið vald. Það er kominn tími til ræða af alvöru hlutverk og skyldur þeirra í aðdraganda kosninga.Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun