Áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið Erla Ýr Gylfadóttir skrifar 6. nóvember 2017 11:00 Kosningar til Alþingis eru nú nýafstaðnar og sveitastjórnarkosningar eru á næsta ári. Þá er tímabært að skoða hvernig almenningur mótar sér skoðanir í aðdraganda kosninga. Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar. Það er áhugavert að skoða áminninguna í samhengi við rannsókn sem gerð var árið 2010 í Bandaríkjunum. Þá gerði Facebook rannsókn á áhrifum þess að minna notendur sína á kosningarnar í fréttaveitu sinni. Facebook sendi 60 milljónum kosningabærra Bandaríkjamanna áminningu um kosningarnar. Niðurstöður voru þær að kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni voru 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. Segja má að 0,14% sé ekki há tala. En ef talan er sett í samhengi þá munaði einungis 537 atkvæðum á forsetaframbjóðendunum Gore og Bush í Flórída fylki árið 2000 þegar Bush var kjörinn forseti. Hér á Íslandi geta aðeins nokkur atkvæði skipt sköpum vegna fámennisins. Niðurstöðurnar þykja athyglisverðar, enda sýna þær mátt Facebook og hvernig einföld áminning getur haft áhrif á kosningaþátttöku. Ef vald samfélagsmiðils er svo mikið hlýtur að þurfa að skoða hvaða hópar eru líklegri til að nota Facebook að staðaldri og fá slíka áminningu á kjördag. Það skiptir verulegu máli. Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur. Það er líka ógagnsætt hvernig samfélagsmiðlar forgangsraða efni og auglýsingum í fréttaveitum notenda. Samfélagsmiðlar líkt og fjölmiðlar hafa mikið vald. Það er kominn tími til ræða af alvöru hlutverk og skyldur þeirra í aðdraganda kosninga.Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kosningar til Alþingis eru nú nýafstaðnar og sveitastjórnarkosningar eru á næsta ári. Þá er tímabært að skoða hvernig almenningur mótar sér skoðanir í aðdraganda kosninga. Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar. Það er áhugavert að skoða áminninguna í samhengi við rannsókn sem gerð var árið 2010 í Bandaríkjunum. Þá gerði Facebook rannsókn á áhrifum þess að minna notendur sína á kosningarnar í fréttaveitu sinni. Facebook sendi 60 milljónum kosningabærra Bandaríkjamanna áminningu um kosningarnar. Niðurstöður voru þær að kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni voru 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. Segja má að 0,14% sé ekki há tala. En ef talan er sett í samhengi þá munaði einungis 537 atkvæðum á forsetaframbjóðendunum Gore og Bush í Flórída fylki árið 2000 þegar Bush var kjörinn forseti. Hér á Íslandi geta aðeins nokkur atkvæði skipt sköpum vegna fámennisins. Niðurstöðurnar þykja athyglisverðar, enda sýna þær mátt Facebook og hvernig einföld áminning getur haft áhrif á kosningaþátttöku. Ef vald samfélagsmiðils er svo mikið hlýtur að þurfa að skoða hvaða hópar eru líklegri til að nota Facebook að staðaldri og fá slíka áminningu á kjördag. Það skiptir verulegu máli. Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur. Það er líka ógagnsætt hvernig samfélagsmiðlar forgangsraða efni og auglýsingum í fréttaveitum notenda. Samfélagsmiðlar líkt og fjölmiðlar hafa mikið vald. Það er kominn tími til ræða af alvöru hlutverk og skyldur þeirra í aðdraganda kosninga.Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar