Konan virtist mjög drukkin og þurfti fjóra lögregluþjóna til þess að fjarlægja hana af leikvanginum.
Í myndbandi sem birtist á Twitter síðu Barstool Sports sést konan slá til lögregluþjónsins og hann bregst harkalega við og slær hana fast til baka.
Lögreglan í Miami-Dade gaf út yfirlýsingu þar sem hún segist vera að afla sér upplýsinga um málið.
„Að tryggja öruggt umhverfi á viðburðum sem þessum er okkar fremsta mál. Einstaklingurinn á myndbandinu var fjarlægð af lögregluþjónum okkar vegna hegðunar hennar,“ segir í yfirlýsingunni.
„Hún var síðan handtekin fyrir að slá til lögregluþjónsins. Yfirmenn eru að fara yfir myndbandið til að tryggja að farið hafi verið eftir hegðunarreglum okkar.“
The U is back @BarstoolUMiamipic.twitter.com/MI96aa4zh4
— Barstool Sports (@barstoolsports) November 5, 2017