Leggið nöfn þeirra á minnið Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 21:30 Það er alltaf gaman að fylgjast með nýjum stjörnum raða sér á stjörnuhimininn og fá að sjá hæfileika þeirra blómstra. Hér eru nokkur ungstirni sem margir ættu að kannast við, en við spáum því að frægðarsól þeirra eigi eftir að skína enn skærar á næstu misserum.Jacob Tremblay Jacob lék á móti Brie Larson í kvikmyndinni Room frá árinu 2015 þegar hann var aðeins átta ára. Í myndinni lék hann Jack, ungan dreng sem var fastur í pínulitlu herbergi með móður sinni. Myndin hlaut lof gagnrýnanda og Jacob krækti í Critics’ Choice-kvikmyndaverðlaunin sem besti ungi listamaðurinn. Þessi kanadíski leikari vinnur nú að ýmsum verkefnum, þar á meðal kvikmyndunum The Death and Life of John F. Donovan og The Predator sem koma í kvikmyndahús á næsta ári. Millie Bobby Brown Þessi unga leikkona er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Eleven í Netflix-sjónvarpsþáttaseríunni Stranger Things, en önnur sería var frumsýnd fyrir stuttu. Millie hefur meðal annars verið tilnefnd til Primetime Emmy-verðlauna og SAG-verðlauna fyrir frammistöðu sína í þáttunum. Millie þreytir frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Godzilla: King of the Monsters, framhald myndarinnar Godzilla, en von er á henni í kvikmyndahús árið 2019.Kaia Gerber Fyrirsætan Kaia Gerber er dóttir ofurfyrirsætunnar Cindy Crawford og Rande Gerber og landaði fyrsta fyrirsætustarfinu hjá Versace þegar hún var aðeins 10 ára. Kaia prýddi forsíðu Vogue París í mars árið 2016 ásamt móður sinni og fyrr í ár opnaði hún tískusýningu Chanel á tískuvikunni í París. Kaia var tilnefnd sem fyrirsæta ársins á Fashion-verðlaununum í ár og er andlit Marc Jacobs’ Beauty.Mackenzie Foy Mackenzie er líklegast þekktust fyrir leik sinn í The Twilight Saga: Breaking Dawn - Part 2 þar sem hún fór með hlutverk Renesmee Cullen. Þá lék hún einnig í stórmyndinni Interstellar. Leikkonan snýr aftur á hvíta tjaldið á næsta ári í kvikmyndinni The Nutcracker and the Four Realms, þar sem hún leikur á móti Keiru Knightley, Morgan Freeman og Helen Mirren.Auli’i Cravalho Heimurinn tók fyrst eftir Auli’i þegar hún ljáði teiknimyndapersónunni Moana rödd sína í samnefndri mynd í fyrra. Fyrir þá frammistöðu hlaut hún Annie-verðlaunin, Teen Choice-verðlaunin og Alliance of Women Film Journalists-verðlaunin. Síðan þá hefur hún haft í nægu að snúast við að lesa inn á teiknimyndir, til dæmis Ralph Breaks the Internet: Wreck-It Ralph 2 sem frumsýnd verður á næsta ári. Auli’i leikur í NBC-dramaseríunni Rise sem sýnd verður á næsta ári en það verður fyrsta verkefni hennar í sjónvarpi.Sadie Sink Aðdáendur þáttanna Stranger Things eru hæstánægðir með frammistöðu Sadie í annarri seríu, en þar fer hún með hlutverk táningsins Max. Sadie er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Suzanne Ballard í sjónvarpsþáttunum American Odyssey en hefur líka leikið á Broadway, þar á meðal í Annie og The Audience. Þá muna einhverjir eftir henni úr þáttunum Unbreakable Kimmy Schmidt og úr kvikmyndunum The Bleeder og The Glass House.Abraham Attah Leikarinn knái sló í gegn í kvikmyndinni Beasts of No Nation, en myndin var tilnefnd til fjölda verðlauna, þar á meðal Golden Globe, SAG og BAFTA. Þá fékk Abraham Independent Spirit-verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni, aðeins 15 ára gamall. Abraham lék einnig í kvikmyndinni Spider-Man: Homecoming sem frumsýnd var á þessu ári og bíða margir spenntir eftir næsta verkefni sem hann tekur að sér.Maddie Ziegler Hér erum við að tala um svokallaða þrefalda ógn: leikara, dansara og fyrirsætu. Maddie hóf ferilinn í þáttunum Dance Moms árið 2011 og fangaði athygli poppsöngkonunnar Siu. Í framhaldinu lék Maddie eftirminnilega í sex tónlistarmyndböndum stjörnunnar, þar á meðal við lagið Chandelier. Maddie settist í dómarasætið í þættinum So You Think You Can Dance: The Next Generation árið 2016 og ári síðar gaf hún út metsölubókina The Maddie Diaries. Maddie var að gefa út bókina The Audition og er virkur meðlimur í herferðinni Dancers Against Cancer, eða dansarar gegn krabbameini. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Það er alltaf gaman að fylgjast með nýjum stjörnum raða sér á stjörnuhimininn og fá að sjá hæfileika þeirra blómstra. Hér eru nokkur ungstirni sem margir ættu að kannast við, en við spáum því að frægðarsól þeirra eigi eftir að skína enn skærar á næstu misserum.Jacob Tremblay Jacob lék á móti Brie Larson í kvikmyndinni Room frá árinu 2015 þegar hann var aðeins átta ára. Í myndinni lék hann Jack, ungan dreng sem var fastur í pínulitlu herbergi með móður sinni. Myndin hlaut lof gagnrýnanda og Jacob krækti í Critics’ Choice-kvikmyndaverðlaunin sem besti ungi listamaðurinn. Þessi kanadíski leikari vinnur nú að ýmsum verkefnum, þar á meðal kvikmyndunum The Death and Life of John F. Donovan og The Predator sem koma í kvikmyndahús á næsta ári. Millie Bobby Brown Þessi unga leikkona er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Eleven í Netflix-sjónvarpsþáttaseríunni Stranger Things, en önnur sería var frumsýnd fyrir stuttu. Millie hefur meðal annars verið tilnefnd til Primetime Emmy-verðlauna og SAG-verðlauna fyrir frammistöðu sína í þáttunum. Millie þreytir frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Godzilla: King of the Monsters, framhald myndarinnar Godzilla, en von er á henni í kvikmyndahús árið 2019.Kaia Gerber Fyrirsætan Kaia Gerber er dóttir ofurfyrirsætunnar Cindy Crawford og Rande Gerber og landaði fyrsta fyrirsætustarfinu hjá Versace þegar hún var aðeins 10 ára. Kaia prýddi forsíðu Vogue París í mars árið 2016 ásamt móður sinni og fyrr í ár opnaði hún tískusýningu Chanel á tískuvikunni í París. Kaia var tilnefnd sem fyrirsæta ársins á Fashion-verðlaununum í ár og er andlit Marc Jacobs’ Beauty.Mackenzie Foy Mackenzie er líklegast þekktust fyrir leik sinn í The Twilight Saga: Breaking Dawn - Part 2 þar sem hún fór með hlutverk Renesmee Cullen. Þá lék hún einnig í stórmyndinni Interstellar. Leikkonan snýr aftur á hvíta tjaldið á næsta ári í kvikmyndinni The Nutcracker and the Four Realms, þar sem hún leikur á móti Keiru Knightley, Morgan Freeman og Helen Mirren.Auli’i Cravalho Heimurinn tók fyrst eftir Auli’i þegar hún ljáði teiknimyndapersónunni Moana rödd sína í samnefndri mynd í fyrra. Fyrir þá frammistöðu hlaut hún Annie-verðlaunin, Teen Choice-verðlaunin og Alliance of Women Film Journalists-verðlaunin. Síðan þá hefur hún haft í nægu að snúast við að lesa inn á teiknimyndir, til dæmis Ralph Breaks the Internet: Wreck-It Ralph 2 sem frumsýnd verður á næsta ári. Auli’i leikur í NBC-dramaseríunni Rise sem sýnd verður á næsta ári en það verður fyrsta verkefni hennar í sjónvarpi.Sadie Sink Aðdáendur þáttanna Stranger Things eru hæstánægðir með frammistöðu Sadie í annarri seríu, en þar fer hún með hlutverk táningsins Max. Sadie er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Suzanne Ballard í sjónvarpsþáttunum American Odyssey en hefur líka leikið á Broadway, þar á meðal í Annie og The Audience. Þá muna einhverjir eftir henni úr þáttunum Unbreakable Kimmy Schmidt og úr kvikmyndunum The Bleeder og The Glass House.Abraham Attah Leikarinn knái sló í gegn í kvikmyndinni Beasts of No Nation, en myndin var tilnefnd til fjölda verðlauna, þar á meðal Golden Globe, SAG og BAFTA. Þá fékk Abraham Independent Spirit-verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni, aðeins 15 ára gamall. Abraham lék einnig í kvikmyndinni Spider-Man: Homecoming sem frumsýnd var á þessu ári og bíða margir spenntir eftir næsta verkefni sem hann tekur að sér.Maddie Ziegler Hér erum við að tala um svokallaða þrefalda ógn: leikara, dansara og fyrirsætu. Maddie hóf ferilinn í þáttunum Dance Moms árið 2011 og fangaði athygli poppsöngkonunnar Siu. Í framhaldinu lék Maddie eftirminnilega í sex tónlistarmyndböndum stjörnunnar, þar á meðal við lagið Chandelier. Maddie settist í dómarasætið í þættinum So You Think You Can Dance: The Next Generation árið 2016 og ári síðar gaf hún út metsölubókina The Maddie Diaries. Maddie var að gefa út bókina The Audition og er virkur meðlimur í herferðinni Dancers Against Cancer, eða dansarar gegn krabbameini.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira