Það eru almenn mannréttindi Anna Kobrún Árnadóttir skrifar 23. október 2017 10:28 Það er ljóst að það þarf að tryggja það sem ég vil kalla mannréttindi öryrkja. Í umræðunni er gjarna talað um hópa, en við þurfum að hafa í huga að innan hópa eru margir mismunandi einstaklingar með styrkleika og veikleika og þar með ólíkar þarfir. Það er ekkert öðruvísi en í samfélaginu öllu, innan þess eru líka mismunandi einstaklingar með ólíkar þarfir og það sem meira er, að þar leggjum við okkur fram um að tryggja mannréttindi allra einstaklinga, það ætti að hafa í huga þegar verið er að ræða aðstæður öryrkja. Við eigum að sjá til þess að viðhorf til öryrkja breytist, kerfinu þarf að breyta þannig að öryrkjar eins og aðrir verði metnir að verðleikum. Sem dæmi vil ég nefna að oft er talað um að öryrkjar séu nokkurskonar kerfisfræðingar, þessi fullyrðing sett fram sem kaldhæðni eða jafnvel niðrandi en veruleikinn er nú samt þannig að til þess að geta fótað sig í lífinu þurfa öryrkjar að vera kerfisfræðingar. Það er þvílíkur frumskógur sem mætir einstaklingum sem oft skyndilega þurfa á framfærslu hins opinbera að halda og eins gott að þeir hafi getu til þess að krafla sig fram úr öllum þeim reglum sem fylgja því að dragast skyndilega inn í heim hindrana. Oft verður þessi frumskógur kerfisins of þéttur og þess vegna þarf að bregðast við. Það á að koma til móts við öryrkja, taka þarf upp viðræður við Öryrkjabandalagið til þess að tryggja öryrkjum almenn mannréttindi, við ætlum að horfa til styrkleika einstaklinga í stað þess sem hindrar, það er mikilvæg viðhorfsbreyting því það þarf að breyta því hvernig kerfið lítur á öryrkja og þeirra aðstæður, fjárhagslegt sjálfstæði er einn þáttur og hann á að byggja á sterkum grunni, allir einstaklingar eiga rétt á því. Það eru almenn mannréttindi.Anna Kolbrún Árnadóttir, höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að það þarf að tryggja það sem ég vil kalla mannréttindi öryrkja. Í umræðunni er gjarna talað um hópa, en við þurfum að hafa í huga að innan hópa eru margir mismunandi einstaklingar með styrkleika og veikleika og þar með ólíkar þarfir. Það er ekkert öðruvísi en í samfélaginu öllu, innan þess eru líka mismunandi einstaklingar með ólíkar þarfir og það sem meira er, að þar leggjum við okkur fram um að tryggja mannréttindi allra einstaklinga, það ætti að hafa í huga þegar verið er að ræða aðstæður öryrkja. Við eigum að sjá til þess að viðhorf til öryrkja breytist, kerfinu þarf að breyta þannig að öryrkjar eins og aðrir verði metnir að verðleikum. Sem dæmi vil ég nefna að oft er talað um að öryrkjar séu nokkurskonar kerfisfræðingar, þessi fullyrðing sett fram sem kaldhæðni eða jafnvel niðrandi en veruleikinn er nú samt þannig að til þess að geta fótað sig í lífinu þurfa öryrkjar að vera kerfisfræðingar. Það er þvílíkur frumskógur sem mætir einstaklingum sem oft skyndilega þurfa á framfærslu hins opinbera að halda og eins gott að þeir hafi getu til þess að krafla sig fram úr öllum þeim reglum sem fylgja því að dragast skyndilega inn í heim hindrana. Oft verður þessi frumskógur kerfisins of þéttur og þess vegna þarf að bregðast við. Það á að koma til móts við öryrkja, taka þarf upp viðræður við Öryrkjabandalagið til þess að tryggja öryrkjum almenn mannréttindi, við ætlum að horfa til styrkleika einstaklinga í stað þess sem hindrar, það er mikilvæg viðhorfsbreyting því það þarf að breyta því hvernig kerfið lítur á öryrkja og þeirra aðstæður, fjárhagslegt sjálfstæði er einn þáttur og hann á að byggja á sterkum grunni, allir einstaklingar eiga rétt á því. Það eru almenn mannréttindi.Anna Kolbrún Árnadóttir, höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar