Það eru almenn mannréttindi Anna Kobrún Árnadóttir skrifar 23. október 2017 10:28 Það er ljóst að það þarf að tryggja það sem ég vil kalla mannréttindi öryrkja. Í umræðunni er gjarna talað um hópa, en við þurfum að hafa í huga að innan hópa eru margir mismunandi einstaklingar með styrkleika og veikleika og þar með ólíkar þarfir. Það er ekkert öðruvísi en í samfélaginu öllu, innan þess eru líka mismunandi einstaklingar með ólíkar þarfir og það sem meira er, að þar leggjum við okkur fram um að tryggja mannréttindi allra einstaklinga, það ætti að hafa í huga þegar verið er að ræða aðstæður öryrkja. Við eigum að sjá til þess að viðhorf til öryrkja breytist, kerfinu þarf að breyta þannig að öryrkjar eins og aðrir verði metnir að verðleikum. Sem dæmi vil ég nefna að oft er talað um að öryrkjar séu nokkurskonar kerfisfræðingar, þessi fullyrðing sett fram sem kaldhæðni eða jafnvel niðrandi en veruleikinn er nú samt þannig að til þess að geta fótað sig í lífinu þurfa öryrkjar að vera kerfisfræðingar. Það er þvílíkur frumskógur sem mætir einstaklingum sem oft skyndilega þurfa á framfærslu hins opinbera að halda og eins gott að þeir hafi getu til þess að krafla sig fram úr öllum þeim reglum sem fylgja því að dragast skyndilega inn í heim hindrana. Oft verður þessi frumskógur kerfisins of þéttur og þess vegna þarf að bregðast við. Það á að koma til móts við öryrkja, taka þarf upp viðræður við Öryrkjabandalagið til þess að tryggja öryrkjum almenn mannréttindi, við ætlum að horfa til styrkleika einstaklinga í stað þess sem hindrar, það er mikilvæg viðhorfsbreyting því það þarf að breyta því hvernig kerfið lítur á öryrkja og þeirra aðstæður, fjárhagslegt sjálfstæði er einn þáttur og hann á að byggja á sterkum grunni, allir einstaklingar eiga rétt á því. Það eru almenn mannréttindi.Anna Kolbrún Árnadóttir, höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að það þarf að tryggja það sem ég vil kalla mannréttindi öryrkja. Í umræðunni er gjarna talað um hópa, en við þurfum að hafa í huga að innan hópa eru margir mismunandi einstaklingar með styrkleika og veikleika og þar með ólíkar þarfir. Það er ekkert öðruvísi en í samfélaginu öllu, innan þess eru líka mismunandi einstaklingar með ólíkar þarfir og það sem meira er, að þar leggjum við okkur fram um að tryggja mannréttindi allra einstaklinga, það ætti að hafa í huga þegar verið er að ræða aðstæður öryrkja. Við eigum að sjá til þess að viðhorf til öryrkja breytist, kerfinu þarf að breyta þannig að öryrkjar eins og aðrir verði metnir að verðleikum. Sem dæmi vil ég nefna að oft er talað um að öryrkjar séu nokkurskonar kerfisfræðingar, þessi fullyrðing sett fram sem kaldhæðni eða jafnvel niðrandi en veruleikinn er nú samt þannig að til þess að geta fótað sig í lífinu þurfa öryrkjar að vera kerfisfræðingar. Það er þvílíkur frumskógur sem mætir einstaklingum sem oft skyndilega þurfa á framfærslu hins opinbera að halda og eins gott að þeir hafi getu til þess að krafla sig fram úr öllum þeim reglum sem fylgja því að dragast skyndilega inn í heim hindrana. Oft verður þessi frumskógur kerfisins of þéttur og þess vegna þarf að bregðast við. Það á að koma til móts við öryrkja, taka þarf upp viðræður við Öryrkjabandalagið til þess að tryggja öryrkjum almenn mannréttindi, við ætlum að horfa til styrkleika einstaklinga í stað þess sem hindrar, það er mikilvæg viðhorfsbreyting því það þarf að breyta því hvernig kerfið lítur á öryrkja og þeirra aðstæður, fjárhagslegt sjálfstæði er einn þáttur og hann á að byggja á sterkum grunni, allir einstaklingar eiga rétt á því. Það eru almenn mannréttindi.Anna Kolbrún Árnadóttir, höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar