Þegar sjö umferðum er lokið í NFL-deildinni er Philadelphia Eagles nokkuð óvænt með besta árangurinn í deildinni.
Ernirnir eru búnir að vinna sex leiki og tapa einum. Þeir skelltu Washington, 34-24, í nótt þar sem leikstjórnandi þeirra, Carson Wentz, fór á kostum.
Wentz virðist vera púslið sem hefur vantað í liðið síðustu ár. Hann kláraði 17 af 25 sendingum sínum í nótt fyrir 268 jördum og heilum fjórum snertimörkum. Hann hljóp þess utan 63 jarda. Algjörlega óstöðvandi.
Fimm lið eru með 5-2 árangur í vetur og aðeins tvö lið hafa tapað öllum sínum leikjum það sem af er. Það eru San Francisco 49ers og Cleveland Browns.
Úrslit helgarinnar:
Philadelphia - Washington 34-24
Buffalo - Tampa Bay 30-27
Chicago - Carolina 17-3
Cleveland - Tennessee 9-12
Green Bay - New Orleans 17-26
Indianapolis - Jacksonville 0-27
LA Rams - Arizona 33-0
Miami - NY Jets 31-28
Minnesota - Baltimore 24-16
San Francisco - Dallas 10-40
Pittsburgh - Cincinnati 29-14
LA Chargers - Denver 21-0
NY Giants - Seattle 7-24
New England - Atlanta 23-7
Staðan í NFL-deildinni.
