Minni áhyggjur – meira val Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 12. október 2017 07:00 Sú kynslóð sem hefur rutt brautina fyrir okkur hin á skilið að lifa áhyggjulausu lífi. Við hin sem höfum tekið við og störfum að málum til að bæta samfélagið verðum að tryggja að aldraðir þurfi ekki að bíða áhyggjufullir eftir þjónustu- og hjúkrunaríbúðum, hafi val um að vinna og þurfi ekki að borga háar fjárhæðir í tannlæknakostnað. Framsókn vill stórátak í byggingu á þjónustuíbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Við viljum byggja 300 nýjar íbúðir á ári fyrir aldraða næstu árin. Biðlistar eru langir og munu lengjast verði ekki gripið til aðgerða. Framsókn vill leita eftir samstarfi við lífeyrissjóðina um að fjárfesta fyrir minnst 10 milljarða árlega í hagkvæmum þjónustu- og hjúkrunaríbúðum fyrir aldraða í þeim sveitarfélögum þar sem þörfin er brýnust. Lífeyrissjóðirnir þurfa fleiri fjárfestingarkosti og gæti þessi leið verið samfélagslega hagkvæm. Framsókn vill afnema frítekjumarkið af atvinnutekjum. Margir þeir sem eru komnir á efri ár og eiga rétt á lífeyri frá almannatryggingum vilja halda áfram að vinna. Fólk á rétt á að hafa val. Þeir sem vilja og geta unnið eiga að fá tækifæri til þess. Fátt er jafn ömurlegt og að langa til að halda áfram á atvinnumarkaðnum en upplifa neikvæða umbun í formi skerðingar á lífeyri. Atvinnuþátttaka aldraðra leiðir til betri heilsu og heilbrigðara samfélags. Framsókn vill einnig setja 1 milljarð strax í aukna niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði aldraðra. Rannsóknir hafa sýnt að tannheilsu aldraðra hefur hrakað síðastliðin ár. Hver skyldi vera orsökin fyrir því? Tannlæknakostnaður getur verið stór biti að kyngja fyrir marga. Sérstaklega ef innkoman er bundin við lágmarkslífeyri. Ríkið verður að standa við loforð um að greiða niður 75% af kostnaðinum. Gjaldskrá um endurgreiðslu aldraðra þarf að uppfæra svo hún endurspegli hækkanir síðustu ára. Við höfum forsendur til að framkvæma þessi atriði. Afgangur er af ríkisrekstri og sveigjanleikinn er til staðar. Aldraðir eiga að geta lifað eðlilegu, áhyggjulausu lífi og fá að taka þátt í samfélaginu. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sú kynslóð sem hefur rutt brautina fyrir okkur hin á skilið að lifa áhyggjulausu lífi. Við hin sem höfum tekið við og störfum að málum til að bæta samfélagið verðum að tryggja að aldraðir þurfi ekki að bíða áhyggjufullir eftir þjónustu- og hjúkrunaríbúðum, hafi val um að vinna og þurfi ekki að borga háar fjárhæðir í tannlæknakostnað. Framsókn vill stórátak í byggingu á þjónustuíbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Við viljum byggja 300 nýjar íbúðir á ári fyrir aldraða næstu árin. Biðlistar eru langir og munu lengjast verði ekki gripið til aðgerða. Framsókn vill leita eftir samstarfi við lífeyrissjóðina um að fjárfesta fyrir minnst 10 milljarða árlega í hagkvæmum þjónustu- og hjúkrunaríbúðum fyrir aldraða í þeim sveitarfélögum þar sem þörfin er brýnust. Lífeyrissjóðirnir þurfa fleiri fjárfestingarkosti og gæti þessi leið verið samfélagslega hagkvæm. Framsókn vill afnema frítekjumarkið af atvinnutekjum. Margir þeir sem eru komnir á efri ár og eiga rétt á lífeyri frá almannatryggingum vilja halda áfram að vinna. Fólk á rétt á að hafa val. Þeir sem vilja og geta unnið eiga að fá tækifæri til þess. Fátt er jafn ömurlegt og að langa til að halda áfram á atvinnumarkaðnum en upplifa neikvæða umbun í formi skerðingar á lífeyri. Atvinnuþátttaka aldraðra leiðir til betri heilsu og heilbrigðara samfélags. Framsókn vill einnig setja 1 milljarð strax í aukna niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði aldraðra. Rannsóknir hafa sýnt að tannheilsu aldraðra hefur hrakað síðastliðin ár. Hver skyldi vera orsökin fyrir því? Tannlæknakostnaður getur verið stór biti að kyngja fyrir marga. Sérstaklega ef innkoman er bundin við lágmarkslífeyri. Ríkið verður að standa við loforð um að greiða niður 75% af kostnaðinum. Gjaldskrá um endurgreiðslu aldraðra þarf að uppfæra svo hún endurspegli hækkanir síðustu ára. Við höfum forsendur til að framkvæma þessi atriði. Afgangur er af ríkisrekstri og sveigjanleikinn er til staðar. Aldraðir eiga að geta lifað eðlilegu, áhyggjulausu lífi og fá að taka þátt í samfélaginu. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun