Áfrýjunardómstóll úrskurðaði í gær að NFL-deildin geti sett hlaupara Dallas Cowboys, Ezekiel Elliott, í sex leikja bann.
Elliott var upprunalega dæmdur í bannið vegna ásakanna um heimilisofbeldi. Hlauparinn kærði þann úrskurð og hefur því fengið að spila með Kúrekunum í upphafi leiktíðar á meðal málið veltist um í kerfinu.
Í gær kom svo nýjasti úrskurðurinn og NFL-deildin gaf það í kjölfarið út að bann Elliott tæki strax gildi. Það mun halda svo lengi sem Elliott reyni ekki að áfrýja á nýjan leik.
Lögfræðingateymi Elliott er aftur á móti ekki búið að gefast upp og er að skoða alla möguleika í framhaldinu.
Það er því alls ekki víst að Elliott fari strax í bann en Cowboys á næst leik þann 22. október.
Elliott kominn í sex leikja bann
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


