Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2017 13:02 Börn í Víðistaðaskóla fengu afhent skólagögn fyrr í dag. vísir/sigurjón Nemendur í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði fá í dag skólagögn en afhending stílabóka og ritfanga tafðist í fimm vikur. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa 710 nemendur skólans verið án gagna í skólanum í fimm vikur þar sem aðeins brotabrot höfðu borist frá birgi. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," sagði Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri Víðistaðaskóla í kvöldfréttum í gær.Mannleg mistökUm miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli fékk ekki gögnin vegna mannlegra mistaka. Í tilkynningu á vef Hafnarfjarðabæjar kemur fram að eftir að Fræðsluráð Hafnarfjarðar hafi samþykkt gjaldfrjálsa grunnskólagöngu í bæjarfélaginu hafi verkefnið verið boðið út og Penninn Eymundson hafi verið með hagstæðasta tilboðið og tekið jafnframt að sér að útvega gögnin. „Þrátt fyrir athugasemdir frá skólanum og starfsfólki á Fræðslu- og frístundaþjónustu bæjarins taldi birginn að vörurnar væru komnar eða væru á leiðinni. Um það var tekist í óþarflega langan tíma og þolinmæði kennara og starfsfólk skólans brást í lok síðustu viku. Í kjölfarið gerði birginn sér grein fyrir að mannleg mistök hefðu verið gerð hjá þeim í afhendingarferlinu og hófst hann þá samstundis handa við að klára afhendinguna.”Sjá einnig: Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikurNemendur Víðistaðaskóla voru án skólagagna í fimm vikur. Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri sagði þetta hafa reynt mikið á.vísir/sigurjónInnri verkferlar verða skoðaðirBæjarstjórinn hefur fundað með kennurum og starfsfólki og þakkaði þeim fyrir að halda skólastarfinu gangandi við erfiðar aðstæður. Rætt var um lærdóminn sem mætti draga af þessu til þess að bæta ferla fyrir næsta skólaár. Segir ennfremur í tilkynningunni: „Fulltrúar Pennans hafa komið á framfæri bæði við skólastjórnendur og annarra starfsmanna sem að ferlinu komu að þeir harmi þessu leiðu mistök og nú verði allt gert til þess að bæta úr þessu. Penninn afhenti stærsta hluta óafgreiddu gagnanna í morgun og nú er verið að vinna hörðum höndum við það að koma gögnunum inn í bekkina til barnanna. Restin verður afhend eftir hádegi.” Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og skoða hvort eitthvað hefði getað farið betur í samskiptum við birgjann. Vinnuhópur verður settur saman skipaður fulltrúum kennara, skólastjórnenda, Fræðslu- og frístundaþjónustu og kjörinna fulltrúa til að undirbúa útboð, innkaup og afhendingu gagna fyrir næsta skólaár. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Sjá meira
Nemendur í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði fá í dag skólagögn en afhending stílabóka og ritfanga tafðist í fimm vikur. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa 710 nemendur skólans verið án gagna í skólanum í fimm vikur þar sem aðeins brotabrot höfðu borist frá birgi. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," sagði Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri Víðistaðaskóla í kvöldfréttum í gær.Mannleg mistökUm miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli fékk ekki gögnin vegna mannlegra mistaka. Í tilkynningu á vef Hafnarfjarðabæjar kemur fram að eftir að Fræðsluráð Hafnarfjarðar hafi samþykkt gjaldfrjálsa grunnskólagöngu í bæjarfélaginu hafi verkefnið verið boðið út og Penninn Eymundson hafi verið með hagstæðasta tilboðið og tekið jafnframt að sér að útvega gögnin. „Þrátt fyrir athugasemdir frá skólanum og starfsfólki á Fræðslu- og frístundaþjónustu bæjarins taldi birginn að vörurnar væru komnar eða væru á leiðinni. Um það var tekist í óþarflega langan tíma og þolinmæði kennara og starfsfólk skólans brást í lok síðustu viku. Í kjölfarið gerði birginn sér grein fyrir að mannleg mistök hefðu verið gerð hjá þeim í afhendingarferlinu og hófst hann þá samstundis handa við að klára afhendinguna.”Sjá einnig: Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikurNemendur Víðistaðaskóla voru án skólagagna í fimm vikur. Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri sagði þetta hafa reynt mikið á.vísir/sigurjónInnri verkferlar verða skoðaðirBæjarstjórinn hefur fundað með kennurum og starfsfólki og þakkaði þeim fyrir að halda skólastarfinu gangandi við erfiðar aðstæður. Rætt var um lærdóminn sem mætti draga af þessu til þess að bæta ferla fyrir næsta skólaár. Segir ennfremur í tilkynningunni: „Fulltrúar Pennans hafa komið á framfæri bæði við skólastjórnendur og annarra starfsmanna sem að ferlinu komu að þeir harmi þessu leiðu mistök og nú verði allt gert til þess að bæta úr þessu. Penninn afhenti stærsta hluta óafgreiddu gagnanna í morgun og nú er verið að vinna hörðum höndum við það að koma gögnunum inn í bekkina til barnanna. Restin verður afhend eftir hádegi.” Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og skoða hvort eitthvað hefði getað farið betur í samskiptum við birgjann. Vinnuhópur verður settur saman skipaður fulltrúum kennara, skólastjórnenda, Fræðslu- og frístundaþjónustu og kjörinna fulltrúa til að undirbúa útboð, innkaup og afhendingu gagna fyrir næsta skólaár.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Sjá meira