Það verður að taka á þessu máli NÚNA Svavar Gestsson skrifar 27. september 2017 07:00 Talsvert er rætt um vanda sauðfjárbænda og kindakjötsframleiðslu í landinu. Hér er sagt frá stöðunni i Dalabyggð sem er ágæt mynd af stöðunni í landinu öllu. Eyjólfur Ingvi Bjarnason bóndi í Ásgarði í Dölum lét mig hafa minnisblað um sauðfjárrækt í Dölunum; hann sagði reyndar frá þessu í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Kristján Má Unnarsson. Í minnisblaði hans segir meðal annars:1. Boðuð er lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda í annað sinn á tveimur árum. Haustið 2015 var meðalafurðaverð til bænda ca 600 kr. á kílóið. Haustið 2016 lækkaði verð um 10% til bænda og var 543 kr. kílóið. Haustið 2017 er enn gert ráð fyrir lækkun, nú 35% og þá verður verð til bænda 353 kr. kílóið.2. Verðmæti innleggs í Dalabyggð haustið 2015 var 402 miljónir króna. Verðmæti innleggs í Dalabyggð haustið 2016 var 392,6 miljónir króna. Áætlað verðmæti innleggs í Dalabyggð haustið 2017 var 242 milljónir króna.3. Áætluð tekjulækkun frá haustinu 2015 er því 160 milljónir króna í Dalabyggð. Þar eru um 6% af allri kindakjötsframleiðslu í landinu.4. Í haust vantar 240 kr. upp á kíló til að bú standi á núlli og sá mismunur verður ekki sóttur með neinu öðru en að taka af þessum litlu launum sem bændur reikna sér eða með vinnu utan bús sem ekki er alltaf aðgengileg. Í fjárhagsgrundvelli sauðfjárbúskapar er gert ráð fyrir því að laun bóndans á mánuði séu 160 þúsund krónur. Þessi laun munu lækka við þær aðstæður sem hér blasa við. Þessar tölur þýða það að sauðfjárbændur eru í raun tekjulausir. Þeir þurfa að borga áburð, plast, olíu og önnur útgjöld af kaupinu sínu sem ekkert er. Bóndinn verður að sækja það sem á vantar til að búið standi á núlli í a) eigin fjárhag eða b) skuldasöfnun. Þessi staða kemur langverst niður á yngri bændum sem eru að jafnaði skuldugri en þeir sem eldri eru. Staðan er með öllu fráleit; fjárhagur þessa fólks stefnir í gjaldþrot. Það VERÐUR að taka á þessum málum af fullri alvöru hvað sem stjórnarfari í landinu líður. Höfundur er ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Svavar Gestsson Tengdar fréttir Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Talsvert er rætt um vanda sauðfjárbænda og kindakjötsframleiðslu í landinu. Hér er sagt frá stöðunni i Dalabyggð sem er ágæt mynd af stöðunni í landinu öllu. Eyjólfur Ingvi Bjarnason bóndi í Ásgarði í Dölum lét mig hafa minnisblað um sauðfjárrækt í Dölunum; hann sagði reyndar frá þessu í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Kristján Má Unnarsson. Í minnisblaði hans segir meðal annars:1. Boðuð er lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda í annað sinn á tveimur árum. Haustið 2015 var meðalafurðaverð til bænda ca 600 kr. á kílóið. Haustið 2016 lækkaði verð um 10% til bænda og var 543 kr. kílóið. Haustið 2017 er enn gert ráð fyrir lækkun, nú 35% og þá verður verð til bænda 353 kr. kílóið.2. Verðmæti innleggs í Dalabyggð haustið 2015 var 402 miljónir króna. Verðmæti innleggs í Dalabyggð haustið 2016 var 392,6 miljónir króna. Áætlað verðmæti innleggs í Dalabyggð haustið 2017 var 242 milljónir króna.3. Áætluð tekjulækkun frá haustinu 2015 er því 160 milljónir króna í Dalabyggð. Þar eru um 6% af allri kindakjötsframleiðslu í landinu.4. Í haust vantar 240 kr. upp á kíló til að bú standi á núlli og sá mismunur verður ekki sóttur með neinu öðru en að taka af þessum litlu launum sem bændur reikna sér eða með vinnu utan bús sem ekki er alltaf aðgengileg. Í fjárhagsgrundvelli sauðfjárbúskapar er gert ráð fyrir því að laun bóndans á mánuði séu 160 þúsund krónur. Þessi laun munu lækka við þær aðstæður sem hér blasa við. Þessar tölur þýða það að sauðfjárbændur eru í raun tekjulausir. Þeir þurfa að borga áburð, plast, olíu og önnur útgjöld af kaupinu sínu sem ekkert er. Bóndinn verður að sækja það sem á vantar til að búið standi á núlli í a) eigin fjárhag eða b) skuldasöfnun. Þessi staða kemur langverst niður á yngri bændum sem eru að jafnaði skuldugri en þeir sem eldri eru. Staðan er með öllu fráleit; fjárhagur þessa fólks stefnir í gjaldþrot. Það VERÐUR að taka á þessum málum af fullri alvöru hvað sem stjórnarfari í landinu líður. Höfundur er ritstjóri.
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar