Zuckerberg vísar gagnrýni Trump á bug Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2017 07:24 Donald Trump er hrifinari af Twitter en Facebook-veldi Marks Zuckerberg. Vísir/Getty Stofnandi Facebook gefur lítið fyrir gagnrýni Bandaríkjaforseta sem telur að samfélagsmiðilinn sé andsnúinn sér. Donald Trump sakaði Facebook í gærkvöldi um leynimakk og að miðillinn hefði lagt á ráðin með fjölmiðlum sem hann hefur lengi talið hafa horn í síðu sinni.Facebook was always anti-Trump.The Networks were always anti-Trump hence,Fake News, @nytimes(apologized) & @WaPo were anti-Trump. Collusion?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 27, 2017 Vísir greindi frá því að Facebook myndi á næstunni afhenda báðum deildum bandaríska þingsins gögn um auglýsingakaup rússneskra hugveita sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. Talið er að Rússarnir hafi keypt rúmlega 3000 auglýsingar yfir tveggja ára tímabil og greitt um 100 þúsund dali, rúmlega 10 milljónir króna, fyrir. Sjá einnig: Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Fulltrúar Facebook, Twitter og Google, hafa verið beðnir um að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar sem kannar nú ásakanir um afskipti Rússa af forsetakosningunum. Facebook og Google hafa staðfest í samtali við fjölmiðla ytra að þau hafi fengið boðið en ekkert fyrirtækjanna hefur gefið út hvort það muni verða við því.Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði í færslu í gærkvöldi að miðillinn væri vettvangur fyrir allar skoðanir. Að frátöldum „óæskilegum auglýsingum“ hefði Facebook ljáð fólki rödd og auðveldað samskipti þeirra á milli. Hann bætti jafnframt við að Facebook hefði bakað sér óvild jafnt meðal repúblikana sem og demókrata sem margir telja að sigur Trumps í fyrra megi rekja til óhefts flæðis falsfrétta um síðuna. Hann hét því að Facebook myndi halda baráttu sinni gegn misvísandi upplýsingum áfram og að allt yrði gert til að þjóðríki myndu ekki hafa áhrif á kosningar framtíðarinnar. Færslu hans má sjá hér að neðan. Donald Trump Facebook Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Stofnandi Facebook gefur lítið fyrir gagnrýni Bandaríkjaforseta sem telur að samfélagsmiðilinn sé andsnúinn sér. Donald Trump sakaði Facebook í gærkvöldi um leynimakk og að miðillinn hefði lagt á ráðin með fjölmiðlum sem hann hefur lengi talið hafa horn í síðu sinni.Facebook was always anti-Trump.The Networks were always anti-Trump hence,Fake News, @nytimes(apologized) & @WaPo were anti-Trump. Collusion?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 27, 2017 Vísir greindi frá því að Facebook myndi á næstunni afhenda báðum deildum bandaríska þingsins gögn um auglýsingakaup rússneskra hugveita sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. Talið er að Rússarnir hafi keypt rúmlega 3000 auglýsingar yfir tveggja ára tímabil og greitt um 100 þúsund dali, rúmlega 10 milljónir króna, fyrir. Sjá einnig: Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Fulltrúar Facebook, Twitter og Google, hafa verið beðnir um að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar sem kannar nú ásakanir um afskipti Rússa af forsetakosningunum. Facebook og Google hafa staðfest í samtali við fjölmiðla ytra að þau hafi fengið boðið en ekkert fyrirtækjanna hefur gefið út hvort það muni verða við því.Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði í færslu í gærkvöldi að miðillinn væri vettvangur fyrir allar skoðanir. Að frátöldum „óæskilegum auglýsingum“ hefði Facebook ljáð fólki rödd og auðveldað samskipti þeirra á milli. Hann bætti jafnframt við að Facebook hefði bakað sér óvild jafnt meðal repúblikana sem og demókrata sem margir telja að sigur Trumps í fyrra megi rekja til óhefts flæðis falsfrétta um síðuna. Hann hét því að Facebook myndi halda baráttu sinni gegn misvísandi upplýsingum áfram og að allt yrði gert til að þjóðríki myndu ekki hafa áhrif á kosningar framtíðarinnar. Færslu hans má sjá hér að neðan.
Donald Trump Facebook Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34
Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26